Rafbílaeigendur geti búist við miklu álagi á hleðslustöðvum í sumar

Aukin rafbílaeign og hugur fólks til ferðalaga í sumar mun líklega hafa þau áhrif að þétt verður setið um hleðslustöðvar landsins á ferðahelgum. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og að skipuleggja ferðalög með tilliti til hleðslustöðva.

45 prósent af nýskráðum bílum það sem af er ári eru raf- eða tengiltvinnbílar.
45 prósent af nýskráðum bílum það sem af er ári eru raf- eða tengiltvinnbílar.
Auglýsing

Þol­in­mæði er mik­il­væg­asti far­angur þeirra sem ætla sér að ferð­ast inn­an­lands á raf­bíl í sum­ar. Þetta er mat við­mæl­anda Kjarn­ans um mál­ið. Búast má við því að í sumar verði meira álag á þeim hleðslu­stöðvum sem stað­settar eru við vin­sæl­ustu áning­ar­stað­ina við þjóð­vegi lands­ins, nú þegar Íslend­ingar ætla í auknum mæli að ferð­ast inn­an­lands.Raf­bílum í flota lands­manna hefur fjölgað ört á síð­ustu árum. Á vef Orku nátt­úr­unnar kemur fram að í maí hafi heild­ar­fjöldi raf­bíla á land­inu verið alls 4.925 og heild­ar­fjöldi tengilt­vinn­bíla verið 8.636. Hlut­deild þess­ara bíla í flot­anum kann að virð­ast lít­il, en hún hefur vaxið hratt. Þegar fyrstu hleðslu­stöðvar ON voru teknar í notkun árið 2014 voru innan við 100 raf- eða tengilt­vinn­bílar á götum lands­ins.

AuglýsingAukn­ingin sést hve best í tölum um nýskrán­ingar fólks­bíla sem finna má á vef Bíl­greina­sam­bands­ins. Það sem af er ári eru alls 45 pró­sent af nýskráðum bílum raf- eða tengilt­vinn­bíl­ar. Til sam­an­burðar eru 40 pró­sent af nýskrán­ingum bensín eða dísil­bíl­ar. Þetta er tölu­verð breyt­ing frá fyrra ári, þá voru bensín og dísil­bílar alls rúm­lega 70 pró­sent af nýskráðum bíl­um.Hleðslu­stöðvanetið hefur einnig vaxið jafnt og þétt á síð­ustu árum. Í nýút­kominni Árbók Bíl­greina­sam­bands­ins segir að um 140 hleðslu­stöðvar hafi verið í notkun á land­inu í loks árs 2019. Þar kemur einnig fram að á Íslandi séu alls 186 hleðslu­stöðvar opnar almenn­ingi. Þær tölur eru fengnar af vef­síð­unni PlugS­hare entekið er fram að óvíst sé hver afköst þess­ara stöðva eru og hvort að þær séu háðar opn­un­ar­tíma. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum úthlut­aði Orku­sjóður styrkjum til upp­setn­ingar á 43 hrað­hleðslu­stöðvum vítt og breitt um landið og vinna við þá upp­setn­ingu stendur nú yfir.

Vill hleðslu­mið­stöðvar með mörgum hleðslu­stöðvum

„Af­staða raf­bíla­sam­bands­ins er sú að það sem þurfi að gera er að koma upp hleðslu­mið­stöð­um. Í stað­inn fyrir að það sé ein og ein stöð hingað og þangað þá sé reynt að fjölga stöðvum per stað. Ef þú hefur prófað að ferð­ast um landið á raf­bíl þá kemstu að því að það er aðal­vanda­málið að finna lausa stöð,“ segir Jóhann G. Ólafs­son, for­maður Raf­bíla­sam­bands Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann.Jóhann bendir samt sem áður á að fjöldi raf­bíla um hverja stöð hér á landi sé nokkuð minni miðað við lönd sem við berum okkur saman við. Þar að auki sé erfitt fyrir þau fyr­ir­tæki sem halda úti hleðslu­stöðvum að rétt­læta fjár­fest­ingu í stöðvum þar sem notk­unin er ekki mikil alla jafna. Við hleðslu­stöðvar á vin­sælum ferða­leiðum geti mynd­ast biðraðir á helgum þegar fólk er á far­alds­fæti en þess á milli geti notk­unin verið óveru­leg.Hvíta­sunnu­helgin stærsta hleðslu­helgin frá upp­hafi

Und­an­farnar helg­ar, fyrstu ferða­helgar sum­ars­ins, hafa verið nokk­urs konar gener­alprufa fyrir sum­arið sem er framund­an. Hafrún Þor­valds­dótt­ir, verk­efna­stjóri hleðslu­nets ON, segir að met í notkun á hleðslu­net­inu hafi verið sett föstu­dag­inn fyrir Hvíta­sunnu og að það met hafi svo aftur verið slegið degi seinna. „Þannig að þetta var lang, lang stærsta hleðslu­helgi frá upp­hafi upp­bygg­ingar inn­viða til orku­skipta á Ísland­i,“ Segir Hafrún.Hún segir mest vera að gera á föstu­dags- og sunnu­dags­eft­ir­mið­dög­um. Þrátt fyrir að mikil eft­ir­spurn eftir hleðslu sé á þessum tímum er sam­an­burð­ur­inn við önnur lönd okkur hag­stæður að mati Hafrún­ar. „Auð­vitað eru álags­tímar þar sem geta mynd­ast biðraðir en það er sjald­gæft. Þetta er með því lang­besta sem ger­ist í heim­in­um. Í Nor­egi eru mikli stærri biðraðir og fólk bara fer í bið­röð.“  Mælir með að stoppa oftar og skemur

En hvaða ráð getur Hafrún gefið fólki sem er að ferð­ast um landið á raf­bíl? „Kort­leggja ferð­ina og skipu­leggja ferð­ina miðað við hvar hleðslu­stöðvar eru. Þær eru með sirka 100 kíló­metra milli­bil­i,“ segir Hafrún. Þá segir hún það mik­il­vægt að fólk kynni sér hvernig hleðslu­ferlið í bíl­unum virk­ar. Raf­hlöð­urnar hlaða sig mis­hratt eftir því hver staðan á þeim er. Þannig að það getur tekið jafn langan tíma að hlaða raf­hlöðu úr tíu pró­sentum upp í 80 pró­sent líkt og það tekur að hlaða raf­hlöð­una úr 80 pró­sentum upp í 100 pró­sent. Það geti því borgað sig að stoppa oftar og í skemmri tíma. Ætli fólk hins vegar að full­hlaða raf­hlöð­una geti það borgað sig að skipta úr hrað­hleðslu yfir í venju­lega AC hleðslu þegar raf­hlaðan er komin upp í um 80 pró­sent. Þá eru raf­hlöð­urnar að taka jafn mikið út úr AC hleðslu líkt og úr hrað­hleðslu. Tíma­gjaldið er lægra í AC hleðslu en not­andi greiðir bæði fyrir ork­una sem og fyrir þann tíma sem hann er tengdur hleðslu­stöð­inni.Hleðslan megi ekki vera kvöð

Spurður um ráð fyrir raf­bíla­eig­endur sem eru að ferð­ast um landið í sum­ar, kannski í fyrsta sinn á raf­bíl, segir Jóhann hjá Raf­bíla­sam­band­inu að mik­il­vægt sé að skipu­leggja sig vel og að sýna þol­in­mæði. Hann mælir einnig með því að fólk hugi að afþr­ey­ingu til að hafa ofan af fyrir sér, og sér­stak­lega börn­un­um, ef það ger­ist að mikil bið er eftir hleðslu.Hann bendir á að það sé ekk­ert nauð­syn­legt að ein­blína á hrað­hleðslu­stöðv­arnar við þjóð­veg­inn. Það geti verið snið­ugt að skoða fyrir fram hvaða aðstaða sé í grennd við hleðslu­stöð til þess að geta nýtt tím­ann á meðan bíll­inn hleður sig. Mik­il­vægt sé að fólk líti ekki á það sem kvöð að þurfa að hlaða bíl­inn. Hann nefnir sem dæmi að snið­ugt geti verið að setja bíl­inn í venju­lega 22 kílóvatta hæg­hleðslu og nýta tím­ann sem það tekur að hlaða til að fara í sund eða skoða sig um. „Það er ýmis­legt í boði. Það eru fleiri stöðvar þarna heldur en fólk kannski áttar sig á en hrað­hleðslu­stöðv­arnar eru frekar fáar enn þá,“ segir hann að lok­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent