„Megum ekki láta veiruna yfirtaka allt“

Engin smit hafa greinst hér á landi hjá fólki sem ekki var á skíðum í Ölpunum eða í nánu samneyti við þá ferðalanga. Öll skíðasvæði í Ölpunum eru nú áhættusvæði og Íslendingar eru beðnir að sleppa ónauðsynlegum ferðum þangað.

Kórónaveiran
Auglýsing

Sex­tíu manns hafa nú greinst með nýju kór­ónu­veiruna hér á landi. Öll smitin má rekja til skíða­svæða í Ölp­unum og því hefur verið ákveð­ið að útvíkka áhættu­svæðið og hvetja fólk til að fara þangað ekki að ­nauð­synja­lausu. Mögu­lega eru um þús­und Íslend­ingar á þessum skíða­svæðum á hverjum tíma.

Ljóst er að 27 þeirra sem greinst hafa með veiruna hér á landi smit­uð­ust á Norð­ur­-Ítalíu og 22 á skíða­svæði í Aust­ur­ríki. Einn smit­að­ist í Asíu og tíu inn­an­lands­smit hafa greinst.

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir sagði á blaða­manna­fund­i al­manna­varna, land­læknis og utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í dag að oft snemmt væri að ­full­yrða hvaða árangri þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi hafi skil­að. Hins vegar væri ljóst að þeir ein­stak­lingar sem hingað hefðu kom­ið smit­aðir hefðu allir fund­ist og einnig þau smit sem orðið hefðu vegna sam­neyt­is við það fólk.

Auglýsing

Smit hjá öðrum hafa ekki fund­ist. Því má að sögn Þór­ólfs ­segja að þær aðgerðir sem þegar hefur verið beitt virð­ast hafa borið árang­ur enn sem komið er.

Öll smitin má rekja til skíða­svæða í Ölp­unum og sömu sögu er að segja frá smitum sem greinst hafa á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Á þeim grunni er talið nauð­syn­legt að útvíkka áhættu­svæðið svo það nái til allra skíða­svæða í Ölp­un­um. Eru Íslend­ingar hvattir til að fara ekki á þessi svæði að ­nauð­synja­lausu, segir Þórólf­ur. 

Land­svæðin sem nú bæt­ast við eru eft­ir­far­andi:

Aust­ur­ríki: Vor­arl­berg, T­irol, Salz­burg og Kärn­t­en.

Svis­s: Vala­is, Bernese Ober­land, T­icino og Graubünden.

Þýska­land: Skíða­svæði í Suður Bæj­ara­landi.

Frakk­land: Provence-Alpes-Côte d'Azur og Auverg­ne-R­hô­ne-Alpes.

Sló­ven­ía: Öll skíða­svæði.

Þessi svæði bæt­ast við áður­nefnd áhættu­svæði sem eru Kína, ­Suð­ur­-Kór­ea, Íran og Norð­ur­-Ítalía auk Ischgl í Aust­ur­ríki.

Allir frá þessum svæðum þurfa í sótt­kví

Íslend­ingar sem hafa dvalið á þessum svæðum frá 29. febr­ú­ar eiga að fara í 14 daga sótt­kví frá því að þeir yfir­gáfu við­kom­andi svæð­i. Þeir sem hafa verið á þessum svæðum og finna til ein­kenna eru hvattir til að hafa sam­band við síma 1700, til­greina að þeir hafi verið á hættu­svæði og fá ráð­gjöf um næstu skref.

Ljóst er að fjöldi Íslend­inga er á þessum svæðum nú um ­stund­ir, mögu­lega um þús­und manns. Eru þeir hvattir til að skrá sig i grunn ­borg­ara­þjón­ust­unnar sem nálg­ast má á heima­síðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Allir eiga að fara í sótt­kví, jafn­vel þó að margar dagar séu liðnir frá heim­komu, því jafn­vel örfáir dagar í sótt­kví geta skipt sköpum fyr­ir­ heilsu ann­arra, segir í upp­lýs­ingum almanna­varna.

Þórólfur sagði spurn­ingar hafa vaknað um hvort að mik­ið ­sam­fé­lags­smit sé í gangi og á þeim grunni sé hafið sam­starf við Íslenska erfða­grein­ingu og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. Fólk verði fengið til að kom­a í sýna­töku til að fá góða mynd af því hvort að veiran sé algeng­ari í sam­fé­lag­inu en vitað er nún­a.  Að sögn Þór­ólfs mun þessi skimun von­andi hefj­ast í vik­unni.

Í kjöl­farið ætti að fást góð mynd af því til hvaða aðgerða beri að grípa næst.

Alma Möller land­læknir sagði að hröð fjölgun smita í norð­an­veðri Evr­ópu væri áhyggju­efni. Hún sagði heil­brigð­is­yf­ir­völd hér á land­i því búa sig undir þá sviðs­mynd að smitum fjölgi og að fólk komi til með að veikj­ast meira. Eng­inn þeirra sem nú hefur greinst með veiruna er með alvar­leg ein­kenni og sumir eru nær ein­kenna­laus­ir.

Verðum að vera yfir­veguð

„Við megum ekki láta veiruna yfir­taka allt,“ sagði Alma. „Við verðum að vera yfir­veg­uð,“ og leita eftir að veita alla nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ust­u. Allir vilji sam­ein­ast um að slá skjald­borg um við­kvæm­ustu hópana, þá sem eru veikir fyrir og aldr­að­ir. „Við verðum að passa að það verði ekki rof í heil­brigð­is­þjón­ustu þessa fólks.“

Brýndi hún fyrir fólki að afpanta ekki tíma sem það á bók­aða hjá læknum nema að höfðu sam­ráði við sína lækna.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, ­sagði að enn væri verið að skoða hvenær gripið verði til sam­komu­banns og bent­i á að slíkum tak­mörk­unum þurfi að beita á réttum tíma, með réttum hætti og á réttum stöð­um. Ekki sé t.d. víst að það muni ná til alls lands­ins. Verið sé að rýna í reynslu ann­arra og taka skyn­sam­leg­ustu ákvörð­un­ina byggða á vís­inda­leg­um grunni.

Þórólfur sagði að leitað væri ráða hjá alþjóða­stofn­unum í þessum efn­um. Ítrek­aði hann að mestu máli skiptu þær aðgerðir sem fólk almennt ­gripi til til að koma í veg fyrir sam­fé­lags­smit. Það skil­aði miklu meiri ár­angri en boð og bönn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent