Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni

Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.

Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Auglýsing

Sam­an­lagðar greiðslur til launa­manna sem settir voru á hluta­bóta­leið­ina innan fisk­veiða og fisk­vinnslu voru 175,1 millj­ónir króna í mars og apr­íl. Þau tvö fyr­ir­tæki sem settu flesta starfs­menn á leið­ina innan þess geira eru nátengd. Ann­ars vegar er um Sam­herja Íslands að ræða, sem setti 116 starfs­menn á hluta­bæt­ur, og hins vegar Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga, sem setti 129 manns á hana. Þessi tvö félög skáru sig úr þegar kemur að fjölda starfs­manna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem settir voru á hluta­bóta­leið­ina. Næst á eftir þeim var Jakob Val­geir ehf. með 60 manns. Raunar voru ein­ungis fjögur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem settu yfir 50 manns á hluta­bóta­leið­ina. Það fjórða var Búlands­tindur ehf., með 57 manns. 

Bæði félögin eru í eigu Sam­herja hf., eins stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tækis lands­ins. Sam­an­lagt greiddi rík­is­sjóður 18 millj­ónir króna í mars og apríl vegna þátt­töku í launa­greiðslum starfs­manna þess­ara tveggja fyr­ir­tækja, sam­kvæmt því sem fram kemur í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á hluta­bóta­leið­inni, sem birt var fyrir helg­i. 

Þar segir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi haft tölu­verð áhrif á sjáv­ar­út­veg. „Fyr­ir­tæki hafa bæði þurft að senda starfs­fólk heim vegna sótt­varna­ráð­staf­ana en einnig hefur eft­ir­spurn eftir fiskaf­urðum minnk­að. Nokkur fyr­ir­tæki í þessum flokki hafa þó boðað að þau muni end­ur­greiða rík­inu hluta­bætur sem það greiddi starfs­mönnum þess þar sem rekstur hefur gengið betur en útlit var fyr­ir.“ Á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem það hafa boðað er Sam­herj­i. 

Eðli­legt að bera sjálf kostn­að­inn

Kjarn­inn greindi frá því 10. apríl að Sam­herjasam­­stæð­an, sem er stærsta sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki lands­ins sem átti 111 millj­­­arða króna í eigið fé í lok árs 2018, hefði sett starfs­­­menn í fisk­vinnslum Sam­herja og dótt­­­ur­­­fé­lags­ins Útgerð­­­ar­­­fé­lags Akur­eyr­inga á hluta­­­bóta­­­leið­ina. 

Auglýsing
Í til­­kynn­ingu á vef Sam­herja, sem birt­ist 13. maí síð­ast­lið­inn, segir að fyr­ir­tækin Sam­herji Ísland og Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyrar hafi þurft að minnka starfs­hlut­­fall starfs­­manna í vinnslu á Akur­eyri og á Dal­vík eftir að COVID-19 far­ald­­ur­inn hófst og voru þessir starfs­­menn um tíma í 50 pró­­sent starfi. Breytt starfs­hlut­­fall hafi meðal ann­­ars til komið vegna krafna stjórn­­­valda um sótt­­varnir en mark­miðið hafi verið að minnka líkur á að smit bær­ist á milli fólks og tryggja að starfs­­fólk gæti unnið í sem mestu örygg­i. 

Stjórn­endur Sam­herja Íslands og Útgerð­­ar­­fé­lags Akur­eyrar hefðu talið „sjálf­­sagt að nýta hluta­­starfa­­leið­ina þar sem um var að ræða lög­­bundið úrræði stjórn­­­valda. Það var svo talið jafn eðli­­legt að láta fyr­ir­tækin sjálf bera kostn­að­inn, af þeirri röskun sem varð á starf­­semi þeirra, þegar ljóst var að rekst­­ur­inn gekk betur en útlit var fyrir í upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins“.

Björgólfur Jóhanns­­son, annar for­­stjóri Sam­herja, sagði í sömu til­kynn­ingu að betur hafi tek­ist að vinna úr þeirri stöðu sem var uppi í kjöl­far heims­far­ald­­ur­s­ins en útlit var fyrir í byrj­­un. „Veið­­ar, vinnsla og sala hafa gengið betur en menn þorðu að vona. Af þeim sökum hafa þessi fyr­ir­tæki ákveðið að nýta ekki hluta­­bóta­­leið­ina og greiða starfs­­fólki að fullu. Félögin munu því bera allan kostnað sem féll til vegna trufl­­unar á starf­­sem­inni í þágu sótt­­varna.“

Greinin á mörg hund­ruð millj­arða í eigin fé

Sjáv­ar­út­vegur er ein stærsta stoð íslensks atvinnu­lífs. Greinin í heild átti eigið fé upp á 276 millj­arða króna í lok árs 2018 og við­búið er að það hafi auk­ist í fyrra, sem var gjöf­ult ár í útveg­i.  

Frá hruni hefur eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

í lok árs 2008 var eig­in­fjár­staða geirans nei­kvæð en er nú, líkt og áður sagði jákvæð um 276 millj­arða króna. Hún batn­aði um 14 millj­arða króna á árinu 2018.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. 

Sam­an­lagt hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins, því vænkast um 447,5 millj­arða króna frá árinu 2008 og út síð­asta ár, eða á einum ára­tug.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent