Segir Gunnar Braga ekki geta kvartað yfir áliti siðanefndar

Þingmaður Pírata segir að Gunnar Bragi Sveinsson geti ekki kvartað yfir því að hann sé fundinn brotlegur við siðareglur Alþingis eftir að hafa tekið sér forystuhlutverk í HeForShe og samþykkt breytingar á siðareglum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, segir að Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, geti ekki kvartað yfir því að hann sé fund­inn brot­legur við siða­reglur Alþingis eftir að hafa tekið sér for­ystu­hlut­verk í HeForShe og sam­þykkt breyt­ingar á siða­regl­um.

Morg­un­blaðið birti álit siða­nefndar Alþingis í klaust­ur­mál­inu svo­kall­aða í morgun og andsvör þriggja þing­manna, þar á meðal Gunn­ars Braga. Sam­kvæmt álit­inu hefður hann brotið siða­­­reglur alþing­is­­­manna með ummælum sem þeir létu falla þann 20. nóv­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn.

Í and­svari Gunn­­ars Braga seg­ist hann ekki muna eftir því að hafa und­ir­­geng­ist siða­­reglur með und­ir­­skrift sinni. „Nú hefur komið í ljós í þessu máli, og öðrum, að fyr­ir­komu­lag það sem not­­ast er við er í besta falli galið. Hvergi í lýð­ræð­is­­ríki getur það talist eðli­­legt að póli­­tískir and­­stæð­ingar fái vald til að „dæma” and­­stæð­inga sína. Þá skal það enn og aftur tekið fram að und­ir­­rit­aður eða aðrir sem hleraðir voru ólög­­lega hafa ekki fengið ólög­­legu upp­­tök­­urnar afhentar frá Alþingi þrátt fyrir að hafa óskað ítrekað eftir því. Einnig má benda á ósam­ræmi milli þess hand­­rits sem Alþingi lét gera og þeirra bréfa sem borist hafa frá siða­­nefnd,“ segir í bréfi Gunn­ars Braga.

Auglýsing

Siða­mál í algjörri upp­lausn á þing­inu

Björn Leví telur það vera kald­hæðn­is­legt að Gunnar Bragi muni ekki eftir því hvort hann hafi skrifað undir siða­reglur eða ekki. „Af aug­ljósum ástæðum er það farin að verða dálítið þreytt afsökun af hans hálfu. Ef afsök­unin er hins vegar raun­veru­leg þá er málið kannski enn alvar­legra en ann­ars ...“ skrifar hann.

­Þing­maður Pírata segir enn fremur að siða­málin séu í algjörri upp­lausn á Alþingi. „Póli­tískir and­stæð­ingar sitja í dóm­ara­sæti, vísa málum frá eða skipta sér af for­sendum mál­anna til þess að forð­ast rann­sókn­ir. Það sem átti að efla traust á stjórn­málum hefur verið fótum troðið í sjálfs­varn­ar­star­femi til að verja eigin rass eða fyrir sam­trygg­ing­una. Þrátt fyrir það allt hanga þeir sem eru ábyrgir alltaf inni á þingi, þannig að varn­ar­starf­semin geti haldið áfram.

Eina leiðin sem ég sé er að þurrka þetta lið alveg af þingi þannig að það sé hægt að kom­ast fram hjá varn­ar­þvæl­unni og fara í alvöru upp­gjör. Þar á ég ekki við siða­regl­urnar heldur alvöru ábyrgð mtt líf um ráð­herra­á­byrgð og þess hátt­ar. Við erum til dæmis með ráð­herra sem lugu að þjóð­inni í aðdrag­anda kosn­inga, földu upp­lýs­ingar og þess hátt­ar. Þau hafa kom­ist upp með að gera lítið úr Lands­dómi, sem er stjórn­ar­skrár­lega leiðin til þess að leiða ráð­herra­á­byrgð til lykta. Það, þrátt fyrir að Lands­dómur hafi skilað mjög góðum nið­ur­stöð­um, þá sem fyrr, klúðr­uðu þing­menn,“ skrifa hann.

Garna­flækja af sam­trygg­ingu á öllum stigum kerf­is­ins

Björn Leví segir að Íslend­ingar séu með ein­hvers­konar garna­flækju af sam­trygg­ingu á öllum stigum kerf­is­ins þannig að ekk­ert ger­ist þegar fólkið „sem skiptir máli“ gerir eitt­hvað af sér en ef ein kona sem ekki er í klíkunni segir „rök­studdur grun­ur“. Þá sé það brot á siða­reglum en karl­inn sleppi.

Þarna vísar hann nið­ur­stöðu for­sætis­nefndar frá því í lok júní síð­ast­lið­ins þar sem Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir var talin hafa brotið siða­reglur með ummælum sínum um akstur Ásmundar Frið­riks­son­ar.

Jah, hann greiddi þessu amk atkvæði sitt:...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Thurs­day, Aug­ust 1, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent