Segjast ætla að leigja út Heinaste til namibískra aðila

Samherji vinnur nú að því að gera skipið Heinaste út í Namibíu og er, samkvæmt fyrirtækinu, nú unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld.

Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Sam­herji vinnur nú að því að gera Heinaste út í Namibíu og er unnið að því að finna við­eig­andi lausnir í sam­ráði við namibísk stjórn­völd. Að minnsta kosti tíma­bundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í land­inu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja sem birt­ist í dag.

Þá seg­ist fyr­ir­tækið leggja ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafn­ar­með­limum skips­ins, namibísku sam­fé­lagi og minni­hluta­eig­endum eign­ar­halds­fé­lags Heinaste.

Arn­grímur Brynj­­­ólfs­­­son skip­­­stjóri á skip­inu Heina­­­ste, sem Sam­herji gerði út við strendur Namib­­­íu, var dæmdur í gær til að greiða 7,9 millj­­ónir króna í sekt eða sæta tólf ára fang­els­is­vist vegna ólög­­legra veiða, að því er fram kom í frétt The Namibian Sun. Kröfu ákæru­­valds­ins um að fá að leggja hald á fiski­­skipið Heinaste sem hann stýrði var vísað frá dómi. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur kyrr­­setn­ingu skips­ins verið aflétt.

Auglýsing

Sam­stæðan hefur óveru­legra hags­muna að gæta í land­inu

Í til­kynn­ingu Sam­herja kemur fram að fyr­ir­tækið hafi um nokkra hríð unnið að því að draga úr starf­semi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í land­inu en frá því hefur áður verið greint í fjöl­miðl­um.

„Nú er svo komið að sam­stæðan hefur óveru­legra hags­muna að gæta í land­inu miðað við umfang starf­sem­innar áður. Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lög­sögu und­an­farið ár, Geys­ir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verk­smiðju­togar­ann Heina­ste,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, segir við til­efnið það vera mjög ánægju­legt að mál vegna skips­ins Heinaste og skip­stjóra þess hafi verið leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á mið­viku­dag. Þetta skapi ný tæki­færi í rekstri skips­ins og vilji fyr­ir­tækið að þau verði nýtt í Namib­íu.

Fréttir af sjó­mönnum í óvissu

Fram kom í fjöl­miðlum þann 3. febr­úar að Geys­ir, skip í eigu Sam­herja sem verið hefur verið veiðar í Namib­­íu, hefði verið siglt frá Namib­­íu. The Namibian Sun greindi frá því í Twitt­er-­­færslu að skipið hefði yfir­­­gefið landið og skilið yfir 100 sjó­­menn eftir í óvissu. Mið­ill­inn hélt því fram að sjó­­menn­irnir hefðu ekki fengið að vita neitt í aðdrag­anda þess að skipið sigldi á brott utan þess að þær upp­­lýs­ingar feng­just að það myndi snúa til baka þegar það fengi úthlutað nýjum fisk­veið­i­­kvóta.

Á föst­u­dag­inn í síð­ustu viku var greint frá því í mið­l­inum New Era að skipið Saga, sem siglir undir merkjum dótt­­ur­­fé­lags Sam­herja á Kýpur og hefur um ára­bil veitt hrossa­­makríl í lög­­­sögu Namib­­íu, hefði fyr­ir­vara­­laust siglt frá land­inu. Þá fengu sjó­­menn­irnir á Sögu, sem eru um 120 tals­ins, sms-skila­­boð um að þeir þyrfti að sækja eigur sínar um borð án tafar vegna þess að skipið væri á leið til Kanarí­eyja í við­­gerð.

Sam­kvæmt Sam­herja er skipið Saga sem stendur á leið í slipp vegna tíma­bærs við­halds og lag­fær­inga sem hefðu staðið til lengi. Geysir er sem stendur við veiðar í Márit­aníu þar sem ekk­ert af dótt­ur­fyr­ir­tækjum Sam­herja fékk úthlutað kvóta fyrir skipið í Namib­íu.

Segj­ast ætla að standa við skuld­bind­ingar sínar

Í yfir­lýs­ing­unni kemur jafn­framt fram að áður en Sam­herj­a­sam­stæðan muni alfarið hætta starf­semi í Namibíu muni dótt­ur­fyr­ir­tæki sam­stæð­unnar í land­inu upp­fylla allar skyldur gagn­vart skip­verjum sem hafa unnið fyrir þessi fyr­ir­tæki. Full­trúar Sam­herja hafi fundað með þeim sjó­mönnum sem eiga í hlut og full­trúum stétt­ar­fé­laga þeirra. Sam­herji muni leit­ast við að veita eins mörgum þeirra áfram­hald­andi vinnu og mögu­legt sé. Þá einkum þeim sem tengj­ast Heinaste.

„Eins og áður hefur komið fram munu fyr­ir­tækin sem um ræðir standa við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart öllum starfs­mönnum í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur,“ segir Björgólf­ur.

„Röngum upp­lýs­ingum verið dreift um eðli starf­semi Sam­herja í land­inu“

Að lokum kemur fram hjá Sam­herja að und­an­farið ár hafi fyr­ir­tækið unnið fulln­að­ar­sigur fyrir namibískum dóm­stólum í deilu­málum gagn­vart þar­lendum samn­ings­að­ilum sam­stæð­unn­ar.

„Und­an­farna mán­uði hafa sumir þess­ara aðila reynt að not­færa sér ásak­anir á hendur Sam­herja í áróð­urs­skyni til fram­dráttar sínum mál­stað. Í tengslum við slíka her­ferð hefur röngum upp­lýs­ingum verið dreift um eðli starf­semi Sam­herja í land­inu. Sam­herj­a­sam­stæðan hyggst ekki leiða ágrein­ing um slíkt til lykta á opin­berum vett­vangi og mun gæta hags­muna sinna vegna samn­ings­bund­inna atriða eftir þar til bærum leið­um. Það er mat Sam­herja að sam­stæðan hafi staðið við, eða sé við það að standa við, allar skuld­bind­ingar sínar í Namib­íu.

Allar ákvarð­an­ir, sem tengj­ast því að Sam­herji er að hætta rekstri í Namib­íu, verða teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­völd. Greint verður opin­ber­lega frá fram­vindu máls­ins jafn­óð­u­m,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent