Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni

Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.

Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

Sam­an­lagðar greiðslur til launa­manna sem settir voru á hluta­bóta­leið­ina innan fisk­veiða og fisk­vinnslu voru 175,1 millj­ónir króna í mars og apr­íl. Þau tvö fyr­ir­tæki sem settu flesta starfs­menn á leið­ina innan þess geira eru nátengd. Ann­ars vegar er um Sam­herja Íslands að ræða, sem setti 116 starfs­menn á hluta­bæt­ur, og hins vegar Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga, sem setti 129 manns á hana. Þessi tvö félög skáru sig úr þegar kemur að fjölda starfs­manna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem settir voru á hluta­bóta­leið­ina. Næst á eftir þeim var Jakob Val­geir ehf. með 60 manns. Raunar voru ein­ungis fjögur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem settu yfir 50 manns á hluta­bóta­leið­ina. Það fjórða var Búlands­tindur ehf., með 57 manns. 

Bæði félögin eru í eigu Sam­herja hf., eins stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tækis lands­ins. Sam­an­lagt greiddi rík­is­sjóður 18 millj­ónir króna í mars og apríl vegna þátt­töku í launa­greiðslum starfs­manna þess­ara tveggja fyr­ir­tækja, sam­kvæmt því sem fram kemur í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á hluta­bóta­leið­inni, sem birt var fyrir helg­i. 

Þar segir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi haft tölu­verð áhrif á sjáv­ar­út­veg. „Fyr­ir­tæki hafa bæði þurft að senda starfs­fólk heim vegna sótt­varna­ráð­staf­ana en einnig hefur eft­ir­spurn eftir fiskaf­urðum minnk­að. Nokkur fyr­ir­tæki í þessum flokki hafa þó boðað að þau muni end­ur­greiða rík­inu hluta­bætur sem það greiddi starfs­mönnum þess þar sem rekstur hefur gengið betur en útlit var fyr­ir.“ Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem það hafa boðað er Sam­herj­i. 

Eðli­legt að bera sjálf kostn­að­inn

Kjarn­inn greindi frá því 10. apríl að Sam­herjasam­­stæð­an, sem er stærsta sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki lands­ins sem átti 111 millj­­­arða króna í eigið fé í lok árs 2018, hefði sett starfs­­­menn í fisk­vinnslum Sam­herja og dótt­­­ur­­­fé­lags­ins Útgerð­­­ar­­­fé­lags Akur­eyr­inga á hluta­­­bóta­­­leið­ina. 

Auglýsing
Í til­­kynn­ingu á vef Sam­herja, sem birt­ist 13. maí síð­ast­lið­inn, segir að fyr­ir­tækin Sam­herji Ísland og Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyrar hafi þurft að minnka starfs­hlut­­fall starfs­­manna í vinnslu á Akur­eyri og á Dal­vík eftir að COVID-19 far­ald­­ur­inn hófst og voru þessir starfs­­menn um tíma í 50 pró­­sent starfi. Breytt starfs­hlut­­fall hafi meðal ann­­ars til komið vegna krafna stjórn­­­valda um sótt­­varnir en mark­miðið hafi verið að minnka líkur á að smit bær­ist á milli fólks og tryggja að starfs­­fólk gæti unnið í sem mestu örygg­i. 

Stjórn­endur Sam­herja Íslands og Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyrar hefðu talið „sjálf­­sagt að nýta hluta­­starfa­­leið­ina þar sem um var að ræða lög­­bundið úrræði stjórn­­­valda. Það var svo talið jafn eðli­­legt að láta fyr­ir­tækin sjálf bera kostn­að­inn, af þeirri röskun sem varð á starf­­semi þeirra, þegar ljóst var að rekst­­ur­inn gekk betur en útlit var fyrir í upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins“.

Björgólfur Jóhanns­­son, annar for­­stjóri Sam­herja, sagði í sömu til­kynn­ingu að betur hafi tek­ist að vinna úr þeirri stöðu sem var uppi í kjöl­far heims­far­ald­­ur­s­ins en útlit var fyrir í byrj­­un. „Veið­­ar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona. Af þeim sökum hafa þessi fyr­ir­tæki ákveðið að nýta ekki hluta­­bóta­­leið­ina og greiða starfs­­fólki að fullu. Félögin munu því bera allan kostnað sem féll til vegna trufl­­unar á starf­­sem­inni í þágu sótt­­varna.“

Greinin á mörg hund­ruð millj­arða í eigin fé

Sjáv­ar­út­vegur er ein stærsta stoð íslensks atvinnu­lífs. Greinin í heild átti eigið fé upp á 276 millj­arða króna í lok árs 2018 og við­búið er að það hafi auk­ist í fyrra, sem var gjöf­ult ár í útveg­i.  

Frá hruni hefur eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

í lok árs 2008 var eig­in­fjár­staða geirans nei­kvæð en er nú, líkt og áður sagði jákvæð um 276 millj­arða króna. Hún batn­aði um 14 millj­arða króna á árinu 2018.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. 

Sam­an­lagt hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins, því vænkast um 447,5 millj­arða króna frá árinu 2008 og út síð­asta ár, eða á einum ára­tug.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent