Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni

Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.

Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

Samanlagðar greiðslur til launamanna sem settir voru á hlutabótaleiðina innan fiskveiða og fiskvinnslu voru 175,1 milljónir króna í mars og apríl. Þau tvö fyrirtæki sem settu flesta starfsmenn á leiðina innan þess geira eru nátengd. Annars vegar er um Samherja Íslands að ræða, sem setti 116 starfsmenn á hlutabætur, og hins vegar Útgerðarfélag Akureyringa, sem setti 129 manns á hana. Þessi tvö félög skáru sig úr þegar kemur að fjölda starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja sem settir voru á hlutabótaleiðina. Næst á eftir þeim var Jakob Valgeir ehf. með 60 manns. Raunar voru einungis fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem settu yfir 50 manns á hlutabótaleiðina. Það fjórða var Búlandstindur ehf., með 57 manns. 

Bæði félögin eru í eigu Samherja hf., eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins. Samanlagt greiddi ríkissjóður 18 milljónir króna í mars og apríl vegna þátttöku í launagreiðslum starfsmanna þessara tveggja fyrirtækja, samkvæmt því sem fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar á hlutabótaleiðinni, sem birt var fyrir helgi. 

Þar segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á sjávarútveg. „Fyrirtæki hafa bæði þurft að senda starfsfólk heim vegna sóttvarnaráðstafana en einnig hefur eftirspurn eftir fiskafurðum minnkað. Nokkur fyrirtæki í þessum flokki hafa þó boðað að þau muni endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum þess þar sem rekstur hefur gengið betur en útlit var fyrir.“ Á meðal þeirra fyrirtækja sem það hafa boðað er Samherji. 

Eðlilegt að bera sjálf kostnaðinn

Kjarn­inn greindi frá því 10. apríl að Sam­herjasam­stæð­an, sem er stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins sem átti 111 millj­­arða króna í eigið fé í lok árs 2018, hefði sett starfs­­menn í fisk­vinnslum Sam­herja og dótt­­ur­­fé­lags­ins Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyr­inga á hluta­­bóta­­leið­ina. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja, sem birtist 13. maí síðastliðinn, segir að fyr­ir­tækin Sam­herji Ísland og Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyrar hafi þurft að minnka starfs­hlut­fall starfs­manna í vinnslu á Akur­eyri og á Dal­vík eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn hófst og voru þessir starfs­menn um tíma í 50 pró­sent starfi. Breytt starfs­hlut­fall hafi meðal ann­ars til komið vegna krafna stjórn­valda um sótt­varnir en mark­miðið hafi verið að minnka líkur á að smit bær­ist á milli fólks og tryggja að starfs­fólk gæti unnið í sem mestu örygg­i. 

Stjórnendur Sam­herja Íslands og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyrar hefðu talið „sjálf­sagt að nýta hluta­starfa­leið­ina þar sem um var að ræða lög­bundið úrræði stjórn­valda. Það var svo talið jafn eðli­legt að láta fyr­ir­tækin sjálf bera kostn­að­inn, af þeirri röskun sem varð á starf­semi þeirra, þegar ljóst var að rekst­ur­inn gekk betur en útlit var fyrir í upp­hafi far­ald­urs­ins“.

Björgólfur Jóhanns­son, annar for­stjóri Sam­herja, sagði í sömu tilkynningu að betur hafi tek­ist að vinna úr þeirri stöðu sem var uppi í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins en útlit var fyrir í byrj­un. „Veið­ar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona. Af þeim sökum hafa þessi fyr­ir­tæki ákveðið að nýta ekki hluta­bóta­leið­ina og greiða starfs­fólki að fullu. Félögin munu því bera allan kostnað sem féll til vegna trufl­unar á starf­sem­inni í þágu sótt­varna.“

Greinin á mörg hundruð milljarða í eigin fé

Sjávarútvegur er ein stærsta stoð íslensks atvinnulífs. Greinin í heild átti eigið fé upp á 276 milljarða króna í lok árs 2018 og viðbúið er að það hafi aukist í fyrra, sem var gjöfult ár í útvegi.  

Frá hruni hefur eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækjanna batnað um 355 milljarða króna, en hún var neikvæð í lok árs 2008.

í lok árs 2008 var eiginfjárstaða geirans neikvæð en er nú, líkt og áður sagði jákvæð um 276 milljarða króna. Hún batnaði um 14 milljarða króna á árinu 2018.

Alls greiddu fyrirtækin sér arð upp á 12,3 milljarða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 milljarða króna til eigenda sinna í arðgreiðslur. 

Samanlagt hefur hagur sjávarútvegarins, því vænkast um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 og út síðasta ár, eða á einum áratug.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent