Bolir með hinu þekkta slagorði „Ég hlýði Víði“ eru nú komnir í sölu í netverslun Margt smátt. Allur hagnaður af bolunum mun renna óskiptum til Vonar, styrktarfélags gjörgæsludeildar Landspítalans.
Á vefsíðu Margt smáttkemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sem stýrt hefur daglegum upplýsingafundum almannavarna frá upphafi. Víðir hefur á fundunum sent skorinort skilaboð til almennings um að halda fjarlægð, virða samkomubann og aðrar ráðstafanir til að takast á við faraldur COVID-19.
Bolirnir eru til í svört og hvítu og mörgum stærðum. Hver bolur kostar 2.903 krónur og renna 1.250 krónur af hverjum seldum bol til Vonar. Á gjörgæsludeild Landspítalans „starfar framlínufólkið í baráttunni við COVID-19 og öruggt að peningunum verður vel varið,“ segir á vef Margt smátt.