Einn á viku má heimsækja ástvin

Tilslakanir verða gerðar á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum 4. maí. Tekin verða lítil skref og varlega. Einn náinn aðstandandi má koma í heimsókn til hvers og eins íbúa einu sinni í viku.

Anna Birna Jensdóttir.
Anna Birna Jensdóttir.
Auglýsing

„Núna birtir til og við getum farið að lyfta brúnum og brosa að­eins,“ sagði Anna Birna Jens­dóttir frá sam­tökum fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þar fór hún yfir­ ­nið­ur­stöður vinnu starfs­hóps um aflétt­ingu á heim­sókn­ar­banni á hjúkr­un­ar­heim­il­u­m. Farið verður var­lega í þessum efnum en fyrstu skrefin verða stigin 4. maí.

Um 2.800 manns eru á hjúkr­un­ar­heim­ilum á Íslandi og hver og flestir eiga þeir marga aðstand­end­ur, „svo þetta er gríð­ar­legt verk­efni sem við erum að fara út í.“

Strax 4. maí verður farið í til­slak­anir á heim­sókn­ar­bann­in­u og hvert heim­ili mun svo aðlaga sig að þeim reglum með til­liti til stærð­ar­ heim­ilis og aðstæðna hverju sinni. Á sumum heim­ilum eru til dæmis enn tví­býl­i og taka þarf sér­stak­lega til­lit til þess.

Auglýsing

Anna Birna sagði að aðeins einum nánum aðstand­anda í einu væri heim­ilt að heim­sækja hvern íbúa  fyrstu tvær vik­urn­ar. Búast mætti við því að hver íbúi fá þá eina heim­sókn á viku fyrst í stað, oftar ef aðstæður á heim­il­unum og í sam­fé­lag­inu leyfa. „Við treystum því að ætt­ingjar fari að leið­bein­ingum sem verða gefnar út,“ sagði hún. „Það má ekk­ert út af bregða og við verðum að fara mjög var­lega.“

Ung­mennum á aldr­inum 14-18 ára er heim­ilt að koma í heim­sókn en ekki yngri börn­um.

Hvert heim­ili mun halda utan um skrán­ingu og skipu­lags­ heim­sókna. Í dag verða send út boð til ætt­ingja um hvernig þeir eigi að ber­a ­sig að við að panta tíma. Starfs­fólk heim­il­anna munu svo raða þeim nið­ur.

Fólk getur ekki komið í heim­sókn án þess að hafa til þess heim­ild. Fyr­ir­komu­lagið verður þannig þannig að starfs­menn munu taka á mót­i ­gesti og fylgja honum rak­leiðis að her­bergi íbú­ans. Gesti er svo fylgt út söm­u ­leið, þá stystu sem mögu­leg er. Aðstand­endur mega ekki dvelja í sam­eig­in­leg­um ­rýmum og áfram er hvatt til þess að ræða við starfs­menn heim­il­anna í gegn­um síma.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að njóta þess­arar stundar og vera bara í heim­sókn,“ sagði Anna Birna. „Njótið að hitta ykkar ást­vin – það er gjöf að fá að koma til baka, að koma í heim­sókn aftur og vera með sín­um. Við verðum að ­meta það.“

Hún minnti á að allir yrðu áfram að virða tveggja metra ­regl­una og því væri ekki hægt að „kyss­ast og knúsast“ að sinni.

Allir þeir sem koma í heim­sókn skulu gæta ítar­legra smit­varna, þvo hendur og spritta og mjög mik­il­vægt er að þeir sem eru lasnir komi ekki í heim­sókn.

Útfærslur á hverju heim­ili fyrir sig munu liggja fyrir eft­ir helgi. „Það er nota­legt að hugsa til þess að 4. maí verður brotið blað og tek­in skref.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent