Sanngjarnt að fresta veiðigjöldum en ekki forgangsmál að þrýsta á það

Framkvæmdastjóri SFS segir að sjávarútvegur sé ekki að horfa fram á altjón. Takmarkanir stjórnvalda hafi haft áhrif á starfsemi sumra sjávarútvegsfyrirtækja en það sé fagnaðarefni hversu lítið hlutfall þeirra hafi nýtt sér hlutabótaleiðina.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Auglýsing

„Staðan í sjáv­ar­út­vegi er ekki þannig að við erum að horfa fram á altjón.“ Þetta sagði Heiðrún Lind Mart­eins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), í Silfr­inu í dag. 

Þegar fyrsti efna­hag­s­pakki stjórn­valda var í þing­legri með­ferð skil­uðu sam­tökin inn umsögn þar sem farið var þess á leit að greiðslu veið­i­­gjalds í ár yrði frestað vegna þess efna­hags­á­stands sem skap­ast hefur út af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. ­Á­ætl­­aðar tekjur rík­­is­­sjóðs vegna veið­i­­gjalda í ár eru tæp­­lega 4,9 millj­­arðar króna. Sam­tökin fóru söm­u­­leiðis fram á að sér­­­stök gjöld sem lögð eru á fisk­eld­is­­fyr­ir­tæki sem stunda sjó­kví­a­eldi verði frestað eða felld niður út árið 2021 til að veita fisk­eld­is­­fyr­ir­tækjum meira svig­­rúm til að bregð­­ast við fyr­ir­­séðum tekju­­sam­drætti við þær aðstæður sem nú eru upp­­i. 

Heiðrún Lind var spurð um það í Silfr­inu hvort að SFS myndi þrýsta áfram á þessar aðgerðir nú þegar næsti pakki stjórn­valda er í loka­drög­um, en búist er við að hann verði kynntur snemma í næstu viku. Hún sagði að það væri ekki for­gangs­mál nú og að það yrði ekki þrýst á það að svo komnu máli. Það væri þó  ákveðið sann­girn­is­sjón­ar­mið ef það væri hægt að fresta greiðslu gjalds­ins um ákveðin tíma.

Ofsögum sagt að staðan sé svört í sjáv­ar­út­vegi

Heiðrún Lind var líka spurð út í það hvort eðli­legt væri að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem ætti tugi eða jafn­vel yfir hund­rað millj­arða króna í eigið fé væru að nýta sér hluta­bóta­leið stjórn­valda, þar sem rík­is­sjóður greiðir hluta af launum starfs­fólks. Þar hefur sér­staka athygli vakið ákvörðun Sam­herja og tengdra fyr­ir­tækja að nýta sér leið­ina fyrir hluta síns starfs­fólks, en Sam­herji átti 111 millj­arða króna í eigið fé í lok árs 2018 og miðað við gott árferði í sjáv­ar­út­vegi í fyrra eru líkur til þess að það hafi auk­ist þá.

Auglýsing
Heiðrún Lind sagði að það væri hættu­legt að fara að ræða hvað hvert og eitt fyr­ir­tæki sé að gera til að takast á við aðstæð­ur. Það væri tölu­verður sam­dráttur í sjáv­ar­út­vegi, sér­stak­lega hjá þeim sem aðal­lega eru að selja ferskan fisk. Hömlur hafi auk þess verið settar á hversu margir megi koma saman sem hafi áhrif á hversu margir geti starfað í starfs­stöðvum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Því væru aðgerðir og ákvarð­anir stjórn­valda að leiða til skerð­ingar á starfs­getu fyr­ir­tækj­anna. 

Henni finnst það þó fagn­að­ar­efni hversu lágt hlut­fall af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum hafi verið að nýta sér hluta­bóta­leið­ina.

Heiðrún Lind sagði það ofsögum sagt að staðan í sjáv­ar­út­vegi væri svört. Hún væri miklu svart­ari ann­ars stað­ar, til dæmis í ferða­þjón­ustu. Ákveðnir þættir væru að vinna með sjáv­ar­út­vegi. Það væri sveigj­an­leiki í grein­inni sem nýt­ist þannig að það er hægt að sækja verð­mætin síð­ar. Auk þess gagn­ist mikil veik­ing krón­unn­ar, sem hefur veikst um 18,7 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal það sem af er ári, og hrun á heims­mark­aðs­verði á olíu, sem hefur lækkað um tæp 60 pró­sent á þremur mán­uð­um, sjáv­ar­út­vegi veru­lega.

Hag­stofa Íslands birti í lok lið­innar viku tölur um útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða frá byrjun árs og fram að páskum, eða á fyrstu 15 vikum árs­ins 2020. Þar kom fram að hann væri 7,7 pró­sent minna en það var á sama tíma í fyrra. Alls hafði verð­mætið dreg­ist saman um 5,6 millj­arða króna, úr 74 millj­örðum króna í 68,4 millj­arða króna. 

Gáleys­is­leg útlán hafa verið dæmd refsi­verð

Heiðrún Lind ræddi líka efna­hag­s­pakka stjórn­valda og hverju þeir hafi skil­að. Hún sagð­ist hafa rætt við stóran fyr­ir­tækja­rek­enda, sem væri ekki í útgerð en með starf­semi erlend­is, sem sagði að erlendu bank­arnir væru allir komnir af stað með sínar aðgerð­ir. Þar væri pakk­arnir komnir í fram­kvæmd. 

Hér hefði það reynst flókn­ara en hin svoköll­uðu brú­ar­lán, þar sem ríkið ætlar að gang­ast í ábyrgðir fyrir lán sem bankar veita til fyr­ir­tækja í miklum rekstr­ar­erf­ið­leik­um, eru enn ekki komin í fram­kvæmd. Sam­komu­lag milli rík­is­ins og Seðla­banka Íslands um útfærslu lán­anna var fyrst und­ir­ritað á föstu­dag.

Heiðrún Lind benti á að áhættu­fælni í íslensku fjár­málaum­hverfi væri mjög mikil á síð­ustu árum, sér­stak­lega eftir að 20 dómar hafi fallið í Hæsta­rétti Íslands eftir banka­hrunið þar sem gáleys­is­leg útlán voru dæmd refsi­verð. Nú spyrji fjár­mála­kerfið hvort að bank­arnir eigi að fara að taka á sig hluta af áhættu á lánum til fyr­ir­tækja sem væru ekki gjald­fær. 

Staðan væri því flókin og það þyrfti að taka til­lit til ann­arra kröfu­hafa þeirra fyr­ir­tækja sem upp­fylla skil­yrði til að fá brú­ar­lán­in, sem eiga að geta verið allt að 1,2 millj­arðar króna. Það verði hins vegar að fara að koma útlánum til fyr­ir­tækja sem þurfi á þeim að halda í gang og koma fjár­munum þangað sem þörf er á þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent