Framboð hótelherbergja aukist um 126 prósent á tíu árum

Frá júní 2014 hefur framboð á hótelherbergjum farið úr 6.100 herbergjum upp í 10.400 hér á landi. Íslandsbanki áætlar að um 1300 hótelherbergi muni bætist við á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum.

img_2822_raw_1807130271_10016424336_o.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu fimm árum hefur fram­boð hót­el­her­bergja á land­inu farið úr 6100 her­bergjum í 10.400, ­sem er aukn­ing um 70,3 pró­sent. Árið 2009 voru 4600 hót­el­her­bergi á Íslandi og hefur þeim því fjölgað um 125,5 pró­sent á síð­ustu tíu árum. Þá áætlar grein­ing­ar­deild Íslands­banka að hót­el­her­bergjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni fjölga um 1333 her­bergi á næstu þremur árum. 

Minni nýt­ing milli ára

­Með fækkun ferða­manna hefur greiddum gistin­óttum einnig fækkað á und­an­förnum mán­uð­um. Í nýj­ustu gistin­átta­tölum Hag­stofu Íslands kemur fram að gistinætur ferða­manna á öllum gisti­stöðum voru um 1.124.000 í júní síð­ast­liðnum en þær voru um 1.148.000 í sama mán­uði í fyrra. Þá fækk­aði gistnóttum á hót­elum um 5 pró­sent á meðan þeim fjölg­aði um 14 pró­sent á gisti­heim­ilum í júní. Á stöðum sem miðla gist­ingu gegnum Air­bnb og svip­aðar síður fækk­aði gistin­óttum um 10,5 prósent. 
Auglýsing

Í tölum Hag­stof­unnar kemur jafn­framt fram að her­bergj­a­nýt­ing á hót­elum í júní 2019 var 72,1 pró­sent sem er lækkun um 5,4 pró­sentu­stig frá júní í fyrra þegar hún var um 77,5 pró­sent. Á sama tíma hefur fram­boð gisti­rýmis auk­ist um 3,1 pró­sent, mælt í fjölda her­bergja. Þá var nýt­ingin í júní best á Suð­ur­nesjum, eða 79,8 pró­sent.

Mynd: Hagstofan

Síðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­­­el­her­bergja lækkað í flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­­­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­­­sent­u­­­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­­­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­­­sent á árinu 2018. 

Hót­elgist­ing á Íslandi ein sú dýrasta í heimi 

Á tíma­bil­inu 2011 til 2017 hækk­aði verð á hót­elum í Reykja­vík um 60 pró­sent sam­hliða upp­gangi í ferða­þjón­ust­u. Í skýrslu Ís­lands­banka um stöðu íslenskrar ferða­­þjón­­ustu frá því í maí kemur fram að hót­­elgist­ing í Reykja­vík sé rúm­­lega þriðj­ungi dýr­­ari, 36 pró­­sent, en að með­­al­tali hjá hót­­elum innan Evr­­ópu. Þá er gist­ingin á bil­inu 4 til 11 pró­­sent dýr­­ari en í stór­­borgum á borð við New York, Barcelona og London.

Í skýrsl­unni segir að hátt verð­lag hér á landi rýri sam­keppn­is­hæfni lands­ins á alþjóða­vísu og ljóst sé að lítið sem ekk­ert svig­­rúm sé fyrir frek­­ari verð­hækk­­­anir hjá hót­­elum í Reykja­vík, nú þegar nýt­ing fer lækk­­andi og ferða­­mönnum fækk­­and­i.  

17 pró­sent fjölgun á næsta ári

Mynd: ÍslandsbankiÍ sömu skýrslu kemur fram að það stefni í tals­verða fjölgun hót­­el­her­bergja á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu á næstu miss­erum þrátt fyrir að útlit sé fyrir áfram­hald­andi fækkun ferða­­mönn­um. 

Íslands­banki áætl­ar að hót­­el­her­bergj­u­m ­­fjölgi um 6 pró­­sent á árinu, 17 pró­­sent árið 2020 og 2 pró­sent árið eft­ir. Í öðrum orðum telur bank­inn bæt­ast muni við 1333 ný hót­el­bergi á höf­uð­borg­ar­svæðið á næstu þremur árum.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent