Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, geti ekki kvartað yfir því að hann sé fundinn brotlegur við siðareglur Alþingis eftir að hafa tekið sér forystuhlutverk í HeForShe og samþykkt breytingar á siðareglum.
Morgunblaðið birti álit siðanefndar Alþingis í klausturmálinu svokallaða í morgun og andsvör þriggja þingmanna, þar á meðal Gunnars Braga. Samkvæmt álitinu hefður hann brotið siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla þann 20. nóvember síðastliðinn.
Í andsvari Gunnars Braga segist hann ekki muna eftir því að hafa undirgengist siðareglur með undirskrift sinni. „Nú hefur komið í ljós í þessu máli, og öðrum, að fyrirkomulag það sem notast er við er í besta falli galið. Hvergi í lýðræðisríki getur það talist eðlilegt að pólitískir andstæðingar fái vald til að „dæma” andstæðinga sína. Þá skal það enn og aftur tekið fram að undirritaður eða aðrir sem hleraðir voru ólöglega hafa ekki fengið ólöglegu upptökurnar afhentar frá Alþingi þrátt fyrir að hafa óskað ítrekað eftir því. Einnig má benda á ósamræmi milli þess handrits sem Alþingi lét gera og þeirra bréfa sem borist hafa frá siðanefnd,“ segir í bréfi Gunnars Braga.
Siðamál í algjörri upplausn á þinginu
Björn Leví telur það vera kaldhæðnislegt að Gunnar Bragi muni ekki eftir því hvort hann hafi skrifað undir siðareglur eða ekki. „Af augljósum ástæðum er það farin að verða dálítið þreytt afsökun af hans hálfu. Ef afsökunin er hins vegar raunveruleg þá er málið kannski enn alvarlegra en annars ...“ skrifar hann.
Þingmaður Pírata segir enn fremur að siðamálin séu í algjörri upplausn á Alþingi. „Pólitískir andstæðingar sitja í dómarasæti, vísa málum frá eða skipta sér af forsendum málanna til þess að forðast rannsóknir. Það sem átti að efla traust á stjórnmálum hefur verið fótum troðið í sjálfsvarnarstarfemi til að verja eigin rass eða fyrir samtrygginguna. Þrátt fyrir það allt hanga þeir sem eru ábyrgir alltaf inni á þingi, þannig að varnarstarfsemin geti haldið áfram.
Eina leiðin sem ég sé er að þurrka þetta lið alveg af þingi þannig að það sé hægt að komast fram hjá varnarþvælunni og fara í alvöru uppgjör. Þar á ég ekki við siðareglurnar heldur alvöru ábyrgð mtt líf um ráðherraábyrgð og þess háttar. Við erum til dæmis með ráðherra sem lugu að þjóðinni í aðdraganda kosninga, földu upplýsingar og þess háttar. Þau hafa komist upp með að gera lítið úr Landsdómi, sem er stjórnarskrárlega leiðin til þess að leiða ráðherraábyrgð til lykta. Það, þrátt fyrir að Landsdómur hafi skilað mjög góðum niðurstöðum, þá sem fyrr, klúðruðu þingmenn,“ skrifa hann.
Garnaflækja af samtryggingu á öllum stigum kerfisins
Björn Leví segir að Íslendingar séu með einhverskonar garnaflækju af samtryggingu á öllum stigum kerfisins þannig að ekkert gerist þegar fólkið „sem skiptir máli“ gerir eitthvað af sér en ef ein kona sem ekki er í klíkunni segir „rökstuddur grunur“. Þá sé það brot á siðareglum en karlinn sleppi.
Þarna vísar hann niðurstöðu forsætisnefndar frá því í lok júní síðastliðins þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var talin hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar.
Jah, hann greiddi þessu amk atkvæði sitt:...
Posted by Björn Leví Gunnarsson on Thursday, August 1, 2019