Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frumsamda kvikmyndatónlist í kvikmyndinni Joker en tilnefningar voru tilkynntar í dag. RÚV greinir frá.
Mikla athygli vakti í síðustu viku þegar Hildur varð fyrsta konan til að vinna ein Golden Globe verðlaunin en þau voru afhent í 77. sinn.
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 9. febrúar næstkomandi. Sýnt verður frá hátíðinni á RÚV í beinni útsendingu.
Auglýsing