Framboð hótelherbergja aukist um 126 prósent á tíu árum

Frá júní 2014 hefur framboð á hótelherbergjum farið úr 6.100 herbergjum upp í 10.400 hér á landi. Íslandsbanki áætlar að um 1300 hótelherbergi muni bætist við á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum.

img_2822_raw_1807130271_10016424336_o.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu fimm árum hefur fram­boð hót­el­her­bergja á land­inu farið úr 6100 her­bergjum í 10.400, ­sem er aukn­ing um 70,3 pró­sent. Árið 2009 voru 4600 hót­el­her­bergi á Íslandi og hefur þeim því fjölgað um 125,5 pró­sent á síð­ustu tíu árum. Þá áætlar grein­ing­ar­deild Íslands­banka að hót­el­her­bergjum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni fjölga um 1333 her­bergi á næstu þremur árum. 

Minni nýt­ing milli ára

­Með fækkun ferða­manna hefur greiddum gistin­óttum einnig fækkað á und­an­förnum mán­uð­um. Í nýj­ustu gistin­átta­tölum Hag­stofu Íslands kemur fram að gistinætur ferða­manna á öllum gisti­stöðum voru um 1.124.000 í júní síð­ast­liðnum en þær voru um 1.148.000 í sama mán­uði í fyrra. Þá fækk­aði gistnóttum á hót­elum um 5 pró­sent á meðan þeim fjölg­aði um 14 pró­sent á gisti­heim­ilum í júní. Á stöðum sem miðla gist­ingu gegnum Air­bnb og svip­aðar síður fækk­aði gistin­óttum um 10,5 prósent. 
Auglýsing

Í tölum Hag­stof­unnar kemur jafn­framt fram að her­bergj­a­nýt­ing á hót­elum í júní 2019 var 72,1 pró­sent sem er lækkun um 5,4 pró­sentu­stig frá júní í fyrra þegar hún var um 77,5 pró­sent. Á sama tíma hefur fram­boð gisti­rýmis auk­ist um 3,1 pró­sent, mælt í fjölda her­bergja. Þá var nýt­ingin í júní best á Suð­ur­nesjum, eða 79,8 pró­sent.

Mynd: Hagstofan

Síðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­­­el­her­bergja lækkað í flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­­­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­­­sent­u­­­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­­­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­­­sent á árinu 2018. 

Hót­elgist­ing á Íslandi ein sú dýrasta í heimi 

Á tíma­bil­inu 2011 til 2017 hækk­aði verð á hót­elum í Reykja­vík um 60 pró­sent sam­hliða upp­gangi í ferða­þjón­ust­u. Í skýrslu Ís­lands­banka um stöðu íslenskrar ferða­­þjón­­ustu frá því í maí kemur fram að hót­­elgist­ing í Reykja­vík sé rúm­­lega þriðj­ungi dýr­­ari, 36 pró­­sent, en að með­­al­tali hjá hót­­elum innan Evr­­ópu. Þá er gist­ingin á bil­inu 4 til 11 pró­­sent dýr­­ari en í stór­­borgum á borð við New York, Barcelona og London.

Í skýrsl­unni segir að hátt verð­lag hér á landi rýri sam­keppn­is­hæfni lands­ins á alþjóða­vísu og ljóst sé að lítið sem ekk­ert svig­­rúm sé fyrir frek­­ari verð­hækk­­­anir hjá hót­­elum í Reykja­vík, nú þegar nýt­ing fer lækk­­andi og ferða­­mönnum fækk­­and­i.  

17 pró­sent fjölgun á næsta ári

Mynd: ÍslandsbankiÍ sömu skýrslu kemur fram að það stefni í tals­verða fjölgun hót­­el­her­bergja á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu á næstu miss­erum þrátt fyrir að útlit sé fyrir áfram­hald­andi fækkun ferða­­mönn­um. 

Íslands­banki áætl­ar að hót­­el­her­bergj­u­m ­­fjölgi um 6 pró­­sent á árinu, 17 pró­­sent árið 2020 og 2 pró­sent árið eft­ir. Í öðrum orðum telur bank­inn bæt­ast muni við 1333 ný hót­el­bergi á höf­uð­borg­ar­svæðið á næstu þremur árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent