Segir Gunnar Braga ekki geta kvartað yfir áliti siðanefndar

Þingmaður Pírata segir að Gunnar Bragi Sveinsson geti ekki kvartað yfir því að hann sé fundinn brotlegur við siðareglur Alþingis eftir að hafa tekið sér forystuhlutverk í HeForShe og samþykkt breytingar á siðareglum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, segir að Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, geti ekki kvartað yfir því að hann sé fund­inn brot­legur við siða­reglur Alþingis eftir að hafa tekið sér for­ystu­hlut­verk í HeForShe og sam­þykkt breyt­ingar á siða­regl­um.

Morg­un­blaðið birti álit siða­nefndar Alþingis í klaust­ur­mál­inu svo­kall­aða í morgun og andsvör þriggja þing­manna, þar á meðal Gunn­ars Braga. Sam­kvæmt álit­inu hefður hann brotið siða­­­reglur alþing­is­­­manna með ummælum sem þeir létu falla þann 20. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn.

Í and­svari Gunn­­ars Braga seg­ist hann ekki muna eftir því að hafa und­ir­­geng­ist siða­­reglur með und­ir­­skrift sinni. „Nú hefur komið í ljós í þessu máli, og öðrum, að fyr­ir­komu­lag það sem not­­ast er við er í besta falli galið. Hvergi í lýð­ræð­is­­ríki getur það talist eðli­­legt að póli­­tískir and­­stæð­ingar fái vald til að „dæma” and­­stæð­inga sína. Þá skal það enn og aftur tekið fram að und­ir­­rit­aður eða aðrir sem hleraðir voru ólög­­lega hafa ekki fengið ólög­­legu upp­­tök­­urnar afhentar frá Alþingi þrátt fyrir að hafa óskað ítrekað eftir því. Einnig má benda á ósam­ræmi milli þess hand­­rits sem Alþingi lét gera og þeirra bréfa sem borist hafa frá siða­­nefnd,“ segir í bréfi Gunn­ars Braga.

Auglýsing

Siða­mál í algjörri upp­lausn á þing­inu

Björn Leví telur það vera kald­hæðn­is­legt að Gunnar Bragi muni ekki eftir því hvort hann hafi skrifað undir siða­reglur eða ekki. „Af aug­ljósum ástæðum er það farin að verða dálítið þreytt afsökun af hans hálfu. Ef afsök­unin er hins vegar raun­veru­leg þá er málið kannski enn alvar­legra en ann­ars ...“ skrifar hann.

­Þing­maður Pírata segir enn fremur að siða­málin séu í algjörri upp­lausn á Alþingi. „Póli­tískir and­stæð­ingar sitja í dóm­ara­sæti, vísa málum frá eða skipta sér af for­sendum mál­anna til þess að forð­ast rann­sókn­ir. Það sem átti að efla traust á stjórn­málum hefur verið fótum troðið í sjálfs­varn­ar­star­femi til að verja eigin rass eða fyrir sam­trygg­ing­una. Þrátt fyrir það allt hanga þeir sem eru ábyrgir alltaf inni á þingi, þannig að varn­ar­starf­semin geti haldið áfram.

Eina leiðin sem ég sé er að þurrka þetta lið alveg af þingi þannig að það sé hægt að kom­ast fram hjá varn­ar­þvæl­unni og fara í alvöru upp­gjör. Þar á ég ekki við siða­regl­urnar heldur alvöru ábyrgð mtt líf um ráð­herra­á­byrgð og þess hátt­ar. Við erum til dæmis með ráð­herra sem lugu að þjóð­inni í aðdrag­anda kosn­inga, földu upp­lýs­ingar og þess hátt­ar. Þau hafa kom­ist upp með að gera lítið úr Lands­dómi, sem er stjórn­ar­skrár­lega leiðin til þess að leiða ráð­herra­á­byrgð til lykta. Það, þrátt fyrir að Lands­dómur hafi skilað mjög góðum nið­ur­stöð­um, þá sem fyrr, klúðr­uðu þing­menn,“ skrifa hann.

Garna­flækja af sam­trygg­ingu á öllum stigum kerf­is­ins

Björn Leví segir að Íslend­ingar séu með ein­hvers­konar garna­flækju af sam­trygg­ingu á öllum stigum kerf­is­ins þannig að ekk­ert ger­ist þegar fólkið „sem skiptir máli“ gerir eitt­hvað af sér en ef ein kona sem ekki er í klíkunni segir „rök­studdur grun­ur“. Þá sé það brot á siða­reglum en karl­inn sleppi.

Þarna vísar hann nið­ur­stöðu for­sætis­nefndar frá því í lok júní síð­ast­lið­ins þar sem Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir var talin hafa brotið siða­reglur með ummælum sínum um akstur Ásmundar Frið­riks­son­ar.

Jah, hann greiddi þessu amk atkvæði sitt:...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Thurs­day, Aug­ust 1, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent