Rúmlega 300 þúsund ökutæki í umferð

Ökutækjum Íslendinga hefur fjölgað úr 132 þúsund árið 1995 í 309 þúsund árið 2018. Hlutfall heimila af heildarbílaflotanum er enn langstærst en alls voru 229 þúsund ökutæki skráð á heimili í fyrra.

Umferð á Miklubraut.
Auglýsing

Fjölgun öku­tækja hér á landi hefur verið umfram ­fólks­fjölg­un í land­inu síð­ustu ár. Alls hefur öku­tækj­um, bif­reiðum og bif­hjól­um, fjölgað úr 132 þús­und árið 1995 í 309 þús­und árið 2018. Hlutur heim­il­anna af bíla­flot­anum er langstærstur en alls voru 658 bílar skráðir á hverja þús­und ein­stak­linga í jan­úar í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hag­stofu Íslands. 

659 bílar á hverja þús­und ein­stak­linga

Öku­tækja­floti Íslend­inga hefur vaxið að með­al­tali um 4 pró­sent milli ára allt frá árinu 1995. Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar segir að smá­vægi­leg fækkun hafi orðið fyrstu tvö árin eftir hrunið árið 2008 en að vöxt­ur­inn hafi náði sér aftur á strik árið 2015. 

Auglýsing

Þrátt fyrir hraða fólks­fjölgun á síð­ustu árum, aðal­lega vegna aðflutts vinnu­afls, hefur öku­tækjum fjölgað umfram fólks­fjölgun hér á landi. Í ágúst í fyrra voru tæp­lega 230 þús­und öku­tæki ­skráð á heim­il­i lands­ins.

Tafla:Hagstofa Íslands

Heim­ilin eiga flesta raf­bíla 

Ef öku­tækjum hér á landi er skipt niður eftir umráð­anda þá er hlutur heim­ila langstærst­ur. Hlut­fall heim­ila af heildar bíla­flot­anum hefur hins vegar lækkað úr 89,6 pró­sent árið 1995 í 74,3 pró­sent árið 2016. 

Stærsti hluti öku­tækja á heim­ilum er enn knúin með bens­íni og fjöldi þeirra hefur lít­ið breyst frá­ ár­inu 2007. Á sama tíma hefur öku­tækjum sem knúin eru með­ ­dísel eða öðru elds­neyti, hefur fjölg­að. 

Sam­kvæmt Hag­stof­unni var hlut­fall raf­knú­inna öku­tækja og tvinn­bíla með hleðslu­getu, vart mark­tækt af heild­inni fyrr en árið 2018, en þá voru slík öku­tæki 2,4 pró­sent af bíla­flot­anum í heild eða alls 7.445 þannig öku­tæki, eða 2,4 ­pró­sent af bíla­flot­anum í heild. Þá er stærstur hluti raf­knú­inna öku­tækja eða tvinn­bíla skráður á heim­ili.

Eina leiðin til að höggva á umferð­ar­hnút­inn er að minnka bíla­um­ferð 

Fjallað hefur verið um mik­inn umferð­ar­þunga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á morgn­anna og síð­degis eftir að sum­ar­fr­íum lauk og skól­arnir byrj­uðu á ný í fjöl­miðlum und­an­farna daga. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar sagði í sam­tali við frétta­stofu RÚV síð­asta laug­ar­dag að umferð­ar­vand­inn verði aðeins leystur með einum þætti og það er að minnka bíla­um­ferð. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Mynd: Bára Huld BeckSig­ur­borg sagði jafn­framt að það sé á ábyrgð stjórn­valda að gera fólki kleift að nota almenn­ings­sam­göng­ur. „og þá erum við að skoða borg­ar­línu, þá erum við að skoða hjól þá erum við að skoða allan pakk­ann.“

Að mati Sig­ur­borgar er nauð­syn­legt að grípa til aðgerða sem sam­fé­lag fyrr en seinna. „Ég held að við sem sam­fé­lag þurfum að þora að taka þessar ákvarð­an­ir, við glímum við mik­inn umferð­ar­vanda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og við glímum við lofts­lags­vanda og hann er bara leystur með einum hætti og það er að minnka bíla­um­ferð. Við höfum það í raun og veru í hendi okkar og getum gert það strax á næsta ári.“

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent