Guðni með mikla yfirburði

Guðni Th. Jóhannesson var með rúmlega 90 prósent atkvæða í forsetakosningunum er fyrstu tölur höfðu borist úr fjórum kjördæmum. Er það í takti við nýjustu skoðanakannanir.

Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við RÚV eftir að fyrstu tölur höfðu borist.
Auglýsing

Þegar fyrstu tölur í for­seta­kosn­ing­unum höfðu verið birtar úr fjórum kjör­dæmum í kvöld var Guðni Th. Jóhann­es­son með mikla yfir­burði eða 90,3 pró­sent atkvæða. Guð­mundur Frank­lín Jóns­son var þá með 9,7 pró­sent atkvæða. Er þetta í takti við nýj­ustu skoð­ana­kann­an­ir. Enn áttu þá eftir að ber­ast fyrstu tölur úr Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum báð­um.

Yfir fimm­tíu þús­und manns kusu utan kjör­fund­ar. 

Auglýsing

Guðni sagð­ist í sam­tali við RÚV eftir að fyrstu tölur voru komnar úr tveimur kjör­dæmum að hann var þakk­látur fyrir stuðn­ing­inn.  Hann vildi þó bíða með „fulln­að­ar­dóma“ um nið­ur­stöður kosn­ing­anna á þeim tíma­punkti.

Eliza Reid, eig­in­kona Guðna, var einnig til við­tals í RÚV og var spurð hvernig henni lit­ist á fjögur ár til við­bótar á Bessa­stöð­um. „Bara mjög vel,“ sagði hún. „Ég hlakka mikið til fram­tíð­ar­innar og er mjög stolt af Guðna, að sjálf­sögð­u.“

Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson voru tveir í framboði til forseta.

Sig­ríður Haga­lín Björns­dóttir frétta­maður RÚV spurði Elizu því næst um þá umræðu sem skap­að­ist um að hún, maki for­seta, væri úti­vinn­andi. „Mér finnst þetta ágætis umræða til að taka. Mér fannst alveg sjálf­sagt að ég haldi áfram í minni vinnu eins og ég var alltaf að gera þó að mað­ur­inn minn fengi nýja vinnu. Og ég held að meiri­hluti þjóð­ar­innar sé sam­mála því.“

Eliza sagði að þau Guðni reyndu að halda fjöl­skyldu­líf­inu með börn­unum eins venju­legu á Bessa­stöðum og hægt er. Við vorum til dæmis að ganga upp  á Esj­una í dag og reynum að gera margt saman sem fjöl­skylda.“

Auglýsing

Guðni sagði margt sem hægt væri að gera betur í sam­fé­lag­inu, „og margt sem við verðum að gera betur og getum svo hæg­lega gert bet­ur. En eitt af því sem við getum verið stolt af hér á Íslandi er sú stað­reynd að sá eða sú sem gegnir emb­ætti for­seta Íslands getur um frjáls höfuð strok­ið. Farið með sinni fjöl­skyldu á íþrótta­við­burði, í leik­hús, upp á Esj­una, án þess að það kalli á ein­hverjar meiri­háttar fram­kvæmdir og und­ir­bún­ing. Og við eigum að halda í þetta. Við eigum að halda í þetta frjálsa og opna sam­fé­lag okkar – þetta sam­fé­lag frelsis og jafn­rétt­is, víð­sýni og umburð­ar­lynd­is. Þar sem for­set­inn getur gengið um meðal fólks­ins ólíkt því sem gengur og ger­ist víða úti í heim­i.“

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son sagði í sam­tali við RÚV að hann væri ánægður með fyrstu tölur og sagði að hvert atkvæði sem hann fengi væri atkvæði gegn spill­ingu. Spurður hvort að hann hafi á ein­hverjum tíma­punkti talið sig hafa raun­hæfa mögu­leika á að verða for­seti sagði hann að allt væri hægt í heim­in­um.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Gunnarsdóttir
Þyngdarlögmál Þorsteins Víglundssonar
Kjarninn 23. apríl 2021
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
Kjarninn 23. apríl 2021
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu
S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.
Kjarninn 23. apríl 2021
Eyrún Magnúsdóttir
Þess vegna þarf að segja fréttir
Kjarninn 23. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.
Kjarninn 23. apríl 2021
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg
Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.
Kjarninn 22. apríl 2021
Atli Þór Fanndal
„Þrátt fyrir stöku mótmæli“
Kjarninn 22. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent