Verkalýðsforystunni ekki skemmt

Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Verkalýðsforingjar
Auglýsing

For­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafa tjáð sig margir hverjir um umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar í gær­kvöldi um meintar mútu­greiðslur Sam­herj­a­manna í Namib­íu. Mikil við­brögð hafa verið á sam­fé­lags- og frétta­miðlum vegna máls­ins.

For­maður Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, tjáir sig um umfjöll­un­ina á Face­book-­síðu sinni í morgun en þar segir hún að eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, það sem hún kallar mann­kyns­sögu­legu lygi, sé að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki eðli­lega til sam­fé­lags­ins í gegnum skatt­kerf­ið.

„Með því er auð­vitað verið að tryggja að þeir geti sankað sífellt meira og meira af gæð­unum til sín og með því auð­vitað meira og meira af völd­un­um, en þetta gerir það líka að verkum að þeir geta orðið eins og aðals­menn fyrri alda; þeir fá enda­laus tæki­færi til að láta eitt­hvað rakna til góð­gerð­ar­starf­semi og mál­efna sem að þeim eru hug­leik­inn eða mála­flokka sem að þeir vita að skipta fólk máli í sinni dag­legu til­veru, eins og það að geta stundað skemmti­lega úti­vist, vegna þess að fjár­magnið sem hið opin­bera hefur yfir að ráða dugar ekki til að sinna þörfum fólks,“ skrifar hún.

Auglýsing

­Sól­veig Anna segir þetta vera svo­kallað „win-win fyr­ir­bæri“. „Þor­steinn þessi græddi per­sónu­lega 5,4 millj­arða í fyrra, ríkir sem kóngur langefst í stig­veld­inu, með sinn ráð­herra við völd í mála­flokknum sem skiptir öllu máli, og fjár­mála­ráð­herra sem er ekk­ert ef ekki hags­muna-­gæslu­maður íslenskrar auð­stéttar og get­ur, líkt og kóng­ur, dólað út milljón hér og milljón þar, svo að fólk fyllist lotn­ingu yfir gjaf­mild­inni og rík­u-­manna-­göf­ug­lynd­in­u.“

Það sé ekk­ert smá­vegis kerfi sem fólk lifi í.

Eitt af aðals­merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, þeirrar mann­kyns­sögu­legu lygi, er að tryggja að kap­ít­alistar greiði ekki...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 13, 2019


„Hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar“

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að myndin sem Kveikur og Stundin teikni upp sé af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem svíf­ist einskis.

„Körlum sem þykj­ast sam­fé­lags­lega ábyrgir hér á landi en gæti ekki verið meira sama um aðstæður þjóðar suður í Afr­íku. Körlum sem komu í kjöl­far vel heppn­aðar þró­un­ar­sam­vinnu og ryksug­uðu upp auð­lindir í eigin þágu, hög­uðu sér eins og sví­virði­leg­ustu nýlendu­herr­ar. Þró­un­ar­sam­vinn­unni var hætt vegna hruns­ins sem varð einmitt vegna svona hegð­un­ar. Ógeðs­leg­t!“ skrifar hún.

Myndin sem Kveikur og Stundin teikna upp er af heims­valdasinn­uð­um, gráð­ugum arð­ræn­ingjum sem einskis svífast. Körlum sem...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Hver eru næstu skref þjóð­ar­inn­ar?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, spyr á Face­book hver næstu skref þjóðar sem fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hafi ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­innar verði.

Hver eru næstu skref þjóðar sem í kvöld fékk inn­sýn í starf­semi og starfs­hætti stór­fyr­ir­tækis sem hagn­ast hefur ævin­týra­lega á sjáv­ar­auð­lind íslensku þjóð­ar­inn­ar?

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019
Gjör­sam­lega lamaður eftir umfjöll­un­ina

„Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa umfjöll­un.“ Þetta segir Vil­hjálmur Birg­is­son, for­­maður Verka­lýðs­­fé­lags Akra­­ness, á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi.

Hann telur það vera gjör­sam­lega ólíð­andi að aðilar eins og Sam­herji „sem fá úthlutað miklum afla­heim­ildum úr sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind okkar Íslend­inga, skuli voga sér að setja og soga landið og þjóð­ina inn í þessa gjör­spilltu og ógeð­felldu aðferðir við að kom­ast yfir afla­heim­ildir og undan skatt­greiðslum til þess­ara fátæku þjóð­ar.“

Ég held að það sama gildi um mig og alla þá sem horfðu á Kveik­þátt­inn að fólk sé gjör­sam­lega lamað eftir þessa...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Tues­day, Novem­ber 12, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent