Einstakri náttúru við Hagavatn verði ekki fórnað fyrir „hagnaðarvon einkaaðila“

Hagavatnsvirkjun myndi auka uppfok en ekki minnka, að mati Sveins Runólfssonar fyrrverandi landgræðslustjóra. Hann leggst alfarið gegn því að náttúru verði fórnað fyrir „hagnaðarvon einkaðila sem mun hafa bein, áhrif á stóran hluta almennings í landinu“.

Foss í Farinu, útrennsli Hagavatns.
Foss í Farinu, útrennsli Hagavatns.
Auglýsing

Haga­vatns­virkjun gæti haft í för með sér alvar­lega svifryks­mengun á stórum byggða­svæð­um. Kæmi til stækk­unar hinnar fyr­ir­hug­uðu virkj­unar síðar meir yrði upp­fokið enn meira.

Þetta segir Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi land­græðslu­stjóri, í athuga­semd sinni við til­lögu að mats­á­ætlun 9,9 MW Haga­vatns­virkj­unar sem Íslensk vatns­orka ehf. áformar sunnan Lang­jök­uls. Við miðlun í Haga­vatni, eins og hún er kynnt í til­lög­unni, myndi um 600 hekt­arar af jök­ul­leir­bornum vatns­botni verða þurr langt fram á sum­ar, „vænt­an­lega fram í ágúst og mun það að feng­inni reynslu frá Háls­lóni og Blöndu­lóni leiða til mik­ils upp­foks og ein­hvers áfoks úr lóns­stæð­in­u,“ skrifar Sveinn. Komi til virkj­unar muni sá gróður sem náð hefur að festa rætur á um 1.800 hekt­ara svæði eyð­ast með öllu.

Hug­myndir að virkjun Haga­vatns hafa verið uppi í nokkra ára­tugi. Fyrst var talað um 35 MW virkjun en í nýj­ustu til­lögu er hún orðin 9,9 MW, rétt undir þeim mörkum sem krefj­ast með­ferðar í ramma­á­ætlun en þar er til­laga um 20 MW virkjun í Haga­vatni í bið­flokki.

Auglýsing

Þó að megawöttin séu færri er umfang fram­kvæmd­ar­innar sjálfrar hins vegar nokkuð sam­bæri­legt á milli til­lagna. Stíflur eru jafn marg­ar, jafn háar og svipað langar og miðl­un­ar­lónið sem yrði til með stíflun Haga­vatns yrði jafn stórt.



Árni Braga­son land­græðslu­stjóri sagði í við­tali við Kjarn­ann í vetur að allar hug­myndir um fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkjun sem Íslensk vatns­orka ehf. hefði kynnt und­an­farin ár myndu, ef þær yrðu að veru­leika, auka upp­blástur á svæð­inu en ekki draga úr hon­um. Öflug land­mót­un­aröfl, skrið og hop jökla, eru að verki sunnan Lang­jök­uls. Sagði Árni að Land­græðslan hefði engin áform um að grípa inn í nátt­úru­lega ferla.



Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. Mynd: Af vef Háskólafélags Suðurlands.Sveinn, for­veri Árna hjá Land­græðsl­unni, gerir að eigin sögn „meiri­háttar athuga­semd­ir“ við ýmsar full­yrð­ingar sem settar eru fram í til­lögum að mats­á­ætlun Haga­vatns­virkj­un­ar. Hafa verði í huga að landið sunnan Haga­fellsjöklanna og Haga­fells sé óheppi­legt fyrir miðl­un­ar­lón vegna þess hversu flatt það er og að lónið yrði því á stórum svæðum mjög grunnt. Það er ástæða þess að gert er ráð fyrir að með virkjun myndi vatns­borðið sveifl­ast um fimm metra eftir árs­tíma.



Enn­fremur segir Sveinn að í til­lög­unni sé því rang­lega haldið fram að gerð miðl­un­ar­lóns í Haga­vatni yrði sam­bæri­leg þeirri fram­kvæmd er Land­græðsla rík­is­ins stóð fyrir árið 1986 þegar vatns­borð Sand­vatns á Hauka­dals­heiði var hækkað með stífl­um. „Það yrði grund­vall­ar­munur á þessum tveimur aðgerð­um, því eins og segir í inn­gang­inum í til­lögu að mats­á­ætlun er leit­ast við að halda vatns­borði Sands­vatns stöð­ugu, einmitt til þess að koma í veg fyrir að stór flæmi botns jök­ul­lóns verði þurr á vorin og fram á sum­ar­ið.“

Skerðir sér­kenni og nátt­úru­gæði

Hann telur að yrði virkj­unin leyfð myndi það ganga þvert gegn mark­miðum lands­skipu­lags­stefnu. „Það hlýtur að vera alveg ljóst að umrædd fyr­ir­huguð virkj­un, ekki síst miðl­un­ar­lónið með breyti­legri vatns­yf­ir­borðs­stöðu og til­heyr­andi upp- og áfoki, skerðir sér­kenni og nátt­úru­gæði mið­há­lend­is­ins og skerðir víð­erni þess með óaft­ur­kræfum hætti. Upp­fok frá þurrum lóns­botni á vorin og langt fram á sumar verður miklu meira en nú er á fyr­ir­huguð lóns­stæði með til­heyr­andi skertum loft­gæðum og getur leitt til svifryks­meng­unar í aðliggj­andi byggðum langt yfir heilsu­fars­mörk­um.“

Æski­legt er að mati Sveins að hækka vatns­yf­ir­borð Haga­vatns með var­an­legum hætti „þó að það geti alls ekki talist brýn þörf við núver­andi aðstæð­ur.“

Hann bætir svo við: „Það er hins vegar full­kom­lega ósam­rým­an­legt að nýta stækkað Haga­vatn sem miðl­un­ar­lón til raf­orku­fram­leiðslu.“

Í athuga­semdum sínum rifjar Sveinn upp að Land­græðslan hafði á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hug á því að stækka Haga­vatn með stíflu. Mat á umhverf­is­á­hrifum þeirrar fram­kvæmdar var ekki sam­þykkt af umhverf­is­ráðu­neyt­inu og í kjöl­farið mættu hug­mynd­irnar mik­illi and­stöðu meðal fjölda umhverf­is­vernd­ar- og ferða­þjón­ustu­að­ila. Þau fyr­ir­tæki sem ætl­uðu að styrkja og kosta fram­kvæmd­ina hættu við stuðn­ing sinn og Land­græðslan taldi sér ekki fært „að fara gegn slíkri and­stöð­u“.

Tilhögun fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar eins og hún er kynnt í tillögu að matsskýrslu.



Í grein­ar­gerð með nýlegu aðal­skipu­lagi Blá­skóga­byggðar er talað um „end­ur­heimt Haga­vatns“ og vísað til þess að þó að stækkun vatns­ins myndi vissu­lega breyta ásýnd lands­ins á þessu svæði „þá ber að líta á það að Haga­vatn náði yfir umrætt svæði allt þar til hjóp úr því árið 1939“.



Þessi full­yrð­ing um stærð Haga­vatns stenst ekki að sögn Sveins. „Það kann að vera að syðri strand­lína vatns­ins hafi verið nær því sem fyr­ir­hugað lón verði. En þá náðu Haga­fellsjökl­arnir miklu lengra til suð­urs en nú er. Miðl­un­ar­lón yrði því miklu stærra að flat­ar­máli en Haga­vatn um 1900.“

Aukin þekk­ing og reynsla af upp­græðslu



Í sömu grein­ar­gerð, sem ítrekað er vitnað til í til­lögu að mats­á­ætlun Haga­vatns­virkj­un­ar, stendur einnig að „end­ur­heimt Haga­vatns“ sé for­senda þess að hægt sé að ráð­ast í frek­ari land­græðslu­að­gerðir sunnan vatns­ins. Sveinn segir þessa full­yrð­ingu ekki heldur stand­ast með til­liti til auk­innar þekk­ingar og reynslu í upp­græðslu, „enda hefur all nokkuð verið unnið að land­græðslu sunnan og suð­vestan við vatnið á síð­ast­liðnum árum með ágætum árangri“.



Sveinn minnir á að þegar Land­græðslan áform­aði að stækka Haga­vatn í lok síð­ustu aldar hafi aðilar í ferða­þjón­ustu mót­mælt því harka­lega. „Það að spilla þess­ari stór­kost­legu nátt­úru við Haga­vatn með virkj­un­ar­fram­kvæmd­um, mann­virkjum og stóru mann­gerðu jök­ul­lóni með til­heyr­andi upp­foki frá ströndum er ekki til þess fallið að gleðja augu ferða­manna.“



Í athuga­semdum sínum leggur Sveinn ríka áherslu á að hann búi á áhrifa­svæði „óhjá­kvæmi­legs upp­foks“ frá fyr­ir­hug­uðu miðl­un­ar­lóni og sem borg­ari þessa lands þá legg­ist hann „al­farið gegn því að þess­ari ein­stöku og fágætu nátt­úru við Haga­vatn verði fórnað fyrir hagn­að­ar­von einka­að­ila sem mun hafa bein, nei­kvæð áhrif á stóran hluta almenn­ings í land­in­u.“





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent