Heimsbyggðin á „áður óþekktum slóðum“ vegna nýju kórónuveirunnar

Nýja kórónuveiran er einstök og hefur einstaka eiginleika, segir framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. „Við höfum ekkert annað val en að bregðast við núna.“

Kórónaveiran
Auglýsing

Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin WHO segir að nýja kór­ónu­veiran hafi ýtt heims­byggð­inni inn á „áður óþekktar slóð­ir“. Læknar hafi aldrei fyrr ­séð önd­un­ar­færa­sýkil breið­ast út í sam­fé­lögum með sama hætti.

Lækn­ir­inn Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri WHO segir að þrátt fyrir að um 90 þús­und hafi nú smit­ast víða um heim og yfir 3.000 lát­ist sé enn hægt að ná tökum á vand­an­um.

Veiran sem veldur sýk­ingu sem kölluð er Covid-19 ­upp­götv­að­ist í Kína í des­em­ber. Fljót­lega var ljóst að hún barst manna á milli­. ­Fyrsta dauðs­fallið er talið hafa verið í byrjun jan­ú­ar. Hún breidd­ist fyrst út í borg­inni Wuhan og svo um hér­aðið Hubei. Síðan þá hefur hún borist og verið í greind í  62 lönd­um, m.a. á Íslandi þar ­sem sex til­felli hafa nú verið stað­fest. Marg­fallt fleiri smit­ast nú dag hvern utan meg­in­lands Kína en innan þess.

Auglýsing

Ghebr­eyesus segir að útbreiðsla sjúk­dóms­ins á heims­vísu væri ekki „ein­stefna“ og hægt væri að berj­ast gegn honum ef ríki heims brygð­ust hratt og örugg­lega við. Þar skiptu aðgerðir er varða sótt­kví og ein­angrun mestu. „Við höfum ekk­ert annað val en að bregð­ast við nún­a.“ Hann ráð­lagði stjórn­völdum í hverju landi fyrir sig að skoða sín við­brögð vand­lega, ekki væri til ein ­upp­skrift af aðgerðum sem hent­aði öll­um. Hann sagði veiruna „ein­staka og hafa ein­staka eig­in­leika“.

Það land utan Kína sem einna verst hefur orðið úti er Ítal­ía. Í dag, mánu­dag, hafði tala lát­inna vegna sjúk­dóms­ins hækkað í 52 úr 34 á einum sól­ar­hring. Þar hafa tæp­lega 2.000 manns greinst með veiruna.

G­hebr­eyesus bendir á að átta lönd hafi ekki til­kynnt um ný smit í tvær vikur og virð­ast því hafa náð tökum á útbreiðsl­unni.

Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin hefur ekki lýst yfir­ heims­far­aldri vegna veirunn­ar. Það er þó til sífelldrar end­ur­skoð­un­ar.

Um 90% allra til­fella hafa greinst í Kína. Af þeim 8.800 til­fellum sem greinst hafa utan þess eru 81% í fjórum lönd­um: Íran, ­Suð­ur­-Kóreu, Ítalíu og Jap­an.

Ótt­ast er að efna­hags­leg áhrif útbreiðslu veirunnar verð­i ­mik­il, jafn­vel sam­bæri­leg við það sem gerð­ist árið 2009 er mjög hægði á hag­vexti í heim­in­um. Lækk­anir hafa verið á hluta­bréfa­mörk­uðum sem virð­ast í nokk­urs konar rús­sí­bana þessa dag­ana.

Margt er enn á huldu um hvernig veiran hagar sér. Dæmi eru talin um að fólk myndi ekki mótefni og geti sýkst aftur eftir að hafa feng­ið bata. Slíkt á þó eftir að rann­saka bet­ur.Hitamælingar á flugvelli á Filippseyjum. Mynd: EPA

Annað sem vekur furðu – og áhyggjur – er hversu fá til­felli hafa greinst í Afr­íku, heims­álfu sem telur um einn og hálfan millj­arð íbúa. Í flestum lönd­unum er heil­brigð­is­þjón­usta mun verri en þekk­ist til dæmis á Vest­ur­lönd­um. Vís­inda­menn klóra sér í hausnum yfir þessu og velta fyrir sér hvort það sé ein­fald­lega heppni að fleiri hafi ekki sýkst þar. Í gær höfðu aðeins þrjú til­vik verið stað­fest í Afr­íku; í Egypta­landi, Alsír og Níger­íu. Í dag voru til­felli greind í Senegal og Tún­is. Eng­inn dauðs­föll hafa verið stað­fest.

Er veiran hóf að breið­ast út í byrjun árs var varað við því að hún gæti auð­veld­lega orðið að far­aldri í Afr­íku því mörg lönd álf­unnar eru í miklu við­skipta­sam­bandi við Kína og þar starfa millj­ónir Kín­verjar á hverj­u­m ­tíma.

Ghebr­eyesus hefur sagt að heil­brigð­is­yf­ir­völd hafi haft einna mestar áhyggjur af far­aldri þar, ekki síst vegna veikra inn­viða og lé­legrar heil­brigð­is­þjón­ustu.

„Eng­inn veit“ af hverju veiran hefur lítið greinst í Afr­ík­u til þessa, segir lækn­ir­inn Thumbi Ndungu sem starfar við heil­brigð­is­vís­inda­stofnun í Suð­ur­-Afr­íku. „Kannski er það ein­fald­lega af því að ­ferða­lög milli Afr­íku og Kína eru ekki það mik­il.“

Vön því að fást við far­aldra

Ethi­opian Air­lines, stærsta flug­fé­lag Afr­íku, hélt þó áfram að fljúga til Kína eftir að veiran var þar orðin útbreidd. Þá er aug­ljós hætta á því að fólk sem heim­sæki lönd álf­unn­ar, m.a. á ferða­lagi, beri veiruna þang­að ­með sér.

Ein­hverjir vís­inda­menn hafa velt fyrir sér hvort að vist­kerfi Afr­íku, jafn­vel lofts­lag­ið, hafi eitt­hvað með þetta að gera. „Kannski breið­ist veiran ekki út í vist­kerfum Afr­íku, við vitum það ekki,“ segir lækn­ir­inn Y­azdan Yazd­an­panah, sem fer fyrir smit­sjúk­dóma­deild­inni á Bichat-­sjúkra­hús­inu í Par­ís.

Aðrir vís­inda­menn hafa hafnað þess­ari kenn­ingu og segja ekk­ert benda til þess að veiran kjósi hýsla sína eftir lofts­lagi, vist­kerf­um eða erfða­fræði­legum þátt­um.

Sá sem greind­ist fyrstur með veiruna í Nígeríu var Ítali sem þar starf­aði. Hann hafði komið til lands­ins frá Mílanó 24. febr­úar og þá ein­kenna­laus. Hann var settur í ein­angrun fljót­lega eftir kom­una til Nígeríu og haft upp á öllum þeim sem hann hafði átt í sam­skiptum við.

Sér­fræð­ingar í smit­vörnum segja það að eitt fyrsta til­fellið í Afr­íku hafi greinst í Nígeríu séu þegar öllu er á botn­inn hvolft góð­ar­ frétt­ir. Nígería virð­ist vera vel í stakk búin til að bregð­ast við og hefta út­breiðsl­una.

Þá hafa þeir bent á að mörg Afr­íku­lönd hafi góða og mikla þekk­ingu á því hvernig bregð­ast skuli við smit­far­ar­aldri. Nígería sé í þeim hópi.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent