Takk fyrir ykkur

„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.

Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Auglýsing

„Góðan og bless­aðan dag­inn og vel­komin á þennan upp­lýs­inga­fund sem verður sá síð­asti að sinni. Ég heiti Víðir Reyn­is­son og með mér í dag eru Þórólfur og Alma. [...] og það er hún Iðunn sem túlkar fyrir okkur í dag.“

Á þessum orð­um, á slag­inu klukkan 14.03, hófst einn vin­sæl­asti dag­skrár­liður í íslensku sjón­varpi fyrr og síð­ar: Upp­lýs­inga­fundur almanna­varna vegna COVID-19.

Þó að um mikil tíma­mót hafi verið að ræða, ekki aðeins hjá þrí­eyk­inu heldur þjóð­inni allri sem fær nú ekki að njóta návistar þess heima í stofu reglu­lega, hófst fundur dags­ins með hefð­bundnum hætti.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir fór yfir „stöð­una til að byrja með“ eins og Víðir sagði er hann gaf félaga sínum orð­ið.

„Ekk­ert sýni greind­ist jákvætt síð­asta sól­ar­hring­inn,“ sagði sótt­varna­lækn­ir. Í maí hafa margir dagar verið án smita. Þegar mest lét þurfti Þórólfur að greina frá 106 smitum á einum sól­ar­hring. Það var þann 24. apr­íl.

„Í dag er stór dag­ur,“ sagði hann eftir að hafa sagt, eins og svo oft síð­ustu vik­ur, að smit í sam­fé­lag­inu virt­ist lít­ið.

Áhorf­endur heima í stofu sperrtu eyr­un.

Auglýsing

Stóru dag­arn­ir, stóru áfang­arnir hafa verið marg­ir. En það hafa stóru skell­irnir líka ver­ið. Smit sem dag frá degi hófu að mynda bratta brekku skömmu eftir að það fyrsta greind­ist, 28. febr­ú­ar. Far­ald­ur­inn náði hér hámarki, eins og vís­inda­menn Háskóla Íslands höfðu reyndar spáð til um, í fyrstu viku apr­íl. Og þá hófst ferðin niður brekk­una.

Með „stóra deg­in­um“ vís­aði Þórólfur til þess skrefs sem stigið var í aflétt­ingu sam­komu­tak­mark­ana í dag. Nú mega 200 koma saman í stað 50 áður og ýmis starf­semi getur haf­ist að nýju með tak­mörk­unum þó. Þá hefur tveggja metra reglan verið skil­greind aftur „og er orðin val­kvæð, getur maður sagt, upp að vissu marki,“ sagði Þórólf­ur.

Víðir og Þórólfur fylgjast með lokaorðum ræðu Svandísar Svavarsdótur. Mynd: Lögreglan

Hann virt­ist sáttur þegar hann sagði „óhætt að segja“ að mögu­legt hafi verið að fara hratt í aflétt­ingar á tak­mörk­un­um, „í trausti þess að allir haldi áfram að gæta að sínum ein­stak­lings­bundnu sótt­vörnum og að veiran fari ekki að valda auknum sýk­ingum í sam­fé­lag­inu aft­ur.“ Ef allt gengur að óskum verður næsta skref stigið að þremur vikum liðnum og þá má gera ráð fyrir að um 500 manns megi koma sam­an.

„Ég ætla ekki að segja meira í dag,“ sagði Þórólfur en átti reyndar ekki eftir að standa við það.

Alma Möller land­læknir „minnti á app­ið“ og sagði jafn­vel enn mik­il­væg­ara en áður að hafa það til að rekja ferðir okkar ef til smits kem­ur. Alma hefur ítrekað minnt á appið á upp­lýs­inga­fund­unum og nú er það komið í 140 þús­und sím­tæki.

Land­læknir fór yfir tölur um heil­brigð­is­þjón­ust­una og nefndi til dæmis að fljótt á litið hefði ekki orðið breyt­ing á inn­lögnum vegna hjarta- og heila­á­falla og ekki heldur fleiri dauðs­föll. Það bendi til þess að tek­ist hafi að sinna bráða­þjón­ustu eins og stefnt var að. Ekki urðu miklar breyt­ingar á lyfja­á­vís­unum á meðan far­ald­urnn gekk yfir en þó urðu þau jákvæðu tíð­indi að ávís­unum á sýkla­lyf til barna fækk­aði. Þá sagði hún að það sem sótt­varna­læknir hefði haldið fram snemma varð­andi börn og COVID væri stað­fest: Þau fá síður veiruna, þau smita síður frá sér og „veikj­ast sem betur fer minna“.

Auglýsing

Einnig væru merki um jákvæð áhrif á heilsu fólks, færri sofa of lítið svo dæmi sé tekið og notkun ungs fólks á sígar­ettum og rafrettum var áber­andi minni síð­ustu vik­ur. „Ís­lensk þjóð verður að sýna kjark en á sama tíma ítr­ustu var­kárn­i,“ sagði hún.

„Kæru lands­menn, okkur gekk vel að takast á við kúf far­ald­urs­ins,“ sagði Alma svo og þakk­aði heil­brigð­is­starfs­fólki og þjóð­inni allri fyr­ir. „Ég er þess full­viss að við munum takast áfram á við þetta af yfir­vegun og skyn­semi og með bestu þekk­ingu sem völ er á hverju sinn­i.“

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra og ráð­herra almanna­varna, voru gestir þessa síð­asta fund­ar. Þær lof­uðu þrí­eykið í hví­vetna. Svan­dís sagði að Víði, Þórólfi og Ölmu hefði tek­ist að fylla fólk öryggi. „Þetta var verk­efni sam­fé­lags­ins alls en í dag er mér efst í huga þakk­læti og lotn­ing fyrir þessu ein­staka fólki hér,“ sagði hún og afhenti þre­menn­ing­unum þakk­læt­is­vott. „Takk fyrir ykk­ur.“

Svan­dís vott­aði aðstand­endum þeirra tíu sem lát­ist hafa hér á landi vegna COVID-19 inni­lega sam­úð.

Áslaug Arna, ráðherra almannavarna, sagði mörg falleg orð um framlínufólkið okkar. Mynd: Lögreglan

Áslaug Arna sagði það til marks um þann góða árangur sem náðst hefði að um síð­asta upp­lýs­inga­fund­inn í bili væri að ræða. Í dag hafi því verið óhætt að fara af neyð­ar­stigi í almanna­vörn­um.

Ráð­herr­ann sagði að margir hefðu eflaust fundið fyrir ótta síð­ustu vikur en að sá ótti hefði þó ekki stjórnað neinu enda við­brögð þrí­eyk­is­ins verið aðdá­un­ar­verð og ein­kennst af yfir­vegun og skyn­semi. „Þraut­seigja og kjarkur lýsir þeim best.“

Áslaug hélt svo áfram og sagði: „Það er alveg ljóst að þessi staða...“

Hún gerði örstutt hlé á máli sínu er ljósin í fund­ar­rým­inu slokkn­uðu skyndi­lega.

„Og nú slokkn­aði ljósið,“ hélt hún áfram létt í bragði. „Þessi tækni­bilun sýndi og sann­aði að þetta er að klárast, að þessu er að ljúka.“

Víðir gaf svo að venju orðið laust fyrir spurn­ing­ar.

Eru sex smit í maí topp­ur­inn á ísjak­an­um? (Lík­lega ekki. Það virð­ist vera lítið smit í sam­fé­lag­in­u).

Ef önnur bylgja far­ald­urs kem­ur, til hvaða aðgerða verður þá gripið? (Við vitum meira um veiruna núna en í febr­úar og aðgerðir yrðu end­ur­metnar í ljósi þess).

Verður ekki meiri hætta á smiti þegar krárnar verða opn­að­ar? (Víðir hefur mikla trú á fólki og skyn­semi þess og „hefur fulla trú á að allir passi sig“).

Hversu lengi mun tveggja vikna sótt­kví vera nauð­syn­leg við kom­una til lands­ins? (Vinnu­hópur skilar í dag til­lögum að útfærslu að opnun landamæra og í kjöl­farið mun sótt­varna­læknir leggja fram til­lögur um fram­kvæmd­ina).

Hefur heil­brigð­is­ráð­herra fylgt til­mælum sótt­varna­læknis í hví­vetna? (Já, íslensku sótt­varna­lögin eru skýr. „Við treystum Þórólfi,“ sagði Svandís).

Er COVID-19 sjúk­dóm­ur­inn ekki eins lífs­hættu­legur núna og hann var? (Alltof snemmt að segja til um það en und­an­farið hafa þeir sem greinst hafa með sjúk­dóm­inn veikst minna en í upp­hafi far­ald­urs­ins).

Svandís Svavarsdóttir fór yfir það sem uppúr stendur af upplýsingafundunum. Mynd: Lögreglan

Eftir spurn­inga­flóð­ið, það síð­asta frá fjöl­miðla­mönnum í bili, bað Þórólfur aftur um orð­ið. „Að lok­um, þar sem þessir tveir ágætu ráð­herrar hafa verið að ausa okkur lofi hér, þrí­eyk­ið, þá vil ég fá að  ausa því til bak­a.“ Hann sagði ráð­herrana hafa verið „frá­bæra í sam­starfi“ og að þeir hafi gert vinnu þeirra allra auð­veld­ari. „Það er mjög dýr­mætt að geta hringt í ráð­herra nokkrum sinnum á dag og rætt mál­ið. Það er ekki sjálf­gef­ið. Ég vil bara þakka Svandísi sér­stak­lega fyrir góða sam­vinnu og von­andi verður þessi sam­vinna áfram. Ég á ekki von á öðru.“

Þegar fund­ur­inn hafði staðið í rétt rúman hálf­tíma, um það bil jafn lengi og stefnt var að í upp­hafi syrpunn­ar, var það Víðir sem átti loka­orð­in.

„Komið að lokum hjá okkur í dag. Síð­asta frá mér­... mig langar bara að senda þakk­læti til þessa fjöl­breytta hóps sem myndar okkar fal­lega sam­fé­lag. Þetta hefði ekki tek­ist nema að þið gerðuð þetta.

Takk fyr­ir.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent