Bílaleigubílum í umferð hefur fækkað um hátt í helming á milli ára

Stjórnendur tveggja af stærstu bílaleigum landsins gera ráð fyrir um 70 til 80 prósent samdrætti í útleigu í ár. Fjöldi bílaleigubíla sem ekki eru í umferð hefur rúmlega sjöfaldast á milli ára.

Ljóst er að færri ferðamenn munu aka um þjóðvegi landsins á bílaleigubílum í sumar.
Ljóst er að færri ferðamenn munu aka um þjóðvegi landsins á bílaleigubílum í sumar.
Auglýsing

Bíla­leigu­bílum í umferð hefur fækkað um 46 pró­sent á milli ára, í upp­hafi júní voru þeir alls 13.143 tals­ins en í upp­hafi júní í fyrra voru þeir 24.374 tals­ins. Þetta kemur fram í svari Sam­göngu­stofu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 



Í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa bíla­leigur lands­ins þurft að grípa til ýmissa hag­ræð­ing­ar­að­gerða. Það liggur beint við að leig­urnar bregð­ist við minnk­andi eft­ir­spurn með því að losa sig við bíla sem ann­ars myndu standa óhreyfð­ir. Leig­urnar hafa því selt bíla í stórum stíl á síð­ustu mán­uð­um.



Auglýsing

Fimm þús­und færri bílar í flot­anum í ár

Á síð­ustu tólf mán­uðum hafa bíla­leig­urnar selt tæp­lega fimm þús­und fleiri bíla heldur en þær hafa keypt. Þetta sést í tölum yfir bíla­leigu­bíla á skrá frá Sam­göngu­stofu. Í upp­hafi júní í fyrra voru alls 25.437 bíla­leigu­bílar á skrá en nú eru þeir 20.776. Floti bíla­leigu­bíla hefur því skroppið saman um tæp 20 pró­sent.



En minnk­andi umsvif bíla­leiga sjást kannski best í fjölda bíla sem ekki eru í umferð en fjöldi þeirra hefur rúm­lega sjö­fald­ast á milli ára. Í júní í fyrra voru 1.063 bílar úr umferð en í ár er fjöldi þeirra alls 7.633. Þegar bílar eru teknir úr umferð er núm­era­plötum þeirra skilað inn og leig­urnar spara sér því kostnað í formi bif­reiða­gjalda og greiðslna til trygg­inga­fé­laga. Þannig minnka leig­urnar kostnað sem hlýst af óhreyfðum bíl­u­m. 



Gerir ráð fyrir 75 pró­senta sam­drætti

Bíla­leig­urnar hafa þurft að grípa til fleiri aðgerða til þess að halda sjó. „Við nátt­úr­lega nýttum okkur úrræði stjórn­valda, fyrst hluta­bóta­leið­ina og svo sögðum við upp fólki. Það er kannski það hel­sta,“ segir Hjálmar Pét­urs­son, for­stjóri ALP, um það hvernig fyr­ir­tækið tók á þeim skakka­föllum í rekstri sem fylgdu kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, en ALP á og rekur Avis og Budget bíla­leig­urn­ar.



„Við erum nátt­úr­lega búin að skera niður í starfs­mönnum og fækka bílum eins og við get­um. Höfum skorið niður þann kostnað sem hægt er og þetta verður alveg hræði­legt ár sama hvernig sum­arið fer úr þessu. Það eru komnir þrír tekju­lausir mán­uðir með engum túrist­u­m,“ segir Hjálmar um horf­urnar en hann gerir ráð fyrir um 75 pró­senta sam­drætti í útleigu í ár.



Tölu­verð fjölgun í lang­tíma­leigu Íslend­inga

Að hans sögn hafa Íslend­ingar ekki getað stoppað í gatið sem erlendu ferða­menn­irnir skildu eft­ir. „Við fórum strax í það að bjóða bíla á inn­an­lands­markað í lang­tíma­leigu og skemmri leigu og við höfum náð fínum árangri þar, Íslend­ingar tóku vel við því. En það er ekk­ert fyrir ferða­lög, heldur bara í sölu og lang­tíma­leig­u,“ segir Hjálmar sem telur að aukn­ingin í lang­tíma­leigu til Íslend­inga nemi um 50 pró­sentum á milli ára.



Staðan er svipuð hjá Höldur sem rekur Bíla­leigu Akur­eyrar og Europc­ar. „Við höfum bæði verið að reyna að draga úr bíla­kaupum fyrir það fyrsta og auka bíla­sölu. Það er verk­efni númer eitt, tvö, og þrjú að minnka flot­ann og fækka bíl­um. Og svo eru alls konar önnur mál eins hjá öllum öðrum fyr­ir­tækj­um. Fryst­ing á afborg­unum og leng­ing lána og eitt­hvað slíkt, þetta hefð­bundna bara. Og við nýttum okkur hluta­bóta­leið­ina í apríl og maí en gerum það reyndar ekki leng­ur. Fækkað fólki og lækkað laun og allar þær aðgerðir sem ég held að flest ef ekki öll ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa verið nauð­beygð í,“ segir Stein­grímur Birg­is­son, for­stjóri Höld­urs, um aðgerðir fyr­ir­tæk­is­ins.



Fagnar hverri bókun

Stein­grímur gerir ráð fyrir svip­uðum sam­drætti og Hjálm­ar. „Í okkar áætl­unum erum við að gera ráð fyrir 70 til 80 pró­sent. Þannig að ég held að það breyt­ist ekk­ert þó að það sé búið að opna landið og það séu ein­hverjar bók­anir að koma og allt það,“ segir Stein­grímur sem fagnar hverri bók­un.



 „Síðan er maður bara far­inn að horfa á 2021. Ég held að 2020 verði mjög slæmt ár fyrir alla sem eru í ferða­þjón­ustu. Það er jákvætt að fá ein­hverjar bók­anir inn núna og von­andi fer þetta hægt og rólega að tikka inn. Maður vonar bara að Íslend­ingar og þeir sem sækja okkur heim passi enn þá upp á sótt­varn­ar­mál. Maður er nátt­úr­lega skít­hræddur um að þetta blossi upp aft­ur,“ segir Stein­grímur að lok­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent