Framboð hótelherbergja aukist um 126 prósent á tíu árum

Frá júní 2014 hefur framboð á hótelherbergjum farið úr 6.100 herbergjum upp í 10.400 hér á landi. Íslandsbanki áætlar að um 1300 hótelherbergi muni bætist við á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum.

img_2822_raw_1807130271_10016424336_o.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu fimm árum hefur fram­boð hót­el­her­bergja á land­inu farið úr 6100 her­bergjum í 10.400, ­sem er aukn­ing um 70,3 pró­sent. Árið 2009 voru 4600 hót­el­her­bergi á Íslandi og hefur þeim því fjölgað um 125,5 pró­sent á síð­ustu tíu árum. Þá áætlar grein­ing­ar­deild Íslands­banka að hót­el­her­bergjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni fjölga um 1333 her­bergi á næstu þremur árum. 

Minni nýt­ing milli ára

­Með fækkun ferða­manna hefur greiddum gistin­óttum einnig fækkað á und­an­förnum mán­uð­um. Í nýj­ustu gistin­átta­tölum Hag­stofu Íslands kemur fram að gistinætur ferða­manna á öllum gisti­stöðum voru um 1.124.000 í júní síð­ast­liðnum en þær voru um 1.148.000 í sama mán­uði í fyrra. Þá fækk­aði gistnóttum á hót­elum um 5 pró­sent á meðan þeim fjölg­aði um 14 pró­sent á gisti­heim­ilum í júní. Á stöðum sem miðla gist­ingu gegnum Air­bnb og svip­aðar síður fækk­aði gistin­óttum um 10,5 prósent. 
Auglýsing

Í tölum Hag­stof­unnar kemur jafn­framt fram að her­bergj­a­nýt­ing á hót­elum í júní 2019 var 72,1 pró­sent sem er lækkun um 5,4 pró­sentu­stig frá júní í fyrra þegar hún var um 77,5 pró­sent. Á sama tíma hefur fram­boð gisti­rýmis auk­ist um 3,1 pró­sent, mælt í fjölda her­bergja. Þá var nýt­ingin í júní best á Suð­ur­nesjum, eða 79,8 pró­sent.

Mynd: Hagstofan

Síðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­­­el­her­bergja lækkað í flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­­­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­­­sent­u­­­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­­­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­­­sent á árinu 2018. 

Hót­elgist­ing á Íslandi ein sú dýrasta í heimi 

Á tíma­bil­inu 2011 til 2017 hækk­aði verð á hót­elum í Reykja­vík um 60 pró­sent sam­hliða upp­gangi í ferða­þjón­ust­u. Í skýrslu Ís­lands­banka um stöðu íslenskrar ferða­­þjón­­ustu frá því í maí kemur fram að hót­­elgist­ing í Reykja­vík sé rúm­­lega þriðj­ungi dýr­­ari, 36 pró­­sent, en að með­­al­tali hjá hót­­elum innan Evr­­ópu. Þá er gist­ingin á bil­inu 4 til 11 pró­­sent dýr­­ari en í stór­­borgum á borð við New York, Barcelona og London.

Í skýrsl­unni segir að hátt verð­lag hér á landi rýri sam­keppn­is­hæfni lands­ins á alþjóða­vísu og ljóst sé að lítið sem ekk­ert svig­­rúm sé fyrir frek­­ari verð­hækk­­­anir hjá hót­­elum í Reykja­vík, nú þegar nýt­ing fer lækk­­andi og ferða­­mönnum fækk­­and­i.  

17 pró­sent fjölgun á næsta ári

Mynd: ÍslandsbankiÍ sömu skýrslu kemur fram að það stefni í tals­verða fjölgun hót­­el­her­bergja á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu á næstu miss­erum þrátt fyrir að útlit sé fyrir áfram­hald­andi fækkun ferða­­mönn­um. 

Íslands­banki áætl­ar að hót­­el­her­bergj­u­m ­­fjölgi um 6 pró­­sent á árinu, 17 pró­­sent árið 2020 og 2 pró­sent árið eft­ir. Í öðrum orðum telur bank­inn bæt­ast muni við 1333 ný hót­el­bergi á höf­uð­borg­ar­svæðið á næstu þremur árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent