Guðni með mikla yfirburði

Guðni Th. Jóhannesson var með rúmlega 90 prósent atkvæða í forsetakosningunum er fyrstu tölur höfðu borist úr fjórum kjördæmum. Er það í takti við nýjustu skoðanakannanir.

Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Auglýsing

Þegar fyrstu tölur í for­seta­kosn­ing­unum höfðu verið birtar úr fjórum kjör­dæmum í kvöld var Guðni Th. Jóhann­es­son með mikla yfir­burði eða 90,3 pró­sent atkvæða. Guð­mundur Frank­lín Jóns­son var þá með 9,7 pró­sent atkvæða. Er þetta í takti við nýj­ustu skoð­ana­kann­an­ir. Enn áttu þá eftir að ber­ast fyrstu tölur úr Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum báð­um.

Yfir fimm­tíu þús­und manns kusu utan kjör­fund­ar. 

Auglýsing

Guðni sagð­ist í sam­tali við RÚV eftir að fyrstu tölur voru komnar úr tveimur kjör­dæmum að hann var þakk­látur fyrir stuðn­ing­inn.  Hann vildi þó bíða með „fulln­að­ar­dóma“ um nið­ur­stöður kosn­ing­anna á þeim tíma­punkti.

Eliza Reid, eig­in­kona Guðna, var einnig til við­tals í RÚV og var spurð hvernig henni lit­ist á fjögur ár til við­bótar á Bessa­stöð­um. „Bara mjög vel,“ sagði hún. „Ég hlakka mikið til fram­tíð­ar­innar og er mjög stolt af Guðna, að sjálf­sögð­u.“

Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson voru tveir í framboði til forseta.

Sig­ríður Haga­lín Björns­dóttir frétta­maður RÚV spurði Elizu því næst um þá umræðu sem skap­að­ist um að hún, maki for­seta, væri úti­vinn­andi. „Mér finnst þetta ágætis umræða til að taka. Mér fannst alveg sjálf­sagt að ég haldi áfram í minni vinnu eins og ég var alltaf að gera þó að mað­ur­inn minn fengi nýja vinnu. Og ég held að meiri­hluti þjóð­ar­innar sé sam­mála því.“

Eliza sagði að þau Guðni reyndu að halda fjöl­skyldu­líf­inu með börn­unum eins venju­legu á Bessa­stöðum og hægt er. Við vorum til dæmis að ganga upp  á Esj­una í dag og reynum að gera margt saman sem fjöl­skylda.“

Auglýsing

Guðni sagði margt sem hægt væri að gera betur í sam­fé­lag­inu, „og margt sem við verðum að gera betur og getum svo hæg­lega gert bet­ur. En eitt af því sem við getum verið stolt af hér á Íslandi er sú stað­reynd að sá eða sú sem gegnir emb­ætti for­seta Íslands getur um frjáls höfuð strok­ið. Farið með sinni fjöl­skyldu á íþrótta­við­burði, í leik­hús, upp á Esj­una, án þess að það kalli á ein­hverjar meiri­háttar fram­kvæmdir og und­ir­bún­ing. Og við eigum að halda í þetta. Við eigum að halda í þetta frjálsa og opna sam­fé­lag okkar – þetta sam­fé­lag frelsis og jafn­rétt­is, víð­sýni og umburð­ar­lynd­is. Þar sem for­set­inn getur gengið um meðal fólks­ins ólíkt því sem gengur og ger­ist víða úti í heim­i.“

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son sagði í sam­tali við RÚV að hann væri ánægður með fyrstu tölur og sagði að hvert atkvæði sem hann fengi væri atkvæði gegn spill­ingu. Spurður hvort að hann hafi á ein­hverjum tíma­punkti talið sig hafa raun­hæfa mögu­leika á að verða for­seti sagði hann að allt væri hægt í heim­in­um.  Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent