Kom eins og stormsveipur

Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.

kobe-bryant-1999-lakers-billboard-650.jpg
Auglýsing

Allt í einu kom 17 ára gam­all leik­maður eins og storm­sveipur inn í NBA deild­ina, og sýndi fljótt að hann hafði óvenju­lega hæfi­leika. Kobe Bryant er í fámennum hópi körfu­bolta­manna í sög­unni, sem kom beint úr High School - Lower Mer­ion High School í Phila­delphia - inn í NBA deild­ina. 

Ein­hver neisti fylgdi hans leik frá byrj­un; hann var alveg ótta­laus, óð áfram og sveif um eins og hann ætti auð­veld­ara að athafna sig í loft­inu en í öðrum aðstæð­u­m. 

Það er erfitt að skýra það út fyrir fólki, sem ekki þekkir vel til þess hvernig íþrótta­heim­ur­inn í Banda­ríkj­unum virkar, hversu mikið afrek það er að koma beint úr High School inn í deild þeirra bestu, og hafa jafn mikil áhrif á körfu­bolta sem íþrótt og hann hafði. Þús­undir leik­manna reyna að kom­ast inn í deild­ina ár hvert, þegar nýliða­valið fer fram, en fáir eru valdir úr stórum hópi - og það að koma beint úr High School, er ekki á færi nema þeirra sem eru með sér­staka og fáséða hæfi­leika.

Auglýsing

En við­brögð nú - þegar hann er lát­inn - segja ákveðna sögu. Fólk trúir því varla að hann sé lát­inn. Hann var ódauð­legur í huga margra.

Hann var dýr­lingur í Los Ang­el­es, þar sem hann spil­aði allan sinn fer - frá 1996 til 2016 - eftir að hann kom til félag­ins frá Charlotte Hornets, sem valdi hann í nýliða­val­inu en skipti honum til LA nær sam­stund­is. Bryant var einn þeirra sem hafði ekki aðeins óvenju­lega lík­am­lega hæfi­leika sem körfu­bolta­mað­ur, heldur var hann einnig fram­úr­skar­andi í öllum hliðum leiks­ins. Umfram allt ein­kennd­ist fer­ill hans af því að vera liðs­maður og leið­togi LA Lakers. Hann var 18 sinnum val­inn í stjörnu­lið deild­ar­inn­ar, vann NBA tit­il­inn fimm sinn­um, var í tvígang besti leik­maður úrslita­keppn­inn­ar, besti leik­mað­ur­inn (MVP) árið 2008 og svo mætti lengi telja. Hann vann troðslu­keppn­ina 1997 og var með svið­ljósið á sér - skært og áber­andi eins og LA er von - frá fyrsta deg­i. Bryant hafði mikil áhrif á íþrótt­ir, og lagði sig fram um að tengj­ast íþrótta­fólki í ólíkum íþrótta­greinum um allan heim - í von um að geta nýtt frægð sína og störf, til að örva íþrótta­iðkun fólks, ekki síst kvenna og ung­menna. 

Gianna, dóttir hans, lést með honum í þyrluslys­inu í gær, en þau voru á leið í leik með skóla­liði hennar - þar sem Kobe var þjálf­ari. Í nýlegu við­tali við CNN tal­aði Kobe mikið um að konur myndu spila í NBA deild­inni einn dag­inn, og að margar þeirra bestu hefðu nú þegar getu til þess. 

Þá var aðdáun hans á evr­ópskum fót­bolta þekkt. Hann tal­aði ítölsku reiprenn­andi, eftir að hafa búið í Rieti á Ítalíu sem krakki, en faðir hans - Joe Bryant - lék þar körfu­bolta sem atvinnu­maður í tvö ár, eftir að hafa lokið ferli sínum í NBA deild­inni. Hann sagði jafn­an, að Ítalía væri hans annað land og að góðar æskuminn­ingar væru ekki síst frá þessum fal­lega stað. Þegar hann hætti að spila, árið 2016 - eftir ótrú­legan 20 ára feril - snéri hann aftur í heim­sókn til Ítal­íu, og gamlar heima­slóðir í Reggia Emil­ia, og tal­aði um hversu dásam­legur staður þetta væri. „Hér byrj­aði mín saga,“ sagði hann, og heill­aði frétta­menn og við­stadda upp úr skón­um, þegar hann tal­aði á ítölsku. Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd á þessu svæði á Ítalíu hafa minnst hans, eftir að and­lát hans var stað­fest, og sagt að hann hafi verið sannur vinur svæð­is­ins.

Brosandi út að eyrum, eftir að hafa verið kynntur sem nýjasti leikmaður LA Lakers, árið 1996.Í þyrsluslys­inu lét­ust 9 manns, þar af var vinur Kobe Bryant, John Alto­belli, körfu­bolta­þjálf­ari til ára­tuga, eig­in­kona hans Keri og dóttir þeirra, sem var vin­kona Giönnu og liðs­fé­lagi í skóla­liði þeirra. Þá hefur verið stað­fest að aðstoð­ar­þjálf­ari skóla­liðs­ins, Christ­ina Mauser, hafi einnig lát­ist. Rann­sókn er nú hafin á slys­inu og aðdrag­anda þess, en talið er að allir hafi lát­ist sam­stundis þegar þyrlan hrap­aði til jarð­ar. 

Kobe, sem var 41 árs, lætur eftir sig eig­in­konu, Vanessu, og þrjár dæt­ur. 

Það síð­asta sem Kobe Bryant sendi frá sér á Twitt­er, áður en hann lést, voru ham­ingju­óskir til Lebron James, fyrir að hafa kom­ist fram úr honum á lista yfir þá stiga­hæstu í deild­inn­i. 

Kobe var þekktur fyrir að æfa mik­ið, leggja mikið á sig til að verða sá besti, bæði í vörn og sókn. Hann sagði jafnan að hann hefði ekki fæðst með neina hæfi­leika, heldur lagt mikið á sig til að ná eins langt og hann náð­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent