Bjarni segir Sigríði Andersen „að sjálfsögðu“ geta orðið ráðherra að nýju

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigríður Á. Andersen, sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrr á árinu, geti „að sjálfsögðu“ átt endurkomu í ríkisstjórn.

Sigríður Á. Andersen
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen, sem sagði af sér sem dóms­mála­ráð­herra fyrr á þessu ári eftir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu, gæti sest aftur í rík­is­stjórn.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði þetta á opnum fundi þing­flokks flokks­ins í Val­höll fyrr í dag. Sam­kvæmt frétt mbl.is um málið svar­aði Bjarni spurn­ingu um mögu­lega end­ur­komu Sig­ríðar svona: „Að sjálf­­sögðu get­ur hún átt end­­ur­komu í rík­­is­­stjórn­.“ 

­Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu komst að þeirri nið­­ur­­stöðu í mars síð­­­ast­liðn­­­um að Sig­ríður og Alþingi hafi skipað fjóra dóm­­­ara af þeim 15 sem voru upp­­haf­­lega skip­aðir í Lands­rétt með ólög­­­mætum hætti. Sig­ríður þurfti að segja af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra vegna máls­ins. Hún sagði á blaða­manna­fundi af því til­efni að hún væri að víkja til hliðar tíma­bund­ið, en slíkt er ekki hægt sam­kvæmt íslenskri stjórn­skip­an. 

Kjarn­inn greindi frá því á sínum tíma að afsögn Sig­ríðar hafi orðið meðal ann­ars vegna þess að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hafði komið því skýrt á fram­færi við for­menn sam­starfs­flokka sinna að Sig­ríður yrði að axla ábyrgð á mál­inu með afsögn. 

Íslenska ríkið ákvað í kjöl­farið að áfrýja nið­ur­stöð­unni til efri deildar dóm­stóls­ins og nú er beðið eftir ákvörðun um hvort hún muni taka málið fyrir eða ekki.

Auglýsing
Þór­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, tók tíma­bundið við dóms­mála­ráðu­neyt­inu sam­hliða öðrum ráð­herra­störfum eftir afsögn Sig­ríðar en nýr dóms­mála­ráð­herra verður skip­aður í nán­ustu fram­tíð. Orð Bjarna gefa til kynna að Sig­ríður geti mögu­lega snúið aftur í fyrra starf.

Sagði Sam­fylk­ing­una taka afstöðu gegn Íslandi

Sig­ríður tjáði sig um Lands­rétt­ar­málið í stöðu­upp­færslu á Face­book í síð­ustu viku. Til­efnið voru orð  Helgu Völu Helga­dótt­­ur, þing­­manns Sam­­fylk­ing­­ar­innar og for­­manns stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, vegna svar­­leysis núver­andi dóms­­mála­ráð­herra vegna fyr­ir­­spurnar hennar um kostnað hins opin­bera af Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. 

Helga Vala sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book fyrr sama dag að ráð­herr­ann hefði ekki svarað marg­ít­rek­uðum fyr­ir­­spurnum sínum um málið og velti því fyrir sér hvort það gæti ekki verið að henni væri ekki svarað „því það er verið að bíða eftir nýjum dóms­­­­mála­ráð­herra Sjálf­­stæð­is­­flokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ 

Sig­ríður sagði Helgu Völu nota „orðið „skít­­ur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hags­munum Íslands og íslenskrar stjórn­­­skip­unar er sótt í gegnum erlendar stofn­an­­ir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Sam­­fylk­ingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Ices­ave mál­inu og með umsókn­inni og aðlög­un­inni að Evr­­ópu­­sam­­band­inu á sínum tíma. En þetta orð­bragð lýsir alveg nýjum metn­aði gegn hags­munum Ísland.“ 

Kall­aði Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn póli­tíska stofnun

Í stöð­u­­upp­­­færsl­unni sagði Sig­ríður að ráð­herra, Alþingi og for­­seti Íslands hafi allir kom­ist að sömu nið­­ur­­stöðu um skipun 15 dóm­­ara við Lands­rétt. „Hæst­i­­réttur komst svo að þeirri nið­­ur­­stöðu að við dóm­­ur­unum 15 yrði ekki hróflað og að sak­­born­ingar nytu rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dóm­in­­um. Allar greinar rík­­is­­valds­ins voru sam­­stíga um nið­­ur­­stöð­una. Aldrei áður hafa dóm­­arar verið skip­aðir með svo þéttum stuðn­­ingi allra greina rík­­is­­valds­ins. Lands­­réttur starf­aði svo með miklum ágætum á annað ár.

Auglýsing
Þá gerir ein af póli­­tískt skip­uðum stofn­unum Evr­­ópu­ráðs­ins, MDE, því skóna í mála­­ferlum manns, sem ját­aði að hafa ekið bif­­reið undir áhrifum fíkn­i­efna og án öku­rétt­inda, að dómur Lands­réttar yfir mann­inum hefði verið mann­rétt­inda­brot!“

Sig­ríður bætti við að önnur ástæða fyrir ákvörðun Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu væri sú ákvörðun Alþing­is, þvert á það sem hún hafi lagt til við Alþingi, að greiða atkvæði í einu lagi um allar 15 til­­lög­­urn­­ar. „Þeir sem stóðu að þessu „mann­rétt­inda­broti“ á sak­­born­ingi að mati MDE voru meðal ann­­arra þing­­menn Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar.“

Sagði Sig­ríði ekki vera Ísland

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, svar­aði Sig­ríði síð­an, einnig á Face­book, í gær. Þar skrif­aði hann, um orð Sig­ríðar þess efnis að Sam­fylk­ingin tæki afstöðu gegn Ísland, eft­ir­far­andi: „Því­lík og önnur eins skíta­­rök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur við­eig­andi við þetta til­­efn­i.“ 

Björn Leví sagði að það hefði ekki verið Ísland sem hafi verið í vörn út af Lands­rétt­­ar­­mál­inu. „Það er vörn fyrir fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra sem fótum tróð upp­­lýs­inga­­skyldu sína gagn­vart Alþingi þegar gögn um ráð­­legg­ingar sér­­fræð­inga ráðu­­neyt­is­ins voru hunsuð og þeim var ekki deilt með þing­inu og sagt að engin and­­mæli væru við þeim mála­til­­bún­­aði sem fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra fór fram með. Sig­ríður Á. And­er­sen er ekki Ísland, hún tók þessa ákvörðun út frá sinni per­­són­u­­legu þekk­ingu og hefur því ekk­ert með að draga ein­hverja þjóð­ern­is­hyggju inn í þetta mál. Það er ömur­­leg sjálfs­vörn að spila málið upp þannig.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Kaþólska kirkjan vill hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi
Prestur innan kaþólsku kirkjunnar segir að kaþólska kirkjan myndi vissulega vilja hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi. Hann segir að rödd kaþólsku kirkjunnar hafi þó fengið lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum á Íslandi hingað til.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent