Verkalýðsforystunni ekki skemmt

Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Verkalýðsforingjar
Auglýsing

For­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafa tjáð sig margir hverjir um umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar í gær­kvöldi um meintar mútu­greiðslur Sam­herj­a­manna í Namib­íu. Mikil við­brögð hafa verið á sam­fé­lags- og frétta­miðlum vegna máls­ins.

For­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, tjáir sig um umfjöll­un­ina á Face­book-­síðu sinni í morgun en þar segir hún að eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, það sem hún kallar mann­kyns­sögu­legu lygi, sé að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki eðli­lega til sam­fé­lags­ins í gegnum skatt­kerf­ið.

„Með því er auð­vitað verið að tryggja að þeir geti sankað sífellt meira og meira af gæð­unum til sín og með því auð­vitað meira og meira af völd­un­um, en þetta gerir það líka að verkum að þeir geta orðið eins og aðals­menn fyrri alda; þeir fá enda­laus tæki­færi til að láta eitt­hvað rakna til góð­gerð­ar­starf­semi og mál­efna sem að þeim eru hug­leik­inn eða mála­flokka sem að þeir vita að skipta fólk máli í sinni dag­legu til­veru, eins og það að geta stundað skemmti­lega úti­vist, vegna þess að fjár­magnið sem hið opin­bera hefur yfir að ráða dugar ekki til að sinna þörfum fólks,“ skrifar hún.

Auglýsing

­Sól­veig Anna segir þetta vera svo­kallað „win-win fyr­ir­bæri“. „Þor­steinn þessi græddi per­sónu­lega 5,4 millj­arða í fyrra, ríkir sem kóngur langefst í stig­veld­inu, með sinn ráð­herra við völd í mála­flokknum sem skiptir öllu máli, og fjár­mála­ráð­herra sem er ekk­ert ef ekki hags­muna-­gæslu­maður íslenskrar auð­stéttar og get­ur, líkt og kóng­ur, dólað út milljón hér og milljón þar, svo að fólk fyllist lotn­ingu yfir gjaf­mild­inni og rík­u-­manna-­göf­ug­lynd­in­u.“

Það sé ekk­ert smá­vegis kerfi sem fólk lifi í.

Eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, þeirrar mann­kyns­sögu­legu lygi, er að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 13, 2019


„Hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar“

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að myndin sem Kveikur og Stundin teikni upp sé af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem svíf­ist einskis.

„Körlum sem þykj­ast sam­fé­lags­lega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afr­íku. Körlum sem komu í kjöl­far vel heppn­aðar þró­un­ar­sam­vinnu og ryksug­uðu upp auð­lindir í eigin þágu, hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar. Þró­un­ar­sam­vinn­unni var hætt vegna hruns­ins sem varð einmitt vegna svona hegð­un­ar. Ógeðs­leg­t!“ skrifar hún.

Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem einskis svífast. Körlum sem...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Hver eru næstu skref þjóð­ar­inn­ar?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, spyr á Face­book hver næstu skref þjóðar sem fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hafi ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­innar verði.

Hver eru næstu skref þjóðar sem í kvöld fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hefur ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­inn­ar?

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019
Gjör­sam­lega lamaður eftir umfjöll­un­ina

„Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa umfjöll­un.“ Þetta segir Vil­hjálmur Birg­is­son, for­­maður Verka­lýðs­­fé­lags Akra­­ness, á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi.

Hann telur það vera gjör­sam­lega ólíð­andi að aðilar eins og Sam­herji „sem fá úthlutað miklum afla­heim­ildum úr sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind okkar Íslend­inga, skuli voga sér að setja og soga landið og þjóð­ina inn í þessa gjör­spilltu og ógeð­felldu aðferðir við að kom­ast yfir afla­heim­ildir og undan skatt­greiðslum til þess­ara fátæku þjóð­ar.“

Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent