Rafbílaeigendur geti búist við miklu álagi á hleðslustöðvum í sumar

Aukin rafbílaeign og hugur fólks til ferðalaga í sumar mun líklega hafa þau áhrif að þétt verður setið um hleðslustöðvar landsins á ferðahelgum. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og að skipuleggja ferðalög með tilliti til hleðslustöðva.

45 prósent af nýskráðum bílum það sem af er ári eru raf- eða tengiltvinnbílar.
45 prósent af nýskráðum bílum það sem af er ári eru raf- eða tengiltvinnbílar.
Auglýsing

Þol­in­mæði er mik­il­væg­asti far­angur þeirra sem ætla sér að ferð­ast inn­an­lands á raf­bíl í sum­ar. Þetta er mat við­mæl­anda Kjarn­ans um mál­ið. Búast má við því að í sumar verði meira álag á þeim hleðslu­stöðvum sem stað­settar eru við vin­sæl­ustu áning­ar­stað­ina við þjóð­vegi lands­ins, nú þegar Íslend­ingar ætla í auknum mæli að ferð­ast inn­an­lands.Raf­bílum í flota lands­manna hefur fjölgað ört á síð­ustu árum. Á vef Orku nátt­úr­unnar kemur fram að í maí hafi heild­ar­fjöldi raf­bíla á land­inu verið alls 4.925 og heild­ar­fjöldi tengilt­vinn­bíla verið 8.636. Hlut­deild þess­ara bíla í flot­anum kann að virð­ast lít­il, en hún hefur vaxið hratt. Þegar fyrstu hleðslu­stöðvar ON voru teknar í notkun árið 2014 voru innan við 100 raf- eða tengilt­vinn­bílar á götum lands­ins.

AuglýsingAukn­ingin sést hve best í tölum um nýskrán­ingar fólks­bíla sem finna má á vef Bíl­greina­sam­bands­ins. Það sem af er ári eru alls 45 pró­sent af nýskráðum bílum raf- eða tengilt­vinn­bíl­ar. Til sam­an­burðar eru 40 pró­sent af nýskrán­ingum bensín eða dísil­bíl­ar. Þetta er tölu­verð breyt­ing frá fyrra ári, þá voru bensín og dísil­bílar alls rúm­lega 70 pró­sent af nýskráðum bíl­um.Hleðslu­stöðvanetið hefur einnig vaxið jafnt og þétt á síð­ustu árum. Í nýút­kominni Árbók Bíl­greina­sam­bands­ins segir að um 140 hleðslu­stöðvar hafi verið í notkun á land­inu í loks árs 2019. Þar kemur einnig fram að á Íslandi séu alls 186 hleðslu­stöðvar opnar almenn­ingi. Þær tölur eru fengnar af vef­síð­unni PlugS­hare entekið er fram að óvíst sé hver afköst þess­ara stöðva eru og hvort að þær séu háðar opn­un­ar­tíma. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum úthlut­aði Orku­sjóður styrkjum til upp­setn­ingar á 43 hrað­hleðslu­stöðvum vítt og breitt um landið og vinna við þá upp­setn­ingu stendur nú yfir.

Vill hleðslu­mið­stöðvar með mörgum hleðslu­stöðvum

„Af­staða raf­bíla­sam­bands­ins er sú að það sem þurfi að gera er að koma upp hleðslu­mið­stöð­um. Í stað­inn fyrir að það sé ein og ein stöð hingað og þangað þá sé reynt að fjölga stöðvum per stað. Ef þú hefur prófað að ferð­ast um landið á raf­bíl þá kemstu að því að það er aðal­vanda­málið að finna lausa stöð,“ segir Jóhann G. Ólafs­son, for­maður Raf­bíla­sam­bands Íslands, í sam­tali við Kjarn­ann.Jóhann bendir samt sem áður á að fjöldi raf­bíla um hverja stöð hér á landi sé nokkuð minni miðað við lönd sem við berum okkur saman við. Þar að auki sé erfitt fyrir þau fyr­ir­tæki sem halda úti hleðslu­stöðvum að rétt­læta fjár­fest­ingu í stöðvum þar sem notk­unin er ekki mikil alla jafna. Við hleðslu­stöðvar á vin­sælum ferða­leiðum geti mynd­ast biðraðir á helgum þegar fólk er á far­alds­fæti en þess á milli geti notk­unin verið óveru­leg.Hvíta­sunnu­helgin stærsta hleðslu­helgin frá upp­hafi

Und­an­farnar helg­ar, fyrstu ferða­helgar sum­ars­ins, hafa verið nokk­urs konar gener­alprufa fyrir sum­arið sem er framund­an. Hafrún Þor­valds­dótt­ir, verk­efna­stjóri hleðslu­nets ON, segir að met í notkun á hleðslu­net­inu hafi verið sett föstu­dag­inn fyrir Hvíta­sunnu og að það met hafi svo aftur verið slegið degi seinna. „Þannig að þetta var lang, lang stærsta hleðslu­helgi frá upp­hafi upp­bygg­ingar inn­viða til orku­skipta á Ísland­i,“ Segir Hafrún.Hún segir mest vera að gera á föstu­dags- og sunnu­dags­eft­ir­mið­dög­um. Þrátt fyrir að mikil eft­ir­spurn eftir hleðslu sé á þessum tímum er sam­an­burð­ur­inn við önnur lönd okkur hag­stæður að mati Hafrún­ar. „Auð­vitað eru álags­tímar þar sem geta mynd­ast biðraðir en það er sjald­gæft. Þetta er með því lang­besta sem ger­ist í heim­in­um. Í Nor­egi eru mikli stærri biðraðir og fólk bara fer í bið­röð.“  Mælir með að stoppa oftar og skemur

En hvaða ráð getur Hafrún gefið fólki sem er að ferð­ast um landið á raf­bíl? „Kort­leggja ferð­ina og skipu­leggja ferð­ina miðað við hvar hleðslu­stöðvar eru. Þær eru með sirka 100 kíló­metra milli­bil­i,“ segir Hafrún. Þá segir hún það mik­il­vægt að fólk kynni sér hvernig hleðslu­ferlið í bíl­unum virk­ar. Raf­hlöð­urnar hlaða sig mis­hratt eftir því hver staðan á þeim er. Þannig að það getur tekið jafn langan tíma að hlaða raf­hlöðu úr tíu pró­sentum upp í 80 pró­sent líkt og það tekur að hlaða raf­hlöð­una úr 80 pró­sentum upp í 100 pró­sent. Það geti því borgað sig að stoppa oftar og í skemmri tíma. Ætli fólk hins vegar að full­hlaða raf­hlöð­una geti það borgað sig að skipta úr hrað­hleðslu yfir í venju­lega AC hleðslu þegar raf­hlaðan er komin upp í um 80 pró­sent. Þá eru raf­hlöð­urnar að taka jafn mikið út úr AC hleðslu líkt og úr hrað­hleðslu. Tíma­gjaldið er lægra í AC hleðslu en not­andi greiðir bæði fyrir ork­una sem og fyrir þann tíma sem hann er tengdur hleðslu­stöð­inni.Hleðslan megi ekki vera kvöð

Spurður um ráð fyrir raf­bíla­eig­endur sem eru að ferð­ast um landið í sum­ar, kannski í fyrsta sinn á raf­bíl, segir Jóhann hjá Raf­bíla­sam­band­inu að mik­il­vægt sé að skipu­leggja sig vel og að sýna þol­in­mæði. Hann mælir einnig með því að fólk hugi að afþr­ey­ingu til að hafa ofan af fyrir sér, og sér­stak­lega börn­un­um, ef það ger­ist að mikil bið er eftir hleðslu.Hann bendir á að það sé ekk­ert nauð­syn­legt að ein­blína á hrað­hleðslu­stöðv­arnar við þjóð­veg­inn. Það geti verið snið­ugt að skoða fyrir fram hvaða aðstaða sé í grennd við hleðslu­stöð til þess að geta nýtt tím­ann á meðan bíll­inn hleður sig. Mik­il­vægt sé að fólk líti ekki á það sem kvöð að þurfa að hlaða bíl­inn. Hann nefnir sem dæmi að snið­ugt geti verið að setja bíl­inn í venju­lega 22 kílóvatta hæg­hleðslu og nýta tím­ann sem það tekur að hlaða til að fara í sund eða skoða sig um. „Það er ýmis­legt í boði. Það eru fleiri stöðvar þarna heldur en fólk kannski áttar sig á en hrað­hleðslu­stöðv­arnar eru frekar fáar enn þá,“ segir hann að lok­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent