Ummæli Önnu Kolbrúnar um Freyju ekki brot á siðareglum

Siðanefnd Alþingis ákvað að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins fengi að „njóta vafans“ og komst að þeirri niðurstöðu að ummæli hennar um Freyju Haraldsdóttur væru ekki brot á siðareglum.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Siða­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli Önnu Kol­brúnar Árna­dótt­ur, þing­manns Mið­flokks­ins, um Freyju Har­alds­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­þing­mann Bjartar fram­tíðar og þekktri bar­átt­u­­kona fyrir auknum mann­rétt­indum fatl­aðra, hafi ekki brotið gegn siða­reglum Alþing­is. Nið­ur­staða ­nefnd­ar­inn­ar er að ummæli af þessum togi geti skaðað ímynd Alþingis en að erfitt væri að slá því föst­u. 

„Aug­ljós­lega eins ­fötl­un­ar­teng­t og það getur orðið

Á upp­tökum af sam­tali þing­manna Mið­flokks­ins á barnum Klaustur þann 20.nóv­em­ber 2018 má heyra þá gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­­gæfum beina­­­sjúk­­­dómi. Anna Kol­brún, kall­aði hana „Freyju eyju“ og „Eyju“ og Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Mið­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­­stakan áhuga á Freyju og nafn­­greindri þing­­konu Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Í kjöl­farið gagn­rýndi Freyja ummæli þing­mann­anna harð­lega og sagði meðal ann­ars að um kerf­is­bundið hatur vald­hafa væri að ræða. „Að líkja mér við dýr og upp­­­nefna mig (og vegg) Freyju Eyju í kjöl­far aðgeng­is­breyt­inga er aug­­ljós­­lega eins ­fötl­un­ar­teng­t og það getur orð­ið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að póli­­tískar skoð­­anir mín­­ar, sem byggja á fem­inískum ­gild­um, hug­­mynda­fræði mann­rétt­inda og upp­­ræt­ing­u a­bleis­ma, fara í taug­­arnar á sumum körlum, ER ­fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ing og kven­­fyr­ir­litn­ing. Það er líka hlut­­gerv­ing. Ég er ekki bara eins og dýr heldur líka dauður vegg­­ur. Það er til þús­und og ein leið til þess að tjá skoð­ana­á­­grein­ing önnur en að hæð­­ast að lík­­ama og útliti kvenna,“ skrif­aði Freyja í aðsendri grein í Kjarn­anum í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Auglýsing

Segja ummælin ekki gefa til kynna að hún ætl­aði sér að tala niður til fatl­aðs fólks

Í áliti siða­nefndar segir að und­an­farin ár hafi verið unnið að því að koma í veg fyrir hvers kyns mis­munun á grund­velli fötl­unar og tryggja fötl­uðu fólki rétt­ar­vernd gegn mis­munun á öllum sviðum og efla og vinna að virð­ingu fyrir eðl­is­lægri mann­legri reisn þeirra. 

„Al­þing­is­menn bera sem áður segir sér­stakar skyld­ur. Þeir eru opin­berar per­sónur og geta haft mikil áhrif á sam­fé­lag­ið. Þeir verða að ganga á undan með góðu for­dæmi. Eins og fram kemur í afmörkun for­sætis­nefndar geta siða­reglur haft áhrif á það hvernig umfjöllun um póli­tíska sam­herja og and­stæð­inga er komið á fram­færi og þannig sett þing­mönnum skorð­ur. Á það t.a.m. við um ummæli sem vísa t.d. til kyn­ferð­is, útlits eða fötl­unar þess sem um er rætt,“ segir í álit­inu.

Enn fremur segir í álit­inu að þeg­ar um­mæli þing­mann­anna séu virt í heild þá virð­ist Anna Kol­brún að mestu leyti hafa staðið utan þeirra sam­ræðna sem fram fóru. Jafn­framt segir að ummæli hennar gefi ekki til kynna að hún hafi ætlað sér að tala niður til fatl­aðs fólks almennt. Hún grípi hins vegar inn í um­ræð­un­ar ­með upp­nefni á til­teknum stjórn­mála­mann­i. 

Upp­nefnið ekki rétt­látt með sögu­legum skýr­ingum

Í bréfi til for­sætis­nefndar sem dag­sett er þann 3. maí 2019 hafnar Anna Kol­brún því alfarið að það sé brot á siða­reglum að taka sér í munn orðin „Freyja eyja“. Hún segir að upp­nefni séu oft við­höfð um ­stjórn­mál og í um­ræddu til­viki hafi upp­nefnið ekki falið í sér ill­mælgi eins og ætti að vera ljóst ef leit­ast væri við að kynna sér heild­ar­mynd­ina. 

Siða­nefndin tekur undir með Önnu Kol­brúnu og segir að rétt sé að ­upp­nefni hafa oft verið við­höfð um stjórn­mála­menn, auk þess sem þau hafa löngum við­geng­ist í íslensku sam­fé­lag­i. „Eru þau af ýmsum toga, við­ur­nefni kann að ríma við nafn eða vísa til til­tek­inna ein­kenna við­kom­andi, eins og þau dæmi sem fram koma í athuga­semdum fjög­urra þing­manna til siða­nefndar lýsa. Þau kunna að vera góð­lát­leg og í þeim kann að fel­ast ein­hver broddur án þess að litið verði á þau sem ill­mælgi“ segir í álit­inu.

Aftur á móti tel­ur ­siða­nefnd að upp­nefnið um Freyju verði ekki rétt­látt með slíkum skýr­ing­um. „Það virð­ist eiga sér aðrar rætur og vísa til lík­am­legs ástands Freyju Har­alds­dóttur vegna sjúk­dóms henn­ar,“ segir í álit­inu.

Siða­nefndin telur því að ummæli Önnur Kol­brúnar kunni að þessu leyti að falla undir þær skorður sem for­sætis­nefnd nefnir í afmörkun sinni, að siða­reglur setji alþing­is­mönnum í umfjöllun þeirra um póli­tíska sam­herja og and­stæð­inga. ­Nefnd­in telur því að ummæli af þessum ­toga geti skaðað ímynd Alþingis en að erfitt sé að slá því föst­u. 

Nefndin ákveður því að láta Önnu Kol­brúnu njóta vafans og nið­ur­staða ­nefnd­ar­inn­ar er að ummæli hennar fari ekki gegn siða­reglum Alþing­is. „Í ljósi afmörk­unar for­sætis­nefndar og hversu tak­mark­aðar upp­lýs­ingar liggja til grund­vallar þessum ummælum telur siða­nefnd rétt að Anna Kol­brún Árna­dóttir njóti vafans að þessu leyti. Í ljósi fram­an­greinds er það nið­ur­staða siða­nefndar að ummæli Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur frá 20. nóv­em­ber 2018 fari ekki gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siða­reglna alþing­is­manna, eins og þau eru afmörk­uð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent