„Að vera í sóttkví er eins og að vera í fangelsi“

Ellen DeGeneres sagði brandara á dögunum þar sem hún líkti sóttkví sinni við það að vera í fangelsi að því leyti að hún hefði verið í sömu fötunum í 10 daga og að þeir einu sem væru í kringum hana væru samkynhneigðir. Brandarinn hefur farið misvel í fólk.

Ellen DeGeneres
Ellen DeGeneres
Auglýsing

Banda­ríska sjón­varps­kon­an, Ellen DeGener­es, hefur heldur betur vakið athygli vestan hafs fyrir brand­ara sem hún sagði í þætti sínum á dög­unum sem hún birtir frá heim­ili sínu. Hún er eins og fjöl­margir aðrir landar hennar í sótt­kví en kór­ónu­veiran hefur herjað af miklum krafti á Banda­ríkin und­an­farnar vik­ur. 

Ellen sagði að það að vera í sótt­kví væri eins og að vera í fang­elsi. „Það er aðal­lega vegna þess að ég hef verið í sömu föt­unum í tíu daga og allir hér inni eru sam­kyn­hneigð­ir,“ sagði hún en Ellen býr með eig­in­konu sinni, leikkon­unni Portiu de Rossi, í glæsi­villu í Kali­forn­íu. 

Auglýsing

Mike Sington, einn stjórn­enda NBCUni­ver­sal, tísti um brand­ara Ellenar á Twitter og má með sanni segja að hann hafi fengið mis­jöfn við­brögð. Mynd­bandið hefur verið tekið af Youtu­be-­reikn­ingi Ellenar síðan gagn­rýnin komst í hámæli í gær. Gagn­rýnin gekk meðal ann­ars út á það að 27 millj­óna doll­ara villan sem hún býr í svip­aði nú ekki beint til fang­els­is. Umræðan á sam­fé­lags­miðlum beind­ist jafn­framt að þeim starfs­mönnum í Banda­ríkj­unum sem ekki hafa tæki­færi til að vera heima í sótt­kví á COVID-­tímum og þurfa að vinna – og setja sig þar af leið­andi í hætt­u. 

Ellen og glæsivillan Mynd: TwitterEllen hefur á sam­fé­lags­miðlum reynt að vera jákvæð í far­aldr­inum en í færslu á Instagram fyrir um þremur vikum sagði hún að þeir tímar sem nú standa yfir væru krefj­andi en að mik­il­vægt væri að muna að allir væru í þessu sam­an. „Deilið ást, verið almenni­leg og haldið áfram að synda,“ skrif­aði hún. 

Fólkið á lægstu laun­unum í mestu hætt­unni

Starfs­menn í skyndi­bita­iðn­að­inum hafa verið sagðir ómissandi í far­aldr­inum í Banda­ríkj­un­um. Það hefur þó ekki linað áhyggjur þeirra og ótta um heils­una. Fram hefur komið í fréttum að starfs­menn skyndi­bita­keðj­anna McDon­ald's, Taco Bell og Jack in the Box hafa haft miklar áhyggjur af heilsu sinni vegna óvið­un­andi ráð­staf­ana varð­andi sótt­hreinsun og ann­að. 

„Ég nán­ast baða mig í spritt­i,“ sagði starfs­maður McDon­ald's í sam­tali við vef­miðil Business Insider í lok mars. „Ég ótt­ast að ég sé eins og her­maður í fremstu víg­línu, dæmd til að vera fyrst í röð­inni til að fara. Vegna osta­ham­borg­ara.“

Fram kemur í frétt Business Insider að skyndi­bita­keðjur vinni nú að því að bæta örygg­is­ráð­staf­anir en mörgum starfs­mönn­um þeirra líði þó þannig að þeir séu enn í hættu. Fæstir hafi efni á því að taka sér leyfi frá vinnu en þeir hafa ekki rétt á því nema að þeir finni fyrir ein­kennum kór­ónu­veirunn­ar. 

Enn fremur segj­ast starfs­menn­irnir þurfa að eiga við dóna­lega við­skipta­vini, öryggis­ótta og í erf­ið­leikum með að halda uppi fjar­lægð milli fólks. Mörgum líði þannig að þeir séu neyddir til að fórna eigin heilsu og heilsu fjöl­skyldu þeirra fyrir lág­marks­laun. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent