Hildur Guðnadóttir tónskáld vann rétt í þessu Golden Globe verðlaunin. Í ræðu þakkaðu hún meðal annars fjölskyldunni og syni sínum, og sagði að verðlaunin væru fyrir hann.
Congratulations to Hildur Guðnadóttir - Best Original Score - Motion Picture - Joker (@jokermovie). - #GoldenGlobes pic.twitter.com/oJAvOqNFMS
— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 6, 2020Auglýsing
Þá hrósaði hún aðstandendum myndarinnar - The Joker - í hástert, og sagði meðal annars frammistöðu Joaquin Phoenix, í hlutverki Jokersins, hafa verið stórbrotna og að hæfileikar hans hafi gert verkefni hennar auðveldara.
Hildur er 37 ára gömul og hefur notið mikillar velgengni á sviði kvikmyndatónlistar undanfarin misseri.
Hildur Guðnadóttir is the second woman to ever win Best Original Score at the Golden Globes, and the first to win solo. #GoldenGlobes
— Daniel Howat (@howatdk) January 6, 2020
Hildur er einungis önnur konan í sögu verðlaunanna sem vinnur verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlistina, en verðlaunin eru nú afhent í 77. sinn.
Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt við Háskóla Íslands og doktor í tónlistarfræðum, segir Hildi hafa unnið verðlaunin verðskuldað og nú hafi hún skrifað sig á spjöld sögunnar. „Hildur leggur hér meistara og kempur eins og Randy gamla Newman og Thomas Newman. Hún skrifar sig einnig á spjöld sögunnar, er FYRSTA konan til að hljóta verðlaunin "ein og óstudd" en Lisa Gerrard (Dead Can Dance) hampaði þeim árið 2000 í félagi við Hans Zimmer. Aðeins ein önnur kona hefur verið tilnefnd einsömul til verðlaunanna, Rachel Portman fyrir Chocolat (2000). Lausleg talning sýnir mér að alls hafi fimm konur verið tilnefndar frá upphafi (1947) af þeim liðlega 500 sem tilnefnd hafa verið. Mjög líklega er um hreina tilviljun að ræða, eða þá að konum sé einfaldlega fyrirmunað að semja góða kvikmyndatónlist. En að kynjapólitísku gríni slepptu, til hamingju Hildur. Tónlistin er stórkostleg, í hárfínu jafnvægi við alla framvindu, en þessi sigur er auðvitað um leið gríðarlega mikilvægur í hinu stóra samhengi. Hjá því verður ekki framhjá litið,“ segir Arnar Eggert á Facebook síðu sinni.