Verkalýðsforystunni ekki skemmt

Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Verkalýðsforingjar
Auglýsing

For­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafa tjáð sig margir hverjir um umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar í gær­kvöldi um meintar mútu­greiðslur Sam­herj­a­manna í Namib­íu. Mikil við­brögð hafa verið á sam­fé­lags- og frétta­miðlum vegna máls­ins.

For­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, tjáir sig um umfjöll­un­ina á Face­book-­síðu sinni í morgun en þar segir hún að eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, það sem hún kallar mann­kyns­sögu­legu lygi, sé að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki eðli­lega til sam­fé­lags­ins í gegnum skatt­kerf­ið.

„Með því er auð­vitað verið að tryggja að þeir geti sankað sífellt meira og meira af gæð­unum til sín og með því auð­vitað meira og meira af völd­un­um, en þetta gerir það líka að verkum að þeir geta orðið eins og aðals­menn fyrri alda; þeir fá enda­laus tæki­færi til að láta eitt­hvað rakna til góð­gerð­ar­starf­semi og mál­efna sem að þeim eru hug­leik­inn eða mála­flokka sem að þeir vita að skipta fólk máli í sinni dag­legu til­veru, eins og það að geta stundað skemmti­lega úti­vist, vegna þess að fjár­magnið sem hið opin­bera hefur yfir að ráða dugar ekki til að sinna þörfum fólks,“ skrifar hún.

Auglýsing

­Sól­veig Anna segir þetta vera svo­kallað „win-win fyr­ir­bæri“. „Þor­steinn þessi græddi per­sónu­lega 5,4 millj­arða í fyrra, ríkir sem kóngur langefst í stig­veld­inu, með sinn ráð­herra við völd í mála­flokknum sem skiptir öllu máli, og fjár­mála­ráð­herra sem er ekk­ert ef ekki hags­muna-­gæslu­maður íslenskrar auð­stéttar og get­ur, líkt og kóng­ur, dólað út milljón hér og milljón þar, svo að fólk fyllist lotn­ingu yfir gjaf­mild­inni og rík­u-­manna-­göf­ug­lynd­in­u.“

Það sé ekk­ert smá­vegis kerfi sem fólk lifi í.

Eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, þeirrar mann­kyns­sögu­legu lygi, er að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 13, 2019


„Hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar“

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að myndin sem Kveikur og Stundin teikni upp sé af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem svíf­ist einskis.

„Körlum sem þykj­ast sam­fé­lags­lega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afr­íku. Körlum sem komu í kjöl­far vel heppn­aðar þró­un­ar­sam­vinnu og ryksug­uðu upp auð­lindir í eigin þágu, hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar. Þró­un­ar­sam­vinn­unni var hætt vegna hruns­ins sem varð einmitt vegna svona hegð­un­ar. Ógeðs­leg­t!“ skrifar hún.

Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem einskis svífast. Körlum sem...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Hver eru næstu skref þjóð­ar­inn­ar?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, spyr á Face­book hver næstu skref þjóðar sem fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hafi ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­innar verði.

Hver eru næstu skref þjóðar sem í kvöld fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hefur ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­inn­ar?

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019
Gjör­sam­lega lamaður eftir umfjöll­un­ina

„Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa umfjöll­un.“ Þetta segir Vil­hjálmur Birg­is­son, for­­maður Verka­lýðs­­fé­lags Akra­­ness, á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi.

Hann telur það vera gjör­sam­lega ólíð­andi að aðilar eins og Sam­herji „sem fá úthlutað miklum afla­heim­ildum úr sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind okkar Íslend­inga, skuli voga sér að setja og soga landið og þjóð­ina inn í þessa gjör­spilltu og ógeð­felldu aðferðir við að kom­ast yfir afla­heim­ildir og undan skatt­greiðslum til þess­ara fátæku þjóð­ar.“

Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent