Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni

Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.

Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

Samanlagðar greiðslur til launamanna sem settir voru á hlutabótaleiðina innan fiskveiða og fiskvinnslu voru 175,1 milljónir króna í mars og apríl. Þau tvö fyrirtæki sem settu flesta starfsmenn á leiðina innan þess geira eru nátengd. Annars vegar er um Samherja Íslands að ræða, sem setti 116 starfsmenn á hlutabætur, og hins vegar Útgerðarfélag Akureyringa, sem setti 129 manns á hana. Þessi tvö félög skáru sig úr þegar kemur að fjölda starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja sem settir voru á hlutabótaleiðina. Næst á eftir þeim var Jakob Valgeir ehf. með 60 manns. Raunar voru einungis fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem settu yfir 50 manns á hlutabótaleiðina. Það fjórða var Búlandstindur ehf., með 57 manns. 

Bæði félögin eru í eigu Samherja hf., eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins. Samanlagt greiddi ríkissjóður 18 milljónir króna í mars og apríl vegna þátttöku í launagreiðslum starfsmanna þessara tveggja fyrirtækja, samkvæmt því sem fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar á hlutabótaleiðinni, sem birt var fyrir helgi. 

Þar segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á sjávarútveg. „Fyrirtæki hafa bæði þurft að senda starfsfólk heim vegna sóttvarnaráðstafana en einnig hefur eftirspurn eftir fiskafurðum minnkað. Nokkur fyrirtæki í þessum flokki hafa þó boðað að þau muni endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum þess þar sem rekstur hefur gengið betur en útlit var fyrir.“ Á meðal þeirra fyrirtækja sem það hafa boðað er Samherji. 

Eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn

Kjarn­inn greindi frá því 10. apríl að Sam­herjasam­stæð­an, sem er stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins sem átti 111 millj­­arða króna í eigið fé í lok árs 2018, hefði sett starfs­­menn í fisk­vinnslum Sam­herja og dótt­­ur­­fé­lags­ins Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga á hluta­­bóta­­leið­ina. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja, sem birtist 13. maí síðastliðinn, segir að fyr­ir­tækin Sam­herji Ísland og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyrar hafi þurft að minnka starfs­hlut­fall starfs­manna í vinnslu á Akur­eyri og á Dal­vík eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn hófst og voru þessir starfs­menn um tíma í 50 pró­sent starfi. Breytt starfs­hlut­fall hafi meðal ann­ars til komið vegna krafna stjórn­valda um sótt­varnir en mark­miðið hafi verið að minnka líkur á að smit bær­ist á milli fólks og tryggja að starfs­fólk gæti unnið í sem mestu örygg­i. 

Stjórnendur Sam­herja Íslands og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyrar hefðu talið „sjálf­sagt að nýta hluta­starfa­leið­ina þar sem um var að ræða lög­bundið úrræði stjórn­valda. Það var svo talið jafn eðli­legt að láta fyr­ir­tækin sjálf bera kostn­að­inn, af þeirri röskun sem varð á starf­semi þeirra, þegar ljóst var að rekst­ur­inn gekk betur en útlit var fyrir í upp­hafi far­ald­urs­ins“.

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herja, sagði í sömu tilkynningu að betur hafi tek­ist að vinna úr þeirri stöðu sem var uppi í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins en útlit var fyrir í byrj­un. „Veið­ar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona. Af þeim sökum hafa þessi fyr­ir­tæki ákveðið að nýta ekki hluta­bóta­leið­ina og greiða starfs­fólki að fullu. Félögin munu því bera allan kostnað sem féll til vegna trufl­unar á starf­sem­inni í þágu sótt­varna.“

Greinin á mörg hundruð milljarða í eigin fé

Sjávarútvegur er ein stærsta stoð íslensks atvinnulífs. Greinin í heild átti eigið fé upp á 276 milljarða króna í lok árs 2018 og viðbúið er að það hafi aukist í fyrra, sem var gjöfult ár í útvegi.  

Frá hruni hefur eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækjanna batnað um 355 milljarða króna, en hún var neikvæð í lok árs 2008.

í lok árs 2008 var eiginfjárstaða geirans neikvæð en er nú, líkt og áður sagði jákvæð um 276 milljarða króna. Hún batnaði um 14 milljarða króna á árinu 2018.

Alls greiddu fyrirtækin sér arð upp á 12,3 milljarða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 milljarða króna til eigenda sinna í arðgreiðslur. 

Samanlagt hefur hagur sjávarútvegarins, því vænkast um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 og út síðasta ár, eða á einum áratug.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent