Guðni með mikla yfirburði

Guðni Th. Jóhannesson var með rúmlega 90 prósent atkvæða í forsetakosningunum er fyrstu tölur höfðu borist úr fjórum kjördæmum. Er það í takti við nýjustu skoðanakannanir.

Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Auglýsing

Þegar fyrstu tölur í for­seta­kosn­ing­unum höfðu verið birtar úr fjórum kjör­dæmum í kvöld var Guðni Th. Jóhann­es­son með mikla yfir­burði eða 90,3 pró­sent atkvæða. Guð­mundur Frank­lín Jóns­son var þá með 9,7 pró­sent atkvæða. Er þetta í takti við nýj­ustu skoð­ana­kann­an­ir. Enn áttu þá eftir að ber­ast fyrstu tölur úr Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum báð­um.

Yfir fimm­tíu þús­und manns kusu utan kjör­fund­ar. 

Auglýsing

Guðni sagð­ist í sam­tali við RÚV eftir að fyrstu tölur voru komnar úr tveimur kjör­dæmum að hann var þakk­látur fyrir stuðn­ing­inn.  Hann vildi þó bíða með „fulln­að­ar­dóma“ um nið­ur­stöður kosn­ing­anna á þeim tíma­punkti.

Eliza Reid, eig­in­kona Guðna, var einnig til við­tals í RÚV og var spurð hvernig henni lit­ist á fjögur ár til við­bótar á Bessa­stöð­um. „Bara mjög vel,“ sagði hún. „Ég hlakka mikið til fram­tíð­ar­innar og er mjög stolt af Guðna, að sjálf­sögð­u.“

Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson voru tveir í framboði til forseta.

Sig­ríður Haga­lín Björns­dóttir frétta­maður RÚV spurði Elizu því næst um þá umræðu sem skap­að­ist um að hún, maki for­seta, væri úti­vinn­andi. „Mér finnst þetta ágætis umræða til að taka. Mér fannst alveg sjálf­sagt að ég haldi áfram í minni vinnu eins og ég var alltaf að gera þó að mað­ur­inn minn fengi nýja vinnu. Og ég held að meiri­hluti þjóð­ar­innar sé sam­mála því.“

Eliza sagði að þau Guðni reyndu að halda fjöl­skyldu­líf­inu með börn­unum eins venju­legu á Bessa­stöðum og hægt er. Við vorum til dæmis að ganga upp  á Esj­una í dag og reynum að gera margt saman sem fjöl­skylda.“

Auglýsing

Guðni sagði margt sem hægt væri að gera betur í sam­fé­lag­inu, „og margt sem við verðum að gera betur og getum svo hæg­lega gert bet­ur. En eitt af því sem við getum verið stolt af hér á Íslandi er sú stað­reynd að sá eða sú sem gegnir emb­ætti for­seta Íslands getur um frjáls höfuð strok­ið. Farið með sinni fjöl­skyldu á íþrótta­við­burði, í leik­hús, upp á Esj­una, án þess að það kalli á ein­hverjar meiri­háttar fram­kvæmdir og und­ir­bún­ing. Og við eigum að halda í þetta. Við eigum að halda í þetta frjálsa og opna sam­fé­lag okkar – þetta sam­fé­lag frelsis og jafn­rétt­is, víð­sýni og umburð­ar­lynd­is. Þar sem for­set­inn getur gengið um meðal fólks­ins ólíkt því sem gengur og ger­ist víða úti í heim­i.“

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son sagði í sam­tali við RÚV að hann væri ánægður með fyrstu tölur og sagði að hvert atkvæði sem hann fengi væri atkvæði gegn spill­ingu. Spurður hvort að hann hafi á ein­hverjum tíma­punkti talið sig hafa raun­hæfa mögu­leika á að verða for­seti sagði hann að allt væri hægt í heim­in­um.  Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent