Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“

Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.

Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar telja mögu­legt að um 250 þús­und ferða­menn komi til lands­ins það sem eftir lifir árs. Hugs­an­lega gætu þeir orðið 300-350 þús­und ef allt fellur með grein­inni. Hags­munir þjóð­ar­bús­ins af 250 þús­und ferða­mönnum nema á bil­inu 20-30 millj­örðum og lík­lega getur sá fjöldi ferða­fólks haldið uppi um 4.000 störfum í grein­inni.

Ef hins vegar er gert ráð fyrir að ferða­vilji fólks í þeim vest­rænu ríkjum sem hafa orðið illa úti í far­aldr­inum sé lít­ill, líkt og nið­ur­stöður kann­anna benda til, og aðeins einn af hverjum fjórum rík­is­borg­urum ann­arra ríkja skili sér til lands­ins þá gæti ferða­mönnum fækkað úr 1,1 milljón á seinni hluta árs í fyrra í 180 þús­und í ár.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg sjón­ar­mið við losun ferða­tak­mark­ana. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fara að til­lögu sótt­varna­læknis um opnun landamæra með skimun komu­far­þega frá og með 15. júní. Til grund­vallar þeirri ákvörðun stjórn­valda liggur einnig mat á hag­rænum þátt­u­m. 

En efna­hags­leg áhrif los­unar ferða­tak­mark­ana eru hjúpuð mik­illi óvissu. Fjöldi ferða­manna sem kemur hingað til lands ræðst ekki aðeins af ákvörð­unum um sótt­varn­ir. Flug­fram­boð, efna­hags­að­stæður og ferða­vilji íbúa helstu mark­aðs­svæða eru þar ekki síður ráð­andi þætt­ir. 

Auglýsing

COVID-19 stefnir í að verða stærsta efna­hags­á­fall á heims­vísu í hart­nær hund­rað ár. Alþjóða­stofn­anir og aðrir grein­ing­ar­að­ilar áætla að efna­hags­bat­inn hefj­ist strax á næsta ári en að ferða­þjón­usta verði meðal síð­ustu atvinnu­greina til að jafna sig á áfall­inu. Flug­sam­göngur munu lík­lega ekki ná fyrri styrk fyrr en að nokkrum árum liðn­um. Langur tími gæti því liðið þar til fjöldi ferða­manna á Íslandi kemst nálægt tveimur millj­ónum á ný, segir í grein­ar­gerð­inni.

Að minnsta kosti 93 pró­sent jarð­ar­búa hafa síð­ustu mán­uði búið við ferða­tak­mark­an­ir, þar af þrír millj­arðar í löndum sem hafa alfarið lokað landa­mærum sín­um. Yfir­völd mæl­ast víð­ast hvar til þess að íbúar forð­ist óþörf ferða­lög og á flestum stöðum er enn gerð krafa um tveggja vikna sótt­kví við komu.  Nú stefnir í að til­slak­anir verði á þessum reglum innan Evr­ópu en meiri óvissa ríkir um þróun mála í Banda­ríkj­unum og Kína.

Miðað við þetta virð­ast mestar líkur á að ferða­menn frá Evr­ópu sæki Ísland heim á þessu ári en tals­verð óvissa er um áhuga fólks á ferða­lög­um. Kann­anir um ferða­vilja í Evr­ópu, Banda­ríkj­unum og Asíu benda til þess að víða sé fólk hik­andi við að leggja land undir fót eftir að far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Á það sér bæði fjár­hags­legar og heilsu­fars­legar skýr­ing­ar.

Þrír val­kostir metnir

Í grein­ar­gerð­inni er lagt mat á þrjá val­kosti við til­slak­anir á ferða­tak­mörk­un­um. Fyrsti kost­ur­inn eru óbreyttar tak­mark­anir þar sem öllum nema þeim sem koma frá Fær­eyjum og Græn­landi er gert að sæta tveggja vikna sótt­kví við kom­una til lands­ins. Því fyr­ir­komu­lagi þyrfti lík­lega að við­halda í langan tíma til að sótt­varn­ar­mark­mið næð­ust. Efna­hags­legar afleið­ingar slíkrar ráð­stöf­unar yrðu gríð­ar­leg­ar.

Hinir tveir val­kost­irnir snúa að því að opna landa­mærin með eða án kvaða um skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli eða vott­orð. Margt virð­ist benda til þess að eft­ir­spurn eftir ferða­lögum til Íslands verði í lág­marki næstu vikur og jafn­vel mán­uði. Því er ekki aug­ljóst að kvaðir um skimun hafi mik­inn fæl­ing­ar­mátt til skamms tíma. Þær gætu hins vegar dregið veru­lega úr fjölda smita sem ber­ast til lands­ins. Í grein­ar­gerð­inni kemur einnig fram að rétt þyki að ferða­menn greiði sjálfir fyrir próf­ið.

Ferðamenn við Seljalandsfoss á meðan allt lék í lyndi. Mynd: Birgir Þór

Flestar hag­spár gera ráð fyrir komu fárra ferða­manna það sem eftir lifir árs en mun fleirum á næsta ári. Spá Seðla­banka Íslands frá því í maí og sviðs­myndir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins gera t.d. ráð fyrir um milljón ferða­mönnum árið 2021. Er þetta aðeins helm­ingur þeirra ferða­manna sem sóttu landið heim árið 2019 og sami fjöldi og árið 2014.

Opin­berar hag­spár eiga það einnig sam­merkt að vænta veru­legrar fjölg­unar árið 2021, ekki síst frá 2. árs­fjórð­ungi þess árs. „Ef landið verður áfram lokað ferða­mönnum munu þær spár ekki ræt­ast og vöxt­ur­inn verða mun þrótt­minni og atvinnu­leysi hátt og við­var­and­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Vegna hás atvinnu­leysis nú, sér­stak­lega meðal þeirra sem áður störf­uðu í ferða­þjón­ustu, er mik­il­vægt að mati fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins að ferða­þjón­ustan nái sér á strik sem fyrst, jafn­vel þótt starf­semin verði aðeins brot af því sem áður var. „Til þess að svo megi verða er nauð­syn­legt að nákvæm útfærsla los­unar ferða­tak­mark­ana liggi fyrir sem fyrst, því ella halda afbók­anir áfram.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent