Ekki forgangsmál þjóðkirkjunnar að viðhalda tengslum við ríkisvaldið

Biskup Íslands segir að kirkjunni hugnist að vera áfram þjóðkirkja landsins en ef komi til fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju þá þurfi að hafa í huga að þjóðkirkjan hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Auglýsing

„Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­is­valdið er í sjálfu sér ekki for­gangs­mál kirkj­unn­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina.“ Þetta seg­ir Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, í umsögn um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Hún tekur þó fram að Bisk­ups­stofu hugn­ist að kirkjan verði áfram þjóð­kirkja lands­ins. 

Þjóð­kirkj­unni hugn­ast að vera enn þjóð­kirkja   

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ­þing­manna fjög­urra flokka um að ­fela rík­is­stjórn­inni að leggja fram frum­varp um full­an, laga­­legan og fjár­­hags­­legan aðskilnað ríkis og kirkju var lagt fram í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Til­lagan er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og hefur nefndin sent umsagna­beiðnir sendar á yfir fjöru­tíu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.

Bisk­ups­stofa er á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. Í umsögn­inni segir að með til­lög­unni sé í raun verið að leggja til að ríkið haldi sig ekki við opin­ber trú­ar­brögð og að mati bisk­ups kann það að telj­ast eðli­legt í því fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi sem orðið er hér á land­i. 

Auglýsing

Þá segir í umsögn­inni að Bisk­ups­stofu hugnist að hér á landi verði engin opin­ber trú­ar­brögð en að þjóð­kirkjan verði enn þjóð­kirkja, líkt og fyr­ir­komu­lagið er í Nor­egi um þessar mund­ir. Enda skipi þjóð­kirkjan stóran sess í hugum meiri­hluta ­ís­lensku ­þjóð­ar­innar og kristin gild­i í hávegum höfð í laga­setn­ingu og lífs­við­horfi sem birt­ist í stofn­unum þjóð­fé­lags­ins. 

Kirkjan hefur ekki fjár­hags­legt bol­magn til að sinna hlut­verki sínu

Tekið er þó fram í umsögn­inni að ef fram komi frum­vörp um full­an, laga­legan og fjár­hags­legan aðskilnað ríkis og kirkju þá leggi biskup áherslu á að ákveðin atriði höfð að leið­ar­ljósi. Þar á meðal að kirkjan hafi ekki fjár­hags­legt bol­magn til að sinna hlut­verki sínu sem boð­beri krist­innar trúar af því að ríkið hafi ­fengið svo mikið af ­eigna­safn­i ­kirkj­unn­ar. Þær kirkju­jarðir sem þjóð­kirkjan afhenti rík­inu árið 1907 voru um fjórð­ungur allra jarða lands­ins á þeim tíma.

Biskup bendir því á að fjár­hags­leg sér­staða þjóð­kirkj­unnar gagn­vart öðrum trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum liggi í kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 um greiðslur fyrir kirkju­jarð­irn­ar. 

Jafn­framt bendir biskup á að með kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu hafi orðið viss aðskiln­aður milli ríkis og kirkju. Auk þess hafi verið enn lengra gengið í átt að sjálf­stæði kirkj­unnar í sept­em­ber síð­ast­liðnum þegar stjórn­völd og full­trúum þjóð­kirkj­unnar und­ir­rit­uðu við­bót­ar­sam­komu­lag. Með sam­komu­lag­inu verða prestar kirkj­unnar ekki emb­ætt­is­menn rík­is­ins og þjóð­kirkj­unni tryggðir rúmir þrír millj­arðar úr rík­is­sjóði á hverju ári.

Menntun presta nýt­ist vel í almanna­þágu

Auk þess er tekið fram í umsögn­inni að þjón­usta ­kirkj­unnar nái til alls lands­ins og að þjóð­kirkjan sinni lög­boðnum verk­efnum og skyldum sem önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög gera ekki. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er gert ráð fyrir að skoðað verði hvort önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög taki að sér sam­bæri­leg sam­fé­lags­leg verk­efni og þjóð­kirkjan sinnir nú. Í því sam­bandi minnir biskup á að ­menntun presta kirkj­unnar og reynsla nýt­ist einkar vel til þjón­ustu í almanna­þágu.

„Sam­fylgd kirkju og þjóðar hefur verið far­sæl um aldir og kirkj­unnar fólk, bæði leikið og lært er og verður ávallt til þjón­ustu reiðu­búið þjóð­inni til heilla. Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­is­valdið er í sjálfu sér ekki for­gangs­mál kirkj­unn­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina,“ segir að lokum í umsögn­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent