Verkalýðsforystunni ekki skemmt

Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Verkalýðsforingjar
Auglýsing

For­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafa tjáð sig margir hverjir um umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar í gær­kvöldi um meintar mútu­greiðslur Sam­herj­a­manna í Namib­íu. Mikil við­brögð hafa verið á sam­fé­lags- og frétta­miðlum vegna máls­ins.

For­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, tjáir sig um umfjöll­un­ina á Face­book-­síðu sinni í morgun en þar segir hún að eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, það sem hún kallar mann­kyns­sögu­legu lygi, sé að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki eðli­lega til sam­fé­lags­ins í gegnum skatt­kerf­ið.

„Með því er auð­vitað verið að tryggja að þeir geti sankað sífellt meira og meira af gæð­unum til sín og með því auð­vitað meira og meira af völd­un­um, en þetta gerir það líka að verkum að þeir geta orðið eins og aðals­menn fyrri alda; þeir fá enda­laus tæki­færi til að láta eitt­hvað rakna til góð­gerð­ar­starf­semi og mál­efna sem að þeim eru hug­leik­inn eða mála­flokka sem að þeir vita að skipta fólk máli í sinni dag­legu til­veru, eins og það að geta stundað skemmti­lega úti­vist, vegna þess að fjár­magnið sem hið opin­bera hefur yfir að ráða dugar ekki til að sinna þörfum fólks,“ skrifar hún.

Auglýsing

­Sól­veig Anna segir þetta vera svo­kallað „win-win fyr­ir­bæri“. „Þor­steinn þessi græddi per­sónu­lega 5,4 millj­arða í fyrra, ríkir sem kóngur langefst í stig­veld­inu, með sinn ráð­herra við völd í mála­flokknum sem skiptir öllu máli, og fjár­mála­ráð­herra sem er ekk­ert ef ekki hags­muna-­gæslu­maður íslenskrar auð­stéttar og get­ur, líkt og kóng­ur, dólað út milljón hér og milljón þar, svo að fólk fyllist lotn­ingu yfir gjaf­mild­inni og rík­u-­manna-­göf­ug­lynd­in­u.“

Það sé ekk­ert smá­vegis kerfi sem fólk lifi í.

Eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, þeirrar mann­kyns­sögu­legu lygi, er að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 13, 2019


„Hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar“

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að myndin sem Kveikur og Stundin teikni upp sé af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem svíf­ist einskis.

„Körlum sem þykj­ast sam­fé­lags­lega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afr­íku. Körlum sem komu í kjöl­far vel heppn­aðar þró­un­ar­sam­vinnu og ryksug­uðu upp auð­lindir í eigin þágu, hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar. Þró­un­ar­sam­vinn­unni var hætt vegna hruns­ins sem varð einmitt vegna svona hegð­un­ar. Ógeðs­leg­t!“ skrifar hún.

Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem einskis svífast. Körlum sem...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Hver eru næstu skref þjóð­ar­inn­ar?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, spyr á Face­book hver næstu skref þjóðar sem fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hafi ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­innar verði.

Hver eru næstu skref þjóðar sem í kvöld fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hefur ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­inn­ar?

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019
Gjör­sam­lega lamaður eftir umfjöll­un­ina

„Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa umfjöll­un.“ Þetta segir Vil­hjálmur Birg­is­son, for­­maður Verka­lýðs­­fé­lags Akra­­ness, á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi.

Hann telur það vera gjör­sam­lega ólíð­andi að aðilar eins og Sam­herji „sem fá úthlutað miklum afla­heim­ildum úr sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind okkar Íslend­inga, skuli voga sér að setja og soga landið og þjóð­ina inn í þessa gjör­spilltu og ógeð­felldu aðferðir við að kom­ast yfir afla­heim­ildir og undan skatt­greiðslum til þess­ara fátæku þjóð­ar.“

Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent