Bjarni segir Sigríði Andersen „að sjálfsögðu“ geta orðið ráðherra að nýju

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigríður Á. Andersen, sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrr á árinu, geti „að sjálfsögðu“ átt endurkomu í ríkisstjórn.

Sigríður Á. Andersen
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen, sem sagði af sér sem dóms­mála­ráð­herra fyrr á þessu ári eftir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu, gæti sest aftur í rík­is­stjórn.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði þetta á opnum fundi þing­flokks flokks­ins í Val­höll fyrr í dag. Sam­kvæmt frétt mbl.is um málið svar­aði Bjarni spurn­ingu um mögu­lega end­ur­komu Sig­ríðar svona: „Að sjálf­­sögðu get­ur hún átt end­­ur­komu í rík­­is­­stjórn­.“ 

­Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu komst að þeirri nið­­ur­­stöðu í mars síð­­­ast­liðn­­­um að Sig­ríður og Alþingi hafi skipað fjóra dóm­­­ara af þeim 15 sem voru upp­­haf­­lega skip­aðir í Lands­rétt með ólög­­­mætum hætti. Sig­ríður þurfti að segja af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra vegna máls­ins. Hún sagði á blaða­manna­fundi af því til­efni að hún væri að víkja til hliðar tíma­bund­ið, en slíkt er ekki hægt sam­kvæmt íslenskri stjórn­skip­an. 

Kjarn­inn greindi frá því á sínum tíma að afsögn Sig­ríðar hafi orðið meðal ann­ars vegna þess að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hafði komið því skýrt á fram­færi við for­menn sam­starfs­flokka sinna að Sig­ríður yrði að axla ábyrgð á mál­inu með afsögn. 

Íslenska ríkið ákvað í kjöl­farið að áfrýja nið­ur­stöð­unni til efri deildar dóm­stóls­ins og nú er beðið eftir ákvörðun um hvort hún muni taka málið fyrir eða ekki.

Auglýsing
Þór­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, tók tíma­bundið við dóms­mála­ráðu­neyt­inu sam­hliða öðrum ráð­herra­störfum eftir afsögn Sig­ríðar en nýr dóms­mála­ráð­herra verður skip­aður í nán­ustu fram­tíð. Orð Bjarna gefa til kynna að Sig­ríður geti mögu­lega snúið aftur í fyrra starf.

Sagði Sam­fylk­ing­una taka afstöðu gegn Íslandi

Sig­ríður tjáði sig um Lands­rétt­ar­málið í stöðu­upp­færslu á Face­book í síð­ustu viku. Til­efnið voru orð  Helgu Völu Helga­dótt­­ur, þing­­manns Sam­­fylk­ing­­ar­innar og for­­manns stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar, vegna svar­­leysis núver­andi dóms­­mála­ráð­herra vegna fyr­ir­­spurnar hennar um kostnað hins opin­bera af Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. 

Helga Vala sagði í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book fyrr sama dag að ráð­herr­ann hefði ekki svarað marg­ít­rek­uðum fyr­ir­­spurnum sínum um málið og velti því fyrir sér hvort það gæti ekki verið að henni væri ekki svarað „því það er verið að bíða eftir nýjum dóms­­­­mála­ráð­herra Sjálf­­stæð­is­­flokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ 

Sig­ríður sagði Helgu Völu nota „orðið „skít­­ur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hags­munum Íslands og íslenskrar stjórn­­­skip­unar er sótt í gegnum erlendar stofn­an­­ir. Það kemur svo sem ekki á óvart að Sam­­fylk­ingin taki afstöðu gegn Íslandi eins og hún gerði í Ices­ave mál­inu og með umsókn­inni og aðlög­un­inni að Evr­­ópu­­sam­­band­inu á sínum tíma. En þetta orð­bragð lýsir alveg nýjum metn­aði gegn hags­munum Ísland.“ 

Kall­aði Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn póli­tíska stofnun

Í stöð­u­­upp­­­færsl­unni sagði Sig­ríður að ráð­herra, Alþingi og for­­seti Íslands hafi allir kom­ist að sömu nið­­ur­­stöðu um skipun 15 dóm­­ara við Lands­rétt. „Hæst­i­­réttur komst svo að þeirri nið­­ur­­stöðu að við dóm­­ur­unum 15 yrði ekki hróflað og að sak­­born­ingar nytu rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dóm­in­­um. Allar greinar rík­­is­­valds­ins voru sam­­stíga um nið­­ur­­stöð­una. Aldrei áður hafa dóm­­arar verið skip­aðir með svo þéttum stuðn­­ingi allra greina rík­­is­­valds­ins. Lands­­réttur starf­aði svo með miklum ágætum á annað ár.

Auglýsing
Þá gerir ein af póli­­tískt skip­uðum stofn­unum Evr­­ópu­ráðs­ins, MDE, því skóna í mála­­ferlum manns, sem ját­aði að hafa ekið bif­­reið undir áhrifum fíkn­i­efna og án öku­rétt­inda, að dómur Lands­réttar yfir mann­inum hefði verið mann­rétt­inda­brot!“

Sig­ríður bætti við að önnur ástæða fyrir ákvörðun Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu væri sú ákvörðun Alþing­is, þvert á það sem hún hafi lagt til við Alþingi, að greiða atkvæði í einu lagi um allar 15 til­­lög­­urn­­ar. „Þeir sem stóðu að þessu „mann­rétt­inda­broti“ á sak­­born­ingi að mati MDE voru meðal ann­­arra þing­­menn Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar.“

Sagði Sig­ríði ekki vera Ísland

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, svar­aði Sig­ríði síð­an, einnig á Face­book, í gær. Þar skrif­aði hann, um orð Sig­ríðar þess efnis að Sam­fylk­ingin tæki afstöðu gegn Ísland, eft­ir­far­andi: „Því­lík og önnur eins skíta­­rök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur við­eig­andi við þetta til­­efn­i.“ 

Björn Leví sagði að það hefði ekki verið Ísland sem hafi verið í vörn út af Lands­rétt­­ar­­mál­inu. „Það er vörn fyrir fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra sem fótum tróð upp­­lýs­inga­­skyldu sína gagn­vart Alþingi þegar gögn um ráð­­legg­ingar sér­­fræð­inga ráðu­­neyt­is­ins voru hunsuð og þeim var ekki deilt með þing­inu og sagt að engin and­­mæli væru við þeim mála­til­­bún­­aði sem fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra fór fram með. Sig­ríður Á. And­er­sen er ekki Ísland, hún tók þessa ákvörðun út frá sinni per­­són­u­­legu þekk­ingu og hefur því ekk­ert með að draga ein­hverja þjóð­ern­is­hyggju inn í þetta mál. Það er ömur­­leg sjálfs­vörn að spila málið upp þannig.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent