Hætta á áfallastreitu í kjölfar faraldursins

Kórónuveiran er ekki það eina sem ógnar heilsu heilbrigðisstarfsfólks. Víða er ofbeldi gegn því að aukast og sömuleiðis álag sem veldur kulnun og örmögnun.

Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsi í Belgíu hugga hvor annan eftir að einn sjúklingurinn á COVID-deild lést.
Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsi í Belgíu hugga hvor annan eftir að einn sjúklingurinn á COVID-deild lést.
Auglýsing

Í des­em­ber tók lækn­ir­inn Li Wen­li­ang eftir því að inn á sjúkra­húsið sem hann starf­aði leit­uðu sífellt fleiri með ein­kenni sem ollu honum hug­ar­angri. Þetta voru svipuð ein­kenni og fólk hafði glímt við í SAR­S-far­aldr­inum árið 2003 og því ákvað hann að vara kollega sína við. Síð­asta dag des­em­ber­mán­aðar sendi hann skila­boð inn í spjall­hópa lækna á net­inu og sagði þeim að klæð­ast varn­ar­bún­aði. Svæsin veiru­sýk­ing var farin að breið­ast út í borg­inni sem hann bjó og starf­aði í: Wuh­an.

Li var tek­inn á teppið af yfir­völdum fyrir að „breiða út fals­aðar upp­lýs­ing­ar“. Skömmu síðar var hann beð­inn afsök­un­ar. Öllum var orðið ljóst að ný veira væri að valda alvar­legum sjúk­dómi sem síðar átti eftir að fá nafnið COVID-19.

Þann 10. jan­úar byrj­aði Li að hósta. Næsta dag fékk hann hita og tveimur dögum síðar var hann sjálfur lagður inn á sjúkra­hús. Í lok mán­að­ar­ins var hann greindur með nýju kór­ónu­veiruna og nokkrum dögum síðar lést hann.

Við þekkjum öll fram­hald­ið: Heims­far­aldur kór­ónu­veiru hefur haft áhrif um allan heim á heilsu og efna­hag. Þeir sem staðið hafa í fram­lín­unni, heil­brigð­is­starfs­fólk, kenn­ar­ar, lög­reglu­menn og fleiri, hafa borið hit­ann og þungan af ástand­inu.

Auglýsing

Um allan heim hafa yfir­völd orðið að grípa til gríð­ar­legra var­úð­ar­ráð­staf­ana til að tryggja öryggi heil­brigð­is­starfs­fólks og vernda það fyrir því að sýkj­ast af veirunni. Það hefur ekki alltaf tek­ist – oft vegna þess að hlífð­ar­fatn­aður er ekki til stað­ar.

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands greindi frá því nýverið að í það minnsta 275 heil­brigð­is­starfs­menn hefðu dáið vegna COVID-19. Talið er að um van­mat sé að ræða. Fólk sem starfar í félags­þjón­ustu er í enn meiri hættu. Í Banda­ríkj­unum hefur þessum tölum ekki verið haldið saman mið­lægt en um miðjan apríl var það mat Sótt­varna­stofn­unar lands­ins að um 9.300 heil­brigð­is­starfs­menn hefðu sýkst af COVID-19 og að 27 hefðu lát­ist. Meiri­hlut­inn taldi sig hafa smit­ast við störf sín. Í fátæk­ari löndum er staðan verri. En þaðan er oft ekki áreið­an­legar upp­lýs­ingar um fjölda smit­aðra að fá.

Bandarískir hjúkrunarfræðingar komu saman á degi hjúkrunar þann 12. maí og minntust fórnarlamba faraldursins. Mynd: EPA

En veiran skæða er ekki það eina sem ógnar heil­brigði fram­línu­fólks­ins. Ofbeldi gegn heil­brigð­is­starfs­mönnum hefur til að mynda auk­ist síð­ustu ár og sömu­leiðis örmögnun – kuln­un. Slíkt skips­brot má rekja til ofur­á­lags sem aftur má rekja til mann­eklu.

Í grein Economist er farið yfir helstu vanda­mál og hættur sem steðja að heil­brigð­is­starfs­fólki. Þar er bent á að þessi hópur hefur und­an­farna mán­uði verið sýni­legri og að sama skapi ber­skjald­aðri en lík­lega nokkru sinni fyrr. Um tíma höfðu útgöngu- og sam­komu­bönn áhrif á um þriðj­ung jarð­ar­búa sam­tímis og fólk sem vann við að sinna sjúkum var meðal þeirra fáu sem voru á ferli. Fólkið í fram­lín­unni varð að mæta í vinn­una á meðan aðrir gátu leitað skjóls á heim­ilum sín­um.

Yfir þriðj­ungur orðið fyrir ofbeldi

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin telur að um 38 pró­sent heil­brigð­is­starfs­manna um víða ver­öld hafi orðið fyrir lík­am­legu ofbeldi við störf sín ein­hvern tím­ann á starfsæv­inni. Á mörgum svæðum er hlut­fallið mun hærra. Í fyrra sagð­ist einn af hverjum sjö starfs­mönnum breska heil­brigð­is­kerf­is­ins hafa orðið fyrir lík­ams­árás í starfi. Ýmist eru það sjúk­lingar eða almennir borg­arar sem hafa ráð­ist á þá. Einn af hverjum þremur læknum í Ástr­alíu hefur orðið fyrir ofbeldi í vinn­unni. Um 75 pró­sent ind­verskra lækna hefur verið hótað ofbeldi. Dæmin eru miklu fleiri og frá öllum heims­horn­um.

Merki eru um að ótti við að smit­ast af COVID-19, sem magn­ast upp vegna vill­andi upp­lýs­inga um sjúk­dóminn, hafi ýtt undir frekara ofbeldi í far­aldr­in­um, segir í grein Economist. Í stað lík­am­legs ofbeldis eru árás­irnar gerðar með fúk­yrða­flaumi. Hafa læknar og hjúkr­un­ar­fræð­ingar m.a. verið sak­aðir um að breiða veiruna vís­vit­andi út.  Óþol­in­mæði og pirr­ingur er einnig lát­inn bitna á heil­brigð­is­starfs­fólki. Starfs­fólk á sjúkra­húsi einu í Ástr­alíu sagði að fólk sem væri að bíða eftir að kom­ast í sýna­töku hefði vilj­andi hóstað og hrækt á það.

Virð­ing og traust dvínað

Virð­ing fyrir heil­brigð­is­starfs­fólki er heldur ekki upp á marga fiska í sumum lönd­um. Frá því á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hefur einka­reknum sjúkra­húsum í Kína fjölgað og á sama tíma hefur traust almenn­ings til þeirra sem á þeim starfa dvín­að. Fólk grunar lækna um að hugsa fyrst og fremst um pen­inga en ekki heilsu sjúk­linga sinna. Svipað hefur gerst á Ind­landi.

Bráða- og slysa­deildir í nútíma heil­brigð­is­kerfum eru oft­ast opnar öll­um. Þangað eiga flestir greiða leið inn. Og þar eru heil­brigð­is­starfs­menn hvað ber­skjald­að­ast­ir. Til að draga úr ofbeldi gegn þeim hefur verið gripið til alls konar ráð­staf­ana. Á banda­rískum sjúkra­húsum hafa sum staðar verið sett upp málm­leit­ar­hlið. Starfs­menn kín­verskra sjúkra­húsa fá kennslu í sjálfs­vörn og nú í apríl var ind­verskum lögum breytt þannig að þeir sem grun­aðir eru um árásir á heil­brigð­is­starfs­fólk geta ekki losnað úr gæslu­varð­haldi gegn trygg­ingu. Í Ástr­alíu hafa stjórn­endur sjúkra­húsa beðið starfs­fólk að vera ekki í sjúkra­hús­fatn­aði á almanna­færi. Þannig geti það lág­markað hætt­una á því að verða fyrir árás.

Heil­brigð­is­starfs­menn vinna oft langa vinnu­daga. Utan vinnu eru þeir svo margir hverjir til taks allan sól­ar­hring­inn ef á þarf að halda. Í far­aldri COVID-19 hafa margir heil­brigð­is­starfs­menn, m.a. hér á landi, verið nán­ast í sótt­kví þegar þeir eru ekki að vinna. Hafa ekki hitt ást­vini og vini vikum sam­an, allt til að vernda sjúk­ling­ana.

Kínverskt heilbrigðisstarfsfólk fann fyrir vanlíðan eftir ofurálag faraldursins. Mynd: EPA

Kuln­un  í starfi er því útbreidd meðal þess­ara starfs­stétta, jafn­vel í ástandi sem getur talist „eðli­leg­t“. Um 70 pró­sent kín­verskra heil­brigð­is­starfs­manna sem sinntu COVID-­sjúk­lingum þegar far­ald­ur­inn var sem verstur upp­lifðu van­líð­an. Læknum og hjúkr­un­ar­fræð­ingum hefur einnig verið hótað af stjórn­völdum í sumum löndum eftir að hafa gagn­rýnt opin­ber­lega við­brögð við far­aldr­in­um. Þrír rúss­neskir læknar féllu út um glugga á sjúkra­húsi nýver­ið. Tveir þeirra lét­ust. Allir höfðu þeir tjáð skoð­anir sínar á við­brögðum stjórn­valda. Fjöl­miðlar í land­inu segja að annað hvort hafi verið um slys að ræða eða að lækn­arnir hafi stytt sér ald­ur.   

Á Ítal­íu, svo dæmi sé tek­ið, voru læknar settir í þá stöðu að þurfa að velja hverjir fengju að fara í önd­un­ar­vélar og hverjir ekki. Þannig voru þeir í raun látnir velja hvaða sjúk­lingar ættu von um að lifa og hverjir myndu deyja. Og víða um heim voru heim­sóknir á sjúkra­hús bönnuð í far­aldr­inum og heil­brigð­is­starfs­fólk horfði upp á sjúk­linga liggja bana­leg­una og deyja án þess að geta haft ást­vini sína hjá sér.

Auglýsing

Við slíkar sál­rænar raunir skap­ast hætta á því sem kall­ast áfallastreita en fylgi­fiskar hennar eru m.a. ofsa­kvíði og þung­lyndi, segir í grein Economist.

Til að koma í veg fyrir þetta er nauð­syn­legt að starfs­fólk úr eld­lín­unni far­ald­urs­ins fái per­sónu­lega aðstoð og að hún bjóð­ist yfir langt tíma­bil. Bresku lækna­sam­tökin ótt­ast að efna­hag­skreppan sem fylgt hefur far­aldr­inum verði til þess að þjón­usta sem þessi verði skorin nið­ur.

Þegar mesta hættan af veiru­sýk­ingu verður liðin hjá þarf að huga vand­lega að líðan fram­línu­fólks­ins.

Í við­tali við Lækna­blaðiðí apríl sagð­ist Alma Möller land­læknir hafa áhyggjur af álagi á heil­brigð­is­starfs­fólki í far­aldr­in­um. Emb­ætti land­læknis hefði kallað eftir upp­lýs­ingum frá heil­brigð­is­stofn­unum um allt land svo að huga mætti að heilsu starfs­manna.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent