Rúmlega 300 þúsund ökutæki í umferð

Ökutækjum Íslendinga hefur fjölgað úr 132 þúsund árið 1995 í 309 þúsund árið 2018. Hlutfall heimila af heildarbílaflotanum er enn langstærst en alls voru 229 þúsund ökutæki skráð á heimili í fyrra.

Umferð á Miklubraut.
Auglýsing

Fjölgun öku­tækja hér á landi hefur verið umfram ­fólks­fjölg­un í land­inu síð­ustu ár. Alls hefur öku­tækj­um, bif­reiðum og bif­hjól­um, fjölgað úr 132 þús­und árið 1995 í 309 þús­und árið 2018. Hlutur heim­il­anna af bíla­flot­anum er langstærstur en alls voru 658 bílar skráðir á hverja þús­und ein­stak­linga í jan­úar í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hag­stofu Íslands. 

659 bílar á hverja þús­und ein­stak­linga

Öku­tækja­floti Íslend­inga hefur vaxið að með­al­tali um 4 pró­sent milli ára allt frá árinu 1995. Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar segir að smá­vægi­leg fækkun hafi orðið fyrstu tvö árin eftir hrunið árið 2008 en að vöxt­ur­inn hafi náði sér aftur á strik árið 2015. 

Auglýsing

Þrátt fyrir hraða fólks­fjölgun á síð­ustu árum, aðal­lega vegna aðflutts vinnu­afls, hefur öku­tækjum fjölgað umfram fólks­fjölgun hér á landi. Í ágúst í fyrra voru tæp­lega 230 þús­und öku­tæki ­skráð á heim­il­i lands­ins.

Tafla:Hagstofa Íslands

Heim­ilin eiga flesta raf­bíla 

Ef öku­tækjum hér á landi er skipt niður eftir umráð­anda þá er hlutur heim­ila langstærst­ur. Hlut­fall heim­ila af heildar bíla­flot­anum hefur hins vegar lækkað úr 89,6 pró­sent árið 1995 í 74,3 pró­sent árið 2016. 

Stærsti hluti öku­tækja á heim­ilum er enn knúin með bens­íni og fjöldi þeirra hefur lít­ið breyst frá­ ár­inu 2007. Á sama tíma hefur öku­tækjum sem knúin eru með­ ­dísel eða öðru elds­neyti, hefur fjölg­að. 

Sam­kvæmt Hag­stof­unni var hlut­fall raf­knú­inna öku­tækja og tvinn­bíla með hleðslu­getu, vart mark­tækt af heild­inni fyrr en árið 2018, en þá voru slík öku­tæki 2,4 pró­sent af bíla­flot­anum í heild eða alls 7.445 þannig öku­tæki, eða 2,4 ­pró­sent af bíla­flot­anum í heild. Þá er stærstur hluti raf­knú­inna öku­tækja eða tvinn­bíla skráður á heim­ili.

Eina leiðin til að höggva á umferð­ar­hnút­inn er að minnka bíla­um­ferð 

Fjallað hefur verið um mik­inn umferð­ar­þunga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á morgn­anna og síð­degis eftir að sum­ar­fr­íum lauk og skól­arnir byrj­uðu á ný í fjöl­miðlum und­an­farna daga. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV síð­asta laug­ar­dag að umferð­ar­vand­inn verði aðeins leystur með einum þætti og það er að minnka bíla­um­ferð. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Mynd: Bára Huld BeckSig­ur­borg sagði jafn­framt að það sé á ábyrgð stjórn­valda að gera fólki kleift að nota almenn­ings­sam­göng­ur. „og þá erum við að skoða borg­ar­línu, þá erum við að skoða hjól þá erum við að skoða allan pakk­ann.“

Að mati Sig­ur­borgar er nauð­syn­legt að grípa til aðgerða sem sam­fé­lag fyrr en seinna. „Ég held að við sem sam­fé­lag þurfum að þora að taka þessar ákvarð­an­ir, við glímum við mik­inn umferð­ar­vanda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og við glímum við lofts­lags­vanda og hann er bara leystur með einum hætti og það er að minnka bíla­um­ferð. Við höfum það í raun og veru í hendi okkar og getum gert það strax á næsta ári.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent