Þegar kemur að mikilvægi góðs handþvottar á tímum
kórónuveirunnar beita yfirvöld ýmsum ráðum til að koma skilaboðunum til sem
flestra. Heilbrigðisyfirvöld í Víetnam ákváðu að fá vinsæla listamenn til að
breiða út boðskapinn með kímni og hressleika að vopni.
Myndbandið sem listamennirnir vinsælu Min og Erik gerðu
hefur hlotið lof og kallað fram bros á vörum margra. Í því er mikilvægri
fræðslu um útbreiðslu veirunnar skæðu komið á framfæri í teiknimynd og grípandi
lag félaganna leikið undir. Einnig er farið yfir mikilvægar forvarnaraðgerðir
og þar er handþvottur efst á blaði.
Auglýsing
Auglýsing
Viðlagið hljómar nokkurn veginn svona á íslensku:
„Við skulum þvo okkur
um hendurnar, nudda, nudda, nudda, nudda þeim saman / ekki snerta augu, nef og
munn með höndunum / forðastu fjölmenni til að berjast gegn kórónuveirunni!“
Myndbandið hefur fengið mjög mikið áhorf á YouTube frá því
að það var gefið út 23. febrúar.
En þar með er ekki öll sagan sögð.
Stuttu eftir að lagið var gefið út tók þekktur víetnamskur
dansari, Quang Đăng, sig til og samdi dans við það. Hann birti svo myndband af
dansinum á Instagram og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.
Í dansinum eru tekin sex spor í takti við forvarnirnar sem
yfirvöld hvetja fólk til að nýta til að verjast veirunni og aðstoða þannig við
að hefta útbreiðslu hennar. Quang Đăng lætur ekki þar við sitja heldur hvetur til
áskorunar undir myllumerkinu: #GhenCovyChallenge
Biður hann fólk að læra dansinn, taka upp myndband af sér að
dansa og deila á samfélagsmiðlum. Þannig vonast hann til þess að hinar einföldu
forvarnarráð komist til skila til sem flestra.
Víetnman virtist um tíma hafa náð góðum tíma á útbreiðslu veirunnar. Eftir að fyrstu tilfellin greindust, sem öll voru rakin til Kína, fannst ekkert nýtt tilfelli í þrjár vikur. Um helgina bættust þó fjögur við og eru þau talin tengjast ferðafólki frá Suður-Kóreu. Aðeins tuttutu tilfelli hafa þó greinst í Víetnam frá upphafi.
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.