Kom eins og stormsveipur

Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.

kobe-bryant-1999-lakers-billboard-650.jpg
Auglýsing

Allt í einu kom 17 ára gam­all leik­maður eins og storm­sveipur inn í NBA deild­ina, og sýndi fljótt að hann hafði óvenju­lega hæfi­leika. Kobe Bryant er í fámennum hópi körfu­bolta­manna í sög­unni, sem kom beint úr High School - Lower Mer­ion High School í Phila­delphia - inn í NBA deild­ina. 

Ein­hver neisti fylgdi hans leik frá byrj­un; hann var alveg ótta­laus, óð áfram og sveif um eins og hann ætti auð­veld­ara að athafna sig í loft­inu en í öðrum aðstæð­u­m. 

Það er erfitt að skýra það út fyrir fólki, sem ekki þekkir vel til þess hvernig íþrótta­heim­ur­inn í Banda­ríkj­unum virkar, hversu mikið afrek það er að koma beint úr High School inn í deild þeirra bestu, og hafa jafn mikil áhrif á körfu­bolta sem íþrótt og hann hafði. Þús­undir leik­manna reyna að kom­ast inn í deild­ina ár hvert, þegar nýliða­valið fer fram, en fáir eru valdir úr stórum hópi - og það að koma beint úr High School, er ekki á færi nema þeirra sem eru með sér­staka og fáséða hæfi­leika.

Auglýsing

En við­brögð nú - þegar hann er lát­inn - segja ákveðna sögu. Fólk trúir því varla að hann sé lát­inn. Hann var ódauð­legur í huga margra.

Hann var dýr­lingur í Los Ang­el­es, þar sem hann spil­aði allan sinn fer - frá 1996 til 2016 - eftir að hann kom til félag­ins frá Charlotte Hornets, sem valdi hann í nýliða­val­inu en skipti honum til LA nær sam­stund­is. Bryant var einn þeirra sem hafði ekki aðeins óvenju­lega lík­am­lega hæfi­leika sem körfu­bolta­mað­ur, heldur var hann einnig fram­úr­skar­andi í öllum hliðum leiks­ins. Umfram allt ein­kennd­ist fer­ill hans af því að vera liðs­maður og leið­togi LA Lakers. Hann var 18 sinnum val­inn í stjörnu­lið deild­ar­inn­ar, vann NBA tit­il­inn fimm sinn­um, var í tvígang besti leik­maður úrslita­keppn­inn­ar, besti leik­mað­ur­inn (MVP) árið 2008 og svo mætti lengi telja. Hann vann troðslu­keppn­ina 1997 og var með svið­ljósið á sér - skært og áber­andi eins og LA er von - frá fyrsta deg­i. Bryant hafði mikil áhrif á íþrótt­ir, og lagði sig fram um að tengj­ast íþrótta­fólki í ólíkum íþrótta­greinum um allan heim - í von um að geta nýtt frægð sína og störf, til að örva íþrótta­iðkun fólks, ekki síst kvenna og ung­menna. 

Gianna, dóttir hans, lést með honum í þyrluslys­inu í gær, en þau voru á leið í leik með skóla­liði hennar - þar sem Kobe var þjálf­ari. Í nýlegu við­tali við CNN tal­aði Kobe mikið um að konur myndu spila í NBA deild­inni einn dag­inn, og að margar þeirra bestu hefðu nú þegar getu til þess. 

Þá var aðdáun hans á evr­ópskum fót­bolta þekkt. Hann tal­aði ítölsku reiprenn­andi, eftir að hafa búið í Rieti á Ítalíu sem krakki, en faðir hans - Joe Bryant - lék þar körfu­bolta sem atvinnu­maður í tvö ár, eftir að hafa lokið ferli sínum í NBA deild­inni. Hann sagði jafn­an, að Ítalía væri hans annað land og að góðar æskuminn­ingar væru ekki síst frá þessum fal­lega stað. Þegar hann hætti að spila, árið 2016 - eftir ótrú­legan 20 ára feril - snéri hann aftur í heim­sókn til Ítal­íu, og gamlar heima­slóðir í Reggia Emil­ia, og tal­aði um hversu dásam­legur staður þetta væri. „Hér byrj­aði mín saga,“ sagði hann, og heill­aði frétta­menn og við­stadda upp úr skón­um, þegar hann tal­aði á ítölsku. Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd á þessu svæði á Ítalíu hafa minnst hans, eftir að and­lát hans var stað­fest, og sagt að hann hafi verið sannur vinur svæð­is­ins.

Brosandi út að eyrum, eftir að hafa verið kynntur sem nýjasti leikmaður LA Lakers, árið 1996.Í þyrsluslys­inu lét­ust 9 manns, þar af var vinur Kobe Bryant, John Alto­belli, körfu­bolta­þjálf­ari til ára­tuga, eig­in­kona hans Keri og dóttir þeirra, sem var vin­kona Giönnu og liðs­fé­lagi í skóla­liði þeirra. Þá hefur verið stað­fest að aðstoð­ar­þjálf­ari skóla­liðs­ins, Christ­ina Mauser, hafi einnig lát­ist. Rann­sókn er nú hafin á slys­inu og aðdrag­anda þess, en talið er að allir hafi lát­ist sam­stundis þegar þyrlan hrap­aði til jarð­ar. 

Kobe, sem var 41 árs, lætur eftir sig eig­in­konu, Vanessu, og þrjár dæt­ur. 

Það síð­asta sem Kobe Bryant sendi frá sér á Twitt­er, áður en hann lést, voru ham­ingju­óskir til Lebron James, fyrir að hafa kom­ist fram úr honum á lista yfir þá stiga­hæstu í deild­inn­i. 

Kobe var þekktur fyrir að æfa mik­ið, leggja mikið á sig til að verða sá besti, bæði í vörn og sókn. Hann sagði jafnan að hann hefði ekki fæðst með neina hæfi­leika, heldur lagt mikið á sig til að ná eins langt og hann náð­i. Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent