Ekki forgangsmál þjóðkirkjunnar að viðhalda tengslum við ríkisvaldið

Biskup Íslands segir að kirkjunni hugnist að vera áfram þjóðkirkja landsins en ef komi til fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju þá þurfi að hafa í huga að þjóðkirkjan hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Auglýsing

„Að viðhalda tengslum kirkjunnar við ríkisvaldið er í sjálfu sér ekki forgangsmál kirkjunnar. Skyldur kirkjunnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og viðhalda tengslunum við þjóðina.“ Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í umsögn um þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Hún tekur þó fram að Biskupsstofu hugnist að kirkjan verði áfram þjóðkirkja landsins. 

Þjóðkirkjunni hugnast að vera enn þjóðkirkja   

Þingsályktunartillaga þingmanna fjögurra flokka um að fela ríkisstjórninni að leggja fram frum­varp um full­an, laga­legan og fjár­hags­legan aðskilnað ríkis og kirkju var lagt fram í september síðastliðnum. Tillagan er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og hefur nefndin sent umsagnabeiðnir sendar á yfir fjörutíu trú- og lífsskoðunarfélög.

Biskupsstofa er á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þingsályktunartillögunni. Í umsögninni segir að með tillögunni sé í raun verið að leggja til að ríkið haldi sig ekki við opinber trúarbrögð og að mati biskups kann það að teljast eðlilegt í því fjölmenningarsamfélagi sem orðið er hér á landi. 

Auglýsing

Þá segir í umsögninni að Biskupsstofu hugnist að hér á landi verði engin opinber trúarbrögð en að þjóðkirkjan verði enn þjóðkirkja, líkt og fyrirkomulagið er í Noregi um þessar mundir. Enda skipi þjóðkirkjan stóran sess í hugum meirihluta íslensku þjóðarinnar og kristin gildi í hávegum höfð í lagasetningu og lífsviðhorfi sem birtist í stofnunum þjóðfélagsins. 

Kirkjan hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu

Tekið er þó fram í umsögninni að ef fram komi frumvörp um fullan, lagalegan og fjárhagslegan aðskilnað ríkis og kirkju þá leggi biskup áherslu á að ákveðin atriði höfð að leiðarljósi. Þar á meðal að kirkjan hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu sem boðberi kristinnar trúar af því að ríkið hafi fengið svo mikið af eignasafni kirkjunnar. Þær kirkjujarðir sem þjóðkirkjan afhenti ríkinu árið 1907 voru um fjórðungur allra jarða landsins á þeim tíma.

Biskup bendir því á að fjárhagsleg sérstaða þjóðkirkjunnar gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum liggi í kirkjujarðarsamkomulaginu frá 1997 um greiðslur fyrir kirkjujarðirnar. 

Jafnframt bendir biskup á að með kirkjujarðarsamkomulaginu hafi orðið viss aðskilnaður milli ríkis og kirkju. Auk þess hafi verið enn lengra gengið í átt að sjálfstæði kirkjunnar í september síðastliðnum þegar stjórnvöld og fulltrúum þjóðkirkjunnar undirrituðu viðbótarsamkomulag. Með samkomulaginu verða prestar kirkjunnar ekki embættismenn ríkisins og þjóðkirkjunni tryggðir rúmir þrír milljarðar úr ríkissjóði á hverju ári.

Menntun presta nýtist vel í almannaþágu

Auk þess er tekið fram í umsögninni að þjónusta kirkjunnar nái til alls landsins og að þjóðkirkjan sinni lögboðnum verkefnum og skyldum sem önnur trú- og lífsskoðunarfélög gera ekki. Í greinargerð með tillögunni er gert ráð fyrir að skoðað verði hvort önnur trú- og lífsskoðunarfélög taki að sér sambærileg samfélagsleg verkefni og þjóðkirkjan sinnir nú. Í því sambandi minnir biskup á að menntun presta kirkjunnar og reynsla nýtist einkar vel til þjónustu í almannaþágu.

„Samfylgd kirkju og þjóðar hefur verið farsæl um aldir og kirkjunnar fólk, bæði leikið og lært er og verður ávallt til þjónustu reiðubúið þjóðinni til heilla. Að viðhalda tengslum kirkjunnar við ríkisvaldið er í sjálfu sér ekki forgangsmál kirkjunnar. Skyldur kirkjunnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og viðhalda tengslunum við þjóðina,“ segir að lokum í umsögninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent