Telur að mögulega sé verið að fela einkaaðilum að fara með opinbert vald

Ríkisendurskoðun leggur til að ef banki lánar fyrirtæki stuðningslán með 100 prósent ríkisábyrgð án þess að skilyrði sett af Alþingi sú uppfyllt eigi að fella niður ábyrgðina af láninu. Leiða megi hugann að því hvort lánin standist stjórnarskrá.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögnina.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun segir að það fyr­ir­komu­lag að fela bönkum svokölluð stuðn­ings­lán, sem verða 100 pró­sent á ábyrgð rík­is­sjóðs, geri það að verkum að til „um­hugs­unar er hvort að með þessum hætti sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald, þó með vissum tak­mörk­un­um.“ Stofn­unin leggur til að ef banki lánar fyr­ir­tæki stuðn­ings­lán án þess að skil­yrði laga um veit­ingu slíkra lána séu upp­fyllt ætti rík­is­á­byrgð­ina á lán­inu að falla nið­ur.

Þetta kemur fram í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um frum­varp til fjár­auka­laga 2020 sem lagt var fram í síð­ustu viku til að fjár­magna og lög­leiða þær aðgerðir sem stjórn­völd kynntu í svoköll­uðum aðgerð­ar­pakka 2.0.

Auglýsing
Í þeim pakka voru kynnt til leiks sér­stök lán til lít­illa fyr­ir­tækja. Til að telj­ast til slíkra fyr­ir­tækja þarf að vera með tekjur undir 500 millj­ónum króna á ári. Lán­in, sem munu njóta 100 pró­sent rík­is­á­byrgð­ar, standa ein­ungis fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­falli til boða, sem er sama skil­yrði og gildir fyrir hin svoköll­uðu brú­ar­lán til stærri fyr­ir­tækja sem kynnt voru til leiks fyrir mán­uði síðan en hafa enn ekki komið til fram­kvæmda. Lánin til fyr­ir­tækj­anna verður hægt að sækja um með ein­földum hætti á Island.is en þau verða sex millj­ónir krónur á hvert fyr­ir­tæki. Heild­ar­um­fang lán­anna eiga að geta orðið allt að 28 millj­arðar króna í heild, að mati stjórn­valda. 

Velta fyrir sér rétti þeirra sem ekki fá lán

Rík­is­end­ur­skoðun segir í umsögn sinni að nær öll skil­yrði sem sett eru fyrir því að fá lán með fullri rík­is­á­byrgð séu hlut­læg, svo sem að tekju­sam­dráttur nemi ákveðnu hlut­falli af tekjum sama tíma­bils á árinu 2019, launa­kostn­aður hafi verið að minnsta kosti tíu pró­sent af rekstr­ar­kostn­aði og opin­ber gjöld séu ekki í van­skil­um. Önnur skil­yrði séu mats­kennd­ari svo sem að ætla megi að rekstr­ar­að­ili verði  verði rekstr­ar­hæfur þegar bein áhrif heims­far­aldar kór­ónu­veiru og aðgerðir stjórn­valda til að verj­ast henni eru liðin hjá.

Þetta fyr­ir­komu­lag geri í reynd ráð fyrir að lána­stofn­anir veiti lán að til­teknum skil­yrðum upp­fylltum og ekki verður annað ráðið en að skylt sé að veita lánin séu skil­yrðin upp­fyllt og að baki þeim sé 100 pró­sent ábyrgð rík­is­sjóðs íslands. „Til umhugs­unar er hvort að með þessu hætti sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald, þó með vissum tak­mörk­un­um. Hvaða rétt gæti það skapað hjá við­kom­andi rekstr­ar­að­ilum sem ekki kynnu að fá lán? Eiga slíkir aðilar ein­hvern máls­skots­rétt og þá hvert eða verður að líta á ákvæði frum­varpanna sem vísi­regl­ur?“

Auglýsing
Ríkisendurskoðun telur brýnt að ekki fari á milli mála að ef banki víkur frá skil­yrðum sem Alþingi hafi sett þá verði ábyrgð á „slíku ekki lögð á rík­is­sjóð ef greiðslu­fall á end­ur­greiðslu lána verður og lán­veit­ingin lendir í van­skil­u­m.“ 

Auk þess telur Rík­is­end­ur­skoðun eðli­legt að fram komi í lögum að við­mið um tekj­ur, launa- og rekstr­ar­kostnað og annað slíkt verði sótt í skatt­skil við­kom­andi rekstr­ar­að­ila.

Stand­ast lánin stjórn­ar­skrá?

Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar gætu skap­ast ýmis álita­mál við fram­kvæmd útlán­anna og að nær úti­lokað sé að sjá fyrir þau öll. Um sé ræða afar óvenju­lega ráð­stöfun sem leiði hug­ann að því hvort að ákvæð­i frum­varps­ins auk þeirra skil­yrða sem sett eru fyrir stuðn­ings­lán­unum upp­fylli 40. grein stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar. Í þeirri grein segir að „engan má á leggja né breyta né af taka nema með lög­um. Ekki má heldur taka lán, er skuld­bindi rík­ið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fast­eignum lands­ins né afnota­rétt þeirra nema sam­kvæmt laga­heim­ild.“

­Rík­is­end­ur­skoðun segir í umsögn sinni að hún gangi út frá að þessa hafi verið gætt við samn­ingu frum­varpanna og þær óvenju­legu aðstæður sem nú séu uppi geri að verkum að ákvæði stjórn­ar­skrár­innar standi ekki í vegi fyrir því að skipa málum með áður­nefndum hætti. „Að lokum skal bent á að full rík­is­á­byrgð á lánum eins og hér er lagt til getur dregið úr ábyrgð­ar- og var­úð­ar­hegðun sem lána­stofnun ber almennt að beita við lán­veit­ing­ar. Þetta fyr­ir­komu­lag veldur því að þau skil­yrði sem setja á fyrir lán­veit­ingu þurfa að vera hlut­læg­ari en ella og draga þarf, eins og unnt er úr mats­kenndum skil­yrð­um. Að þessu virtu mælir Rík­is­end­ur­skoðun með að fjár­laga­nefnd fjalli um þetta atriði í nefnd­ar­á­liti og leiði rök að því að rík­is­á­byrgð eigi að falla niður komi í ljós að skil­yrði fyrir lán­veit­ingu hafi ekki verið upp­fyllt en lán veitt af lána­stofnun allt að ein­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent