Guðni Th. býður sig fram að nýju í komandi forsetakosningum

Forseti Íslands, sem lýkur sínu fyrsta kjörtímabili síðar á þessu ári, mun sækjast eftir því að sitja áfram í embættinu í fjögur ár til viðbótar.

Eliiza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.
Eliiza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son ætlar að bjóða sig fram á ný til emb­ættis for­seta Íslands. Þetta til­kynnti hann í nýársávarpi sínu sem hann flutti í beinni útsend­ingu í dag. 

„Í þessum efnum er ákvörðun aldrei sjálf­sögð. Hana hlýtur maður að taka að vel athug­uðu máli, í ljósi feng­innar reynslu, í sam­ráði við sína nán­ustu. Þeg­ar ­fyrri for­setar stóðu í svip­uðum sporum í fyrsta sinn var til­kynn­ing um fram­boð ­gefin þegar nær dró fyr­ir­hug­uðum kjör­degi en flest er breyt­ingum háð í heim­i hér. Þeir, sem sinna þessu emb­ætti, móta það eftir eigin óskum og tíð­ar­anda, ­með hlið­sjón af venju og hefð, og innan þess ramma sem stjórn­skipun leyf­ir­. ­Stjórn­ar­skrár­nefnd situr nú að störf­um, eins og svo oft áður. Nefnd­ar­menn hafa hreyft þeirri hug­mynd að tak­marka hversu lengi hver megi vera á for­seta­stóli. Þá hafa þeir rætt aðrar breyt­ingar á ákvæðum stjórn­ar­skrár um völd og verk­svið ­þjóð­höfð­ingj­ans. Þessu ber að fagna,“ sagði Guðni í ávarpi sínu.

Guðni var kjör­inn for­seti sum­arið 2016 og tók við emb­ætt­inu í ágúst sama ár. Hann hefur mælst nær for­dæma­laust vin­sæll for­seti á sama tíma og van­traust til stjórn­mála hefur mælst mik­ið.

Í ávarp­inu sagði Guðni að þegar hann hafi verið að leggja drög að því hafi hann verið spurður hvað hann ótt­að­ist mest um fram­tíð Íslands. „Eft­ir ­stutta umhugsun kvaðst ég helst ótt­ast að ágrein­ingur og ill­deilur yfir­gnæfi ein­ingu um grunn­gildi okk­ar, og sömu­leiðis að almenn von­gleði og dugur vík­i smám saman fyrir svart­sýni og doða. Og hvað þarf til að svo fari ekki? Hver eru grunn­gild­in? Á hverju get­ur vonin byggt? Ekki á lygi og svör verða seint ein­hlít en sé okkur ókleift að ­sam­ein­ast um það sem hér fer á eftir er illt í efni: Við þurfum að verja og efla það sam­fé­lag sem veitir öllum jöfn tæki­færi til að sýna hvað í þeim býr en knýr ­fólk um leið til að leggja fram sinn sann­gjarna skerf í almanna­þágu. Eng­inn má sker­ast úr leik og allra síst með belli­brögð­um. Við þurfum sam­fé­lag þar sem þeir njóta aðstoðar sem á henni þurfa að halda, þar sem eng­inn í nauðum þarf að ­ganga með betlistaf. Við þurfum sam­fé­lag víð­sýni, umburð­ar­lyndis og rétt­læt­is, ­sam­fé­lag fjöl­breytni, frelsis og frið­ar.“

For­set­inn sem varð til í beinni útsend­ingu

Í nýársávarp­inu sínu á fyrsta degi árs­ins 2016 til­kynnti Ólafur Ragnar Gríms­son að hann yrði ekki í fram­boði í for­seta­kosn­ing­unum sem fram fóru sum­arið 2016.

Miklar bolla­legg­ingar hófust um hverjir myndu bjóða sig fram. Nöfn eins og Jón Gnarr, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Andri Snær Magna­son og Össur Skarp­héð­ins­son voru hávær í umræð­unni.

Auglýsing
Í byrjun apríl 2016 breytt­ust hins vegar for­sendur for­seta­kosn­ing­anna algjör­lega þegar Panama­skjölin voru opin­beruð, fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar leiddu til afsagnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og sú rík­is­stjórn sem tók við lof­aði þing­kosn­ingum um haust­ið.

Öll þessi atburða­rás átti sér stað nán­ast í beinni útsend­ingu á RÚV. Þann 4. apr­íl, fyrir þremur árum síð­an, hafði staðið til að halda stuttan auka­frétta­tíma til að fara yfir þá sögu­lega atburði sem voru að eiga sér stað. Þann dag flakk­aði Sig­mundur Davíð um höf­uð­borg­ar­svæðið með tösku sem inni­hélt skjal með ósk um þing­rofs­heim­ild. Hann fór meðal ann­ars til fundar við Ólaf Ragnar og bar upp þá ósk, sem for­set­inn hafn­aði. Ólafur Ragnar hélt svo blaða­manna­fund í kjöl­farið þar sem hann útskýrði hvað hefði átt sér stað.

Í setti hjá RÚV var Guðni Th. Jóhann­es­son í hlut­verki sér­fræð­ings og hann ílengd­ist í gegnum mara­þonútsend­ing­una, leiddi þjóð­ina í gegnum fárán­leika atburð­ana sem voru að eiga sér stað og sló í gegn.

Í kjöl­farið fór áskor­unum að rigna yfir Guðna um að bjóða sig fram til for­seta.

Hættur við að hætta við

Ólafur Ragnar hafði hins vegar runnið á blóð­lykt­ina og ákvað að hætta við að hætta við að bjóða sig aftur fram 18. apr­íl. Hann taldi þjóð­ina þurfa á sér að halda „í þessu umróti óvissu og mót­mæla.“

Í fyrstu skoð­ana­könnun sem gerð var eftir þetta mæld­ist Ólafur Ragnar með 53 pró­sent stuðn­ing. En þrýst­ingur á Guðna um fram­boð hélt áfram. Í könnun sem birt var í byrjun maí var eng­inn mark­tækur munur á stuðn­ingi við hann og Ólaf Ragn­ar. 51 pró­sent sögð­ust vilja Guðna, sem hafði ekki til­kynnt um fram­boð, sem for­seta en tæp 49 pró­sent Ólaf Ragn­ar.

Ólafur Ragnar rataði svo í vand­ræði í byrjun maí þegar Kjarn­inn greindi frá beinum tengslum eig­in­konu hans, Dor­ritar Moussai­eff, við aflands­fé­lög. Ólafur hafði áður neitað því afdrátt­ar­laust á CNN að fjöl­skylda hans hefði nokkur tengsl við slík.

Þann 5. maí til­kynnti Guðni svo um fram­boð sitt.

Davíð mætir

Þremur dögum síðar æst­ust leikar enn frekar þegar Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og þáver­andi og núver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, ákvað að bjóða sig líka fram.

Dag­inn eftir það til­kynnti Ólafur Ragnar að hann væri hættur við að hætta við að hætta. Opin­bera skýr­ingin var að Guðni og Davíð væru nægi­lega fram­bæri­legir fram­bjóð­endur til að hann gæti stigið af svið­inu. Þeim væri treystandi.

Auglýsing
Ljóst varð strax að Guðni hafði kosn­inga­bar­átt­una í hendi sér. Hann mæld­ist strax með feiki­lega yfir­burði í könn­unum og með lang­mest fylgi þeirra níu sem enn voru í fram­boði eftir að fram­boðs­frestur rann út.

Hann þótti reka nokkuð lit­lausa og örugga kosn­inga­bar­áttu sem ein­kennd­ist af því að reyna að gera ekki mis­tök á meðan að Davíð lagð­ist í drullu­kast og reyndi eftir fremsta megni að draga Guðna, sem hann taldi sinn helsta and­stæð­ing, þangað niður til sín. Á víg­völl sem Davíð þekkir vel.

Á end­anum vann Guðni nokkuð öruggan sigur og varð við það sjötti for­seti Íslands. Hann fékk 39,1 pró­sent atkvæða. Davíð varð fjórði á eftir Guðna, Höllu Tóm­as­dóttur og Andra Snæ Magna­syni með 13,7 pró­sent atkvæða þrátt fyrir að hafa rekið dýr­ustu kosn­inga­bar­átt­una. Á end­anum kost­aði hvert atkvæði sem Davíð fékk hann 1.103 krón­ur.

„Minn sigur var varn­ar­sigur í ljósi þró­un­ar­inn­ar,“ sagði Guðni hóg­vær í útvarps­við­tali skömmu eftir kosn­ing­arn­ar.

Sam­stöðu­for­set­inn

Guðni Th. Jóhann­es­son tók svo form­lega við emb­ætti for­seta Íslands 1. ágúst 2016 við hátíð­lega athöfn í Alþing­is­hús­inu. Hann hóf ræðu sína á því að þakka fyrir traustið sem honum hafi verið sýnt með kjör­inu í emb­ættið og sagð­ist taka við því með auð­­mýkt í hjarta. „Ég mun og vil þiggja ráð og leið­­sögn frá ykkur öll­um, fólk­inu í land­in­u.“

Hann lauk ræðu sinni á því að segja að hann vildi að þjóðin stæði „saman um fjöl­breytni og frelsi, sam­hjálp og jafn­rétti, virð­ingu fyrir lögum og rétti. Stöndum saman um þessi grunn­­gildi góðs sam­félags, von­góð og full sjálfs­trausts. Megi sú verða gæfa okkar um alla framtíð.“

Nokkrum vikum síðar náð­ist mynd af honum fyrir utan Dom­in­os-pizza­stað þar sem hann var að sækja Mega­viku-til­boð fyrir fjöl­skyld­una. Hann flutti erindi á Hinsegin dögum fyrstur íslenskra for­seta. Hann hafn­aði launa­hækkun sem honum var skammtað í októ­ber 2016. Hann lét mynda sig með buff frá Alzheimer-­sam­tök­un­um. Hann sýndi æðru­leysi og þol­in­mæði við for­dæma­lausa erf­ið­leika við að mynda rík­is­stjórn eftir þing­kosn­ing­arnar 2016.

Og þetta voru ein­ungis fyrstu mán­uð­irnir í starfi.

Mikil ánægja sam­kvæmt könn­unum

Und­an­farin ár, áður en Guðni tók við emb­ætt­inu, höfðu á bil­inu 15-30 pró­­­sent lands­manna sagst vera óánægð með störf Ólafs Ragn­­­ars Gríms­­­sonar sem for­­­seta, en ánægjan með störf hans mæld­ist á bil­inu 45-64 pró­­­sent. Mest mæld­ist ánægjan með Ólaf Ragnar í febr­úar 2013, þegar nýbúið var að kveða upp dóm í Ices­a­ve-­mál­inu, og í síð­ustu mæl­ing­unni sem fram­kvæmd var áður en Ólafur Ragnar lét af emb­ætti sum­arið 2016.

Ánægja með störf Guðna er hins vegar miklu meiri. Í fyrstu könnun MMR um ánægju með for­set­ann sem fram­kvæmd var eftir að hann tók við sögð­ust 68,6 pró­sent vera ánægð með Guðna.

Þegar stuðn­ingur við Guðna var kann­aður í des­em­ber 2016 kom í ljós að 80 pró­sent aðspurðra voru ánægðir með störf hans. Þegar ein­ungis var skoðað þá sem tóku afstöðu þá var stuðn­ingur við hann 96 pró­sent.

Þannig hefur stuðn­ing­ur­inn verið nær sleitu­laust síð­an. Í mæl­ingu MMR, sem birt var 9. apríl síð­ast­lið­inn, sagð­ist 81,6 pró­sent þjóð­ar­innar vera ánægð með störf for­seta síns. um 93,5 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu voru sáttir með hann.

Fréttin byggir að hluta til á frétta­skýr­ingu sem birt­ist í Kjarn­anum í apríl 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent