Rúmlega 300 þúsund ökutæki í umferð

Ökutækjum Íslendinga hefur fjölgað úr 132 þúsund árið 1995 í 309 þúsund árið 2018. Hlutfall heimila af heildarbílaflotanum er enn langstærst en alls voru 229 þúsund ökutæki skráð á heimili í fyrra.

Umferð á Miklubraut.
Auglýsing

Fjölgun öku­tækja hér á landi hefur verið umfram ­fólks­fjölg­un í land­inu síð­ustu ár. Alls hefur öku­tækj­um, bif­reiðum og bif­hjól­um, fjölgað úr 132 þús­und árið 1995 í 309 þús­und árið 2018. Hlutur heim­il­anna af bíla­flot­anum er langstærstur en alls voru 658 bílar skráðir á hverja þús­und ein­stak­linga í jan­úar í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hag­stofu Íslands. 

659 bílar á hverja þús­und ein­stak­linga

Öku­tækja­floti Íslend­inga hefur vaxið að með­al­tali um 4 pró­sent milli ára allt frá árinu 1995. Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar segir að smá­vægi­leg fækkun hafi orðið fyrstu tvö árin eftir hrunið árið 2008 en að vöxt­ur­inn hafi náði sér aftur á strik árið 2015. 

Auglýsing

Þrátt fyrir hraða fólks­fjölgun á síð­ustu árum, aðal­lega vegna aðflutts vinnu­afls, hefur öku­tækjum fjölgað umfram fólks­fjölgun hér á landi. Í ágúst í fyrra voru tæp­lega 230 þús­und öku­tæki ­skráð á heim­il­i lands­ins.

Tafla:Hagstofa Íslands

Heim­ilin eiga flesta raf­bíla 

Ef öku­tækjum hér á landi er skipt niður eftir umráð­anda þá er hlutur heim­ila langstærst­ur. Hlut­fall heim­ila af heildar bíla­flot­anum hefur hins vegar lækkað úr 89,6 pró­sent árið 1995 í 74,3 pró­sent árið 2016. 

Stærsti hluti öku­tækja á heim­ilum er enn knúin með bens­íni og fjöldi þeirra hefur lít­ið breyst frá­ ár­inu 2007. Á sama tíma hefur öku­tækjum sem knúin eru með­ ­dísel eða öðru elds­neyti, hefur fjölg­að. 

Sam­kvæmt Hag­stof­unni var hlut­fall raf­knú­inna öku­tækja og tvinn­bíla með hleðslu­getu, vart mark­tækt af heild­inni fyrr en árið 2018, en þá voru slík öku­tæki 2,4 pró­sent af bíla­flot­anum í heild eða alls 7.445 þannig öku­tæki, eða 2,4 ­pró­sent af bíla­flot­anum í heild. Þá er stærstur hluti raf­knú­inna öku­tækja eða tvinn­bíla skráður á heim­ili.

Eina leiðin til að höggva á umferð­ar­hnút­inn er að minnka bíla­um­ferð 

Fjallað hefur verið um mik­inn umferð­ar­þunga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á morgn­anna og síð­degis eftir að sum­ar­fr­íum lauk og skól­arnir byrj­uðu á ný í fjöl­miðlum und­an­farna daga. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV síð­asta laug­ar­dag að umferð­ar­vand­inn verði aðeins leystur með einum þætti og það er að minnka bíla­um­ferð. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Mynd: Bára Huld BeckSig­ur­borg sagði jafn­framt að það sé á ábyrgð stjórn­valda að gera fólki kleift að nota almenn­ings­sam­göng­ur. „og þá erum við að skoða borg­ar­línu, þá erum við að skoða hjól þá erum við að skoða allan pakk­ann.“

Að mati Sig­ur­borgar er nauð­syn­legt að grípa til aðgerða sem sam­fé­lag fyrr en seinna. „Ég held að við sem sam­fé­lag þurfum að þora að taka þessar ákvarð­an­ir, við glímum við mik­inn umferð­ar­vanda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og við glímum við lofts­lags­vanda og hann er bara leystur með einum hætti og það er að minnka bíla­um­ferð. Við höfum það í raun og veru í hendi okkar og getum gert það strax á næsta ári.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent