Ekki forgangsmál þjóðkirkjunnar að viðhalda tengslum við ríkisvaldið

Biskup Íslands segir að kirkjunni hugnist að vera áfram þjóðkirkja landsins en ef komi til fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju þá þurfi að hafa í huga að þjóðkirkjan hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna hlutverki sínu

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Auglýsing

„Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­is­valdið er í sjálfu sér ekki for­gangs­mál kirkj­unn­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina.“ Þetta seg­ir Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, í umsögn um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Hún tekur þó fram að Bisk­ups­stofu hugn­ist að kirkjan verði áfram þjóð­kirkja lands­ins. 

Þjóð­kirkj­unni hugn­ast að vera enn þjóð­kirkja   

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ­þing­manna fjög­urra flokka um að ­fela rík­is­stjórn­inni að leggja fram frum­varp um full­an, laga­­legan og fjár­­hags­­legan aðskilnað ríkis og kirkju var lagt fram í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Til­lagan er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og hefur nefndin sent umsagna­beiðnir sendar á yfir fjöru­tíu trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög.

Bisk­ups­stofa er á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. Í umsögn­inni segir að með til­lög­unni sé í raun verið að leggja til að ríkið haldi sig ekki við opin­ber trú­ar­brögð og að mati bisk­ups kann það að telj­ast eðli­legt í því fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi sem orðið er hér á land­i. 

Auglýsing

Þá segir í umsögn­inni að Bisk­ups­stofu hugnist að hér á landi verði engin opin­ber trú­ar­brögð en að þjóð­kirkjan verði enn þjóð­kirkja, líkt og fyr­ir­komu­lagið er í Nor­egi um þessar mund­ir. Enda skipi þjóð­kirkjan stóran sess í hugum meiri­hluta ­ís­lensku ­þjóð­ar­innar og kristin gild­i í hávegum höfð í laga­setn­ingu og lífs­við­horfi sem birt­ist í stofn­unum þjóð­fé­lags­ins. 

Kirkjan hefur ekki fjár­hags­legt bol­magn til að sinna hlut­verki sínu

Tekið er þó fram í umsögn­inni að ef fram komi frum­vörp um full­an, laga­legan og fjár­hags­legan aðskilnað ríkis og kirkju þá leggi biskup áherslu á að ákveðin atriði höfð að leið­ar­ljósi. Þar á meðal að kirkjan hafi ekki fjár­hags­legt bol­magn til að sinna hlut­verki sínu sem boð­beri krist­innar trúar af því að ríkið hafi ­fengið svo mikið af ­eigna­safn­i ­kirkj­unn­ar. Þær kirkju­jarðir sem þjóð­kirkjan afhenti rík­inu árið 1907 voru um fjórð­ungur allra jarða lands­ins á þeim tíma.

Biskup bendir því á að fjár­hags­leg sér­staða þjóð­kirkj­unnar gagn­vart öðrum trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum liggi í kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 um greiðslur fyrir kirkju­jarð­irn­ar. 

Jafn­framt bendir biskup á að með kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu hafi orðið viss aðskiln­aður milli ríkis og kirkju. Auk þess hafi verið enn lengra gengið í átt að sjálf­stæði kirkj­unnar í sept­em­ber síð­ast­liðnum þegar stjórn­völd og full­trúum þjóð­kirkj­unnar und­ir­rit­uðu við­bót­ar­sam­komu­lag. Með sam­komu­lag­inu verða prestar kirkj­unnar ekki emb­ætt­is­menn rík­is­ins og þjóð­kirkj­unni tryggðir rúmir þrír millj­arðar úr rík­is­sjóði á hverju ári.

Menntun presta nýt­ist vel í almanna­þágu

Auk þess er tekið fram í umsögn­inni að þjón­usta ­kirkj­unnar nái til alls lands­ins og að þjóð­kirkjan sinni lög­boðnum verk­efnum og skyldum sem önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög gera ekki. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er gert ráð fyrir að skoðað verði hvort önnur trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög taki að sér sam­bæri­leg sam­fé­lags­leg verk­efni og þjóð­kirkjan sinnir nú. Í því sam­bandi minnir biskup á að ­menntun presta kirkj­unnar og reynsla nýt­ist einkar vel til þjón­ustu í almanna­þágu.

„Sam­fylgd kirkju og þjóðar hefur verið far­sæl um aldir og kirkj­unnar fólk, bæði leikið og lært er og verður ávallt til þjón­ustu reiðu­búið þjóð­inni til heilla. Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­is­valdið er í sjálfu sér ekki for­gangs­mál kirkj­unn­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina,“ segir að lokum í umsögn­inni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent