40.000 lítrar af olíu runnu í hafið í Patagóníu í Chile um helgina. Svæðið skartar mikilli náttúrufegurð og var náttúran á svæðinu að mestu ósnortin. Jafnframt hefur svæðið fjölmörg dýr og plöntur sem mikilvægt er að varðveita. Sjóherinn í Chile vinnur nú að því að takmarka skaðann, að því er kemur fram í frétt The Guardian.
Námufyrirtækið CAP tilkynnti sjóhernum um lekann laugardaginn síðastliðinn. CAP var að grafa eftir kalkstein á svæðinu þegar slysið átti sér stað.
Fjölmörg spendýr á svæðinu
Talið er að að minnsta kosti séu 15.000 lítrar af sjó mengaðir af olíu. Félagasamtökin Greenpeace Chile telja að lekinn geti haft hrikaleg áhrif á náttúruna á svæðinu og erfitt sé að komast að því. Einnig séu fjölmörg spendýr í Patagóníu í hættu, til að mynda hvalir og höfrungar.