Velta í íslenskum tölvuleikjaiðnaði tvöfaldast

Á árunum 2009 til 2016 tvöfaldaðist velta í íslenska tölvuleikjaiðnaðinum úr nærri 7,5 milljörðum króna í 14,5 milljarða króna á ári. Sá vöxtur hefur aðallega verið drifin áfram af CCP en í dag starfa alls 17 tölvuleikjafyrirtæki hér á landi.

Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Auglýsing

Tölvu­leika­iðn­að­ur­inn á Íslandi hefur vaxið hratt á síð­ustu árum. Í dag starfa alls sautján tölvu­leikja­fyr­ir­tæki hér á landi með 345 starfs­menn. Á árunum 2009 til 2016 tvö­fald­að­ist velta í grein­inni úr nærri 7,5 millj­örðum króna í 14,5 millj­arða króna á ári. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um stöðu tölvu­leikja­iðn­að­ar­ins á Íslandi. Skýrslan var unnin af Northstack ­fyrir Sam­tök leikja­fram­leið­enda, IGI, í sam­starfi við Sam­tök iðn­að­ar­ins og Íslands­stofu en þetta er í fyrsta sinn sem yfir­grips­mikil skýrsla er unnin um iðn­að­inn á Íslandi.

Meiri­hluti tekna kom erlendis frá 

Í skýrsl­unni kemur fram að tekjur íslenska leikja­iðn­að­ar­ins eru upp­safnað 100 millj­arðar króna síð­ustu tíu ár og koma þær að mestu erlendis frá en gjald­eyr­is­tekjur grein­ar­innar eru um 95 pró­sent af veltu fyr­ir­tækja í grein­inn­i. 

Þessi vöxtur hefur aðal­lega verið drifin áfram af CCP og flagg­skipi þeirra, leiknum Eve Online. CCP hefur verið og er enn langstærsta fyr­ir­tækið í grein­inni hér á Íslandi. Árið 2017 hætti Plain Vanilla dag­legum rekstri á Íslandi og í kjöl­farið dróst velta grein­ar­innar umtals­vert sam­an.

Auglýsing

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að frá árinu 2009 hafi íslensk leikja­fyr­ir­tæki gefið út 83 leiki eða alls 1,5 leik að með­al­tali í hverjum mán­uði. Þá hafi sumir af fremstu fjár­festum heims á þessu sviði fjár­fest í íslenskum leikja­fyr­ir­tækj­um, þar með talið Sequoia, Tencent og Index Ventures.

Í skýrsl­unni segir að miðað við vöxt tölvu­leikja­þró­unar á alþjóða­vísu þá sé tölvu­leikja­iðn­að­ur­inn hér á landi einn af þeim fáu hug­verkaiðn­uðum sem gæti orðið að umtals­verðum iðn­að­i. 

Þá sé jafn­framt ein helsta hindrun áfram­hald­andi vaxtar í grein­inni hér á landi skortur á sér­fræð­ingum og fólki með menntun sem teng­ist tölvu­leikja­iðn­aði. Í skýrsl­unni er jafn­framt bent á leiðir til að styðja við og lækka rekstr­ar­kostnað fyr­ir­tækj­anna og hvernig ýta megi undir fjár­mögn­unar­úr­ræði ungra leikja­fyr­ir­tækja.

Hér má lesa skýrsl­una í heild sinn­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent