Einn á viku má heimsækja ástvin

Tilslakanir verða gerðar á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimilum 4. maí. Tekin verða lítil skref og varlega. Einn náinn aðstandandi má koma í heimsókn til hvers og eins íbúa einu sinni í viku.

Anna Birna Jensdóttir.
Anna Birna Jensdóttir.
Auglýsing

„Núna birtir til og við getum farið að lyfta brúnum og brosa að­eins,“ sagði Anna Birna Jens­dóttir frá sam­tökum fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Þar fór hún yfir­ ­nið­ur­stöður vinnu starfs­hóps um aflétt­ingu á heim­sókn­ar­banni á hjúkr­un­ar­heim­il­u­m. Farið verður var­lega í þessum efnum en fyrstu skrefin verða stigin 4. maí.

Um 2.800 manns eru á hjúkr­un­ar­heim­ilum á Íslandi og hver og flestir eiga þeir marga aðstand­end­ur, „svo þetta er gríð­ar­legt verk­efni sem við erum að fara út í.“

Strax 4. maí verður farið í til­slak­anir á heim­sókn­ar­bann­in­u og hvert heim­ili mun svo aðlaga sig að þeim reglum með til­liti til stærð­ar­ heim­ilis og aðstæðna hverju sinni. Á sumum heim­ilum eru til dæmis enn tví­býl­i og taka þarf sér­stak­lega til­lit til þess.

Auglýsing

Anna Birna sagði að aðeins einum nánum aðstand­anda í einu væri heim­ilt að heim­sækja hvern íbúa  fyrstu tvær vik­urn­ar. Búast mætti við því að hver íbúi fá þá eina heim­sókn á viku fyrst í stað, oftar ef aðstæður á heim­il­unum og í sam­fé­lag­inu leyfa. „Við treystum því að ætt­ingjar fari að leið­bein­ingum sem verða gefnar út,“ sagði hún. „Það má ekk­ert út af bregða og við verðum að fara mjög var­lega.“

Ung­mennum á aldr­inum 14-18 ára er heim­ilt að koma í heim­sókn en ekki yngri börn­um.

Hvert heim­ili mun halda utan um skrán­ingu og skipu­lags­ heim­sókna. Í dag verða send út boð til ætt­ingja um hvernig þeir eigi að ber­a ­sig að við að panta tíma. Starfs­fólk heim­il­anna munu svo raða þeim nið­ur.

Fólk getur ekki komið í heim­sókn án þess að hafa til þess heim­ild. Fyr­ir­komu­lagið verður þannig þannig að starfs­menn munu taka á mót­i ­gesti og fylgja honum rak­leiðis að her­bergi íbú­ans. Gesti er svo fylgt út söm­u ­leið, þá stystu sem mögu­leg er. Aðstand­endur mega ekki dvelja í sam­eig­in­leg­um ­rýmum og áfram er hvatt til þess að ræða við starfs­menn heim­il­anna í gegn­um síma.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að njóta þess­arar stundar og vera bara í heim­sókn,“ sagði Anna Birna. „Njótið að hitta ykkar ást­vin – það er gjöf að fá að koma til baka, að koma í heim­sókn aftur og vera með sín­um. Við verðum að ­meta það.“

Hún minnti á að allir yrðu áfram að virða tveggja metra ­regl­una og því væri ekki hægt að „kyss­ast og knúsast“ að sinni.

Allir þeir sem koma í heim­sókn skulu gæta ítar­legra smit­varna, þvo hendur og spritta og mjög mik­il­vægt er að þeir sem eru lasnir komi ekki í heim­sókn.

Útfærslur á hverju heim­ili fyrir sig munu liggja fyrir eft­ir helgi. „Það er nota­legt að hugsa til þess að 4. maí verður brotið blað og tek­in skref.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent