Ekki forgangsmál þjóðkirkjunnar að viðhalda tengslum við ríkisvaldið

Biskup Íslands segir að kirkjunni hugnist að vera áfram þjóðkirkja landsins en ef komi til fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju þá þurfi að hafa í huga að þjóðkirkjan hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Auglýsing

„Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­is­valdið er í sjálfu sér ekki for­gangs­mál kirkj­unn­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina.“ Þetta seg­ir Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, í umsögn um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Hún tekur þó fram að Bisk­ups­stofu hugn­ist að kirkjan verði áfram þjóð­kirkja lands­ins. 

Þjóð­kirkj­unni hugn­ast að vera enn þjóð­kirkja   

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ­þing­manna fjög­urra flokka um að ­fela rík­is­stjórn­inni að leggja fram frum­varp um full­an, laga­­legan og fjár­­hags­­legan aðskilnað ríkis og kirkju var lagt fram í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Til­lagan er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og hefur nefndin sent umsagna­beiðnir sendar á yfir fjöru­tíu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.

Bisk­ups­stofa er á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. Í umsögn­inni segir að með til­lög­unni sé í raun verið að leggja til að ríkið haldi sig ekki við opin­ber trú­ar­brögð og að mati bisk­ups kann það að telj­ast eðli­legt í því fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi sem orðið er hér á land­i. 

Auglýsing

Þá segir í umsögn­inni að Bisk­ups­stofu hugnist að hér á landi verði engin opin­ber trú­ar­brögð en að þjóð­kirkjan verði enn þjóð­kirkja, líkt og fyr­ir­komu­lagið er í Nor­egi um þessar mund­ir. Enda skipi þjóð­kirkjan stóran sess í hugum meiri­hluta ­ís­lensku ­þjóð­ar­innar og kristin gild­i í hávegum höfð í laga­setn­ingu og lífs­við­horfi sem birt­ist í stofn­unum þjóð­fé­lags­ins. 

Kirkjan hefur ekki fjár­hags­legt bol­magn til að sinna hlut­verki sínu

Tekið er þó fram í umsögn­inni að ef fram komi frum­vörp um full­an, laga­legan og fjár­hags­legan aðskilnað ríkis og kirkju þá leggi biskup áherslu á að ákveðin atriði höfð að leið­ar­ljósi. Þar á meðal að kirkjan hafi ekki fjár­hags­legt bol­magn til að sinna hlut­verki sínu sem boð­beri krist­innar trúar af því að ríkið hafi ­fengið svo mikið af ­eigna­safn­i ­kirkj­unn­ar. Þær kirkju­jarðir sem þjóð­kirkjan afhenti rík­inu árið 1907 voru um fjórð­ungur allra jarða lands­ins á þeim tíma.

Biskup bendir því á að fjár­hags­leg sér­staða þjóð­kirkj­unnar gagn­vart öðrum trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum liggi í kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 um greiðslur fyrir kirkju­jarð­irn­ar. 

Jafn­framt bendir biskup á að með kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu hafi orðið viss aðskiln­aður milli ríkis og kirkju. Auk þess hafi verið enn lengra gengið í átt að sjálf­stæði kirkj­unnar í sept­em­ber síð­ast­liðnum þegar stjórn­völd og full­trúum þjóð­kirkj­unnar und­ir­rit­uðu við­bót­ar­sam­komu­lag. Með sam­komu­lag­inu verða prestar kirkj­unnar ekki emb­ætt­is­menn rík­is­ins og þjóð­kirkj­unni tryggðir rúmir þrír millj­arðar úr rík­is­sjóði á hverju ári.

Menntun presta nýt­ist vel í almanna­þágu

Auk þess er tekið fram í umsögn­inni að þjón­usta ­kirkj­unnar nái til alls lands­ins og að þjóð­kirkjan sinni lög­boðnum verk­efnum og skyldum sem önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög gera ekki. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er gert ráð fyrir að skoðað verði hvort önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög taki að sér sam­bæri­leg sam­fé­lags­leg verk­efni og þjóð­kirkjan sinnir nú. Í því sam­bandi minnir biskup á að ­menntun presta kirkj­unnar og reynsla nýt­ist einkar vel til þjón­ustu í almanna­þágu.

„Sam­fylgd kirkju og þjóðar hefur verið far­sæl um aldir og kirkj­unnar fólk, bæði leikið og lært er og verður ávallt til þjón­ustu reiðu­búið þjóð­inni til heilla. Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­is­valdið er í sjálfu sér ekki for­gangs­mál kirkj­unn­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina,“ segir að lokum í umsögn­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent