Segir Gunnar Braga ekki geta kvartað yfir áliti siðanefndar

Þingmaður Pírata segir að Gunnar Bragi Sveinsson geti ekki kvartað yfir því að hann sé fundinn brotlegur við siðareglur Alþingis eftir að hafa tekið sér forystuhlutverk í HeForShe og samþykkt breytingar á siðareglum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, geti ekki kvartað yfir því að hann sé fundinn brotlegur við siðareglur Alþingis eftir að hafa tekið sér forystuhlutverk í HeForShe og samþykkt breytingar á siðareglum.

Morgunblaðið birti álit siðanefndar Alþingis í klausturmálinu svokallaða í morgun og andsvör þriggja þingmanna, þar á meðal Gunnars Braga. Samkvæmt álitinu hefður hann brotið siða­­reglur alþing­is­­manna með ummælum sem þeir létu falla þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn.

Í andsvari Gunn­ars Braga seg­ist hann ekki muna eftir því að hafa und­ir­geng­ist siða­reglur með und­ir­skrift sinni. „Nú hefur komið í ljós í þessu máli, og öðrum, að fyr­ir­komu­lag það sem not­ast er við er í besta falli galið. Hvergi í lýð­ræð­is­ríki getur það talist eðli­legt að póli­tískir and­stæð­ingar fái vald til að „dæma” and­stæð­inga sína. Þá skal það enn og aftur tekið fram að und­ir­rit­aður eða aðrir sem hleraðir voru ólög­lega hafa ekki fengið ólög­legu upp­tök­urnar afhentar frá Alþingi þrátt fyrir að hafa óskað ítrekað eftir því. Einnig má benda á ósam­ræmi milli þess hand­rits sem Alþingi lét gera og þeirra bréfa sem borist hafa frá siða­nefnd,“ segir í bréfi Gunnars Braga.

Auglýsing

Siðamál í algjörri upplausn á þinginu

Björn Leví telur það vera kaldhæðnislegt að Gunnar Bragi muni ekki eftir því hvort hann hafi skrifað undir siðareglur eða ekki. „Af augljósum ástæðum er það farin að verða dálítið þreytt afsökun af hans hálfu. Ef afsökunin er hins vegar raunveruleg þá er málið kannski enn alvarlegra en annars ...“ skrifar hann.

Þingmaður Pírata segir enn fremur að siðamálin séu í algjörri upplausn á Alþingi. „Pólitískir andstæðingar sitja í dómarasæti, vísa málum frá eða skipta sér af forsendum málanna til þess að forðast rannsóknir. Það sem átti að efla traust á stjórnmálum hefur verið fótum troðið í sjálfsvarnarstarfemi til að verja eigin rass eða fyrir samtrygginguna. Þrátt fyrir það allt hanga þeir sem eru ábyrgir alltaf inni á þingi, þannig að varnarstarfsemin geti haldið áfram.

Eina leiðin sem ég sé er að þurrka þetta lið alveg af þingi þannig að það sé hægt að komast fram hjá varnarþvælunni og fara í alvöru uppgjör. Þar á ég ekki við siðareglurnar heldur alvöru ábyrgð mtt líf um ráðherraábyrgð og þess háttar. Við erum til dæmis með ráðherra sem lugu að þjóðinni í aðdraganda kosninga, földu upplýsingar og þess háttar. Þau hafa komist upp með að gera lítið úr Landsdómi, sem er stjórnarskrárlega leiðin til þess að leiða ráðherraábyrgð til lykta. Það, þrátt fyrir að Landsdómur hafi skilað mjög góðum niðurstöðum, þá sem fyrr, klúðruðu þingmenn,“ skrifa hann.

Garnaflækja af samtryggingu á öllum stigum kerfisins

Björn Leví segir að Íslendingar séu með einhverskonar garnaflækju af samtryggingu á öllum stigum kerfisins þannig að ekkert gerist þegar fólkið „sem skiptir máli“ gerir eitthvað af sér en ef ein kona sem ekki er í klíkunni segir „rökstuddur grunur“. Þá sé það brot á siðareglum en karlinn sleppi.

Þarna vísar hann niðurstöðu forsætisnefndar frá því í lok júní síðastliðins þar sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var talin hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um akstur Ásmundar Friðrikssonar.

Jah, hann greiddi þessu amk atkvæði sitt:...

Posted by Björn Leví Gunnarsson on Thursday, August 1, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent