Velta í íslenskum tölvuleikjaiðnaði tvöfaldast

Á árunum 2009 til 2016 tvöfaldaðist velta í íslenska tölvuleikjaiðnaðinum úr nærri 7,5 milljörðum króna í 14,5 milljarða króna á ári. Sá vöxtur hefur aðallega verið drifin áfram af CCP en í dag starfa alls 17 tölvuleikjafyrirtæki hér á landi.

Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Auglýsing

Tölvu­leika­iðn­að­ur­inn á Íslandi hefur vaxið hratt á síð­ustu árum. Í dag starfa alls sautján tölvu­leikja­fyr­ir­tæki hér á landi með 345 starfs­menn. Á árunum 2009 til 2016 tvö­fald­að­ist velta í grein­inni úr nærri 7,5 millj­örðum króna í 14,5 millj­arða króna á ári. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um stöðu tölvu­leikja­iðn­að­ar­ins á Íslandi. Skýrslan var unnin af Northstack ­fyrir Sam­tök leikja­fram­leið­enda, IGI, í sam­starfi við Sam­tök iðn­að­ar­ins og Íslands­stofu en þetta er í fyrsta sinn sem yfir­grips­mikil skýrsla er unnin um iðn­að­inn á Íslandi.

Meiri­hluti tekna kom erlendis frá 

Í skýrsl­unni kemur fram að tekjur íslenska leikja­iðn­að­ar­ins eru upp­safnað 100 millj­arðar króna síð­ustu tíu ár og koma þær að mestu erlendis frá en gjald­eyr­is­tekjur grein­ar­innar eru um 95 pró­sent af veltu fyr­ir­tækja í grein­inn­i. 

Þessi vöxtur hefur aðal­lega verið drifin áfram af CCP og flagg­skipi þeirra, leiknum Eve Online. CCP hefur verið og er enn langstærsta fyr­ir­tækið í grein­inni hér á Íslandi. Árið 2017 hætti Plain Vanilla dag­legum rekstri á Íslandi og í kjöl­farið dróst velta grein­ar­innar umtals­vert sam­an.

Auglýsing

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að frá árinu 2009 hafi íslensk leikja­fyr­ir­tæki gefið út 83 leiki eða alls 1,5 leik að með­al­tali í hverjum mán­uði. Þá hafi sumir af fremstu fjár­festum heims á þessu sviði fjár­fest í íslenskum leikja­fyr­ir­tækj­um, þar með talið Sequoia, Tencent og Index Ventures.

Í skýrsl­unni segir að miðað við vöxt tölvu­leikja­þró­unar á alþjóða­vísu þá sé tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn hér á landi einn af þeim fáu hug­verkaiðn­uðum sem gæti orðið að umtals­verðum iðn­að­i. 

Þá sé jafn­framt ein helsta hindrun áfram­hald­andi vaxtar í grein­inni hér á landi skortur á sér­fræð­ingum og fólki með menntun sem teng­ist tölvu­leikja­iðn­aði. Í skýrsl­unni er jafn­framt bent á leiðir til að styðja við og lækka rekstr­ar­kostnað fyr­ir­tækj­anna og hvernig ýta megi undir fjár­mögn­unar­úr­ræði ungra leikja­fyr­ir­tækja.

Hér má lesa skýrsl­una í heild sinn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent