Segir Gunnar Braga ekki geta kvartað yfir áliti siðanefndar

Þingmaður Pírata segir að Gunnar Bragi Sveinsson geti ekki kvartað yfir því að hann sé fundinn brotlegur við siðareglur Alþingis eftir að hafa tekið sér forystuhlutverk í HeForShe og samþykkt breytingar á siðareglum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, segir að Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, geti ekki kvartað yfir því að hann sé fund­inn brot­legur við siða­reglur Alþingis eftir að hafa tekið sér for­ystu­hlut­verk í HeForShe og sam­þykkt breyt­ingar á siða­regl­um.

Morg­un­blaðið birti álit siða­nefndar Alþingis í klaust­ur­mál­inu svo­kall­aða í morgun og andsvör þriggja þing­manna, þar á meðal Gunn­ars Braga. Sam­kvæmt álit­inu hefður hann brotið siða­­­reglur alþing­is­­­manna með ummælum sem þeir létu falla þann 20. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn.

Í and­svari Gunn­­ars Braga seg­ist hann ekki muna eftir því að hafa und­ir­­geng­ist siða­­reglur með und­ir­­skrift sinni. „Nú hefur komið í ljós í þessu máli, og öðrum, að fyr­ir­komu­lag það sem not­­ast er við er í besta falli galið. Hvergi í lýð­ræð­is­­ríki getur það talist eðli­­legt að póli­­tískir and­­stæð­ingar fái vald til að „dæma” and­­stæð­inga sína. Þá skal það enn og aftur tekið fram að und­ir­­rit­aður eða aðrir sem hleraðir voru ólög­­lega hafa ekki fengið ólög­­legu upp­­tök­­urnar afhentar frá Alþingi þrátt fyrir að hafa óskað ítrekað eftir því. Einnig má benda á ósam­ræmi milli þess hand­­rits sem Alþingi lét gera og þeirra bréfa sem borist hafa frá siða­­nefnd,“ segir í bréfi Gunn­ars Braga.

Auglýsing

Siða­mál í algjörri upp­lausn á þing­inu

Björn Leví telur það vera kald­hæðn­is­legt að Gunnar Bragi muni ekki eftir því hvort hann hafi skrifað undir siða­reglur eða ekki. „Af aug­ljósum ástæðum er það farin að verða dálítið þreytt afsökun af hans hálfu. Ef afsök­unin er hins vegar raun­veru­leg þá er málið kannski enn alvar­legra en ann­ars ...“ skrifar hann.

­Þing­maður Pírata segir enn fremur að siða­málin séu í algjörri upp­lausn á Alþingi. „Póli­tískir and­stæð­ingar sitja í dóm­ara­sæti, vísa málum frá eða skipta sér af for­sendum mál­anna til þess að forð­ast rann­sókn­ir. Það sem átti að efla traust á stjórn­málum hefur verið fótum troðið í sjálfs­varn­ar­star­femi til að verja eigin rass eða fyrir sam­trygg­ing­una. Þrátt fyrir það allt hanga þeir sem eru ábyrgir alltaf inni á þingi, þannig að varn­ar­starf­semin geti haldið áfram.

Eina leiðin sem ég sé er að þurrka þetta lið alveg af þingi þannig að það sé hægt að kom­ast fram hjá varn­ar­þvæl­unni og fara í alvöru upp­gjör. Þar á ég ekki við siða­regl­urnar heldur alvöru ábyrgð mtt líf um ráð­herra­á­byrgð og þess hátt­ar. Við erum til dæmis með ráð­herra sem lugu að þjóð­inni í aðdrag­anda kosn­inga, földu upp­lýs­ingar og þess hátt­ar. Þau hafa kom­ist upp með að gera lítið úr Lands­dómi, sem er stjórn­ar­skrár­lega leiðin til þess að leiða ráð­herra­á­byrgð til lykta. Það, þrátt fyrir að Lands­dómur hafi skilað mjög góðum nið­ur­stöð­um, þá sem fyrr, klúðr­uðu þing­menn,“ skrifa hann.

Garna­flækja af sam­trygg­ingu á öllum stigum kerf­is­ins

Björn Leví segir að Íslend­ingar séu með ein­hvers­konar garna­flækju af sam­trygg­ingu á öllum stigum kerf­is­ins þannig að ekk­ert ger­ist þegar fólkið „sem skiptir máli“ gerir eitt­hvað af sér en ef ein kona sem ekki er í klíkunni segir „rök­studdur grun­ur“. Þá sé það brot á siða­reglum en karl­inn sleppi.

Þarna vísar hann nið­ur­stöðu for­sætis­nefndar frá því í lok júní síð­ast­lið­ins þar sem Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir var talin hafa brotið siða­reglur með ummælum sínum um akstur Ásmundar Frið­riks­son­ar.

Jah, hann greiddi þessu amk atkvæði sitt:...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Thurs­day, Aug­ust 1, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent