Álagsgreiðsla fyrir 170 vinnustundir í miðjum faraldri „niðurlægjandi“

„Ég gaf mig alla í þetta, gekk mjög nærri sjálfri mér í vinnu við þessar þessar ótrúlega erfiðu aðstæður,“ segir svæfingarhjúkrunarfræðingur sem finnst upphæð álagsgreiðslu vegna starfa í bakvarðasveit og á gjörgæslu vanvirða hennar framlag.

Arna Rut tók fyrst 10 vaktir á níu dögum. Hún kom aftur til starfa á gjörgæsludeildinni um páskana.
Arna Rut tók fyrst 10 vaktir á níu dögum. Hún kom aftur til starfa á gjörgæsludeildinni um páskana.
Auglýsing

„Þetta var eins og að fá kalda vatns­gusu í and­lit­ið,“ segir Arna Rut O. Gunn­ars­dóttir um augna­blikið þegar hún komst að því að fyrir yfir 170 klukku­stunda vinnu á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans – á mesta álags­tíma í far­aldri COVID-19 – fékk hún greiddar 26.938 krónur í álags­greiðslu frá rík­inu. Greiðslan er skatt­skyld og munu því rétt rúmar 16 þús­und krónur koma í hlut Örnu.



Hún seg­ist hafa horft lengi á töl­una og hugs­að: Hvað er þetta eig­in­lega? Sér­stak­lega í ljósi þess að hún hafði heyrt að starfs­fólk Land­spít­al­ans, sem hefði komið beint að þjón­ustu við COVID-­sjúk­linga, gæti fengið allt að 250 þús­und krónur í umbun vegna álags­ins.



En Arna er ekki fastur starfs­mað­ur. Og hún innti sína vinnu - í rúm­lega 170 klukku­stundir – af hendi á nokkrum vikum í apríl þegar álagið var gríð­ar­legt á gjör­gæslu­deild­inni. Þangað kom hún til starfa í gegnum bak­varða­sveit heil­brigð­is­starfs­fólks – sveitar sem sett var saman til að heil­brigð­is­stofn­anir lands­ins færu ekki á hlið­ina út af álagi. Sveitar sem hlaut mikið lof fyrir sín störf.

Auglýsing



Arna er menntuð í svæf­ing­ar­hjúkr­un. Hún vann í mörg ár á sjúkra­hús­inu á Akur­eyri en skipti um starfs­vett­vang árið 2018. Vegna sér­þekk­ingar hennar var henni tekið fagn­andi er hún bauð fram krafta sína í bak­varða­sveit­ina. Hún er búsett á Akur­eyri ásamt fjöl­skyldu sinni; eig­in­manni og fjórum son­um.



Hún taldi það ekki eftir sér að fljúga suður og taka tíu vaktir á gjör­gæslu­deild­inni á níu dög­um. Fara svo í stutt vakta­hlé til Akur­eyrar en svo aftur suður um pásk­ana til að sinna alvar­lega veikum COVID-­sjúk­ling­um. „Þegar ég fór heim aftur eftir pásk­ana þá var ástandið á deild­inni farið að róast,“ rifjar Arna upp. „Spít­al­inn ætl­aði að hringja ef að það yrði þörf á mér aftur en það kom ekki til þess.“



Í miðjum far­aldr­inum var þegar farið að ræða um það að greiða heil­brigð­is­starfs­fólki sér­staka umbun vegna álags­ins. Einn millj­arður króna var svo settur inn í fjár­auka­lög og átti hann að greiða því starfs­fólki sem stóð í fram­lín­unni í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn. Ákveðið var að 750 millj­ónir myndu renna til starfs­manna Land­spít­al­ans og Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri en afgang­ur­inn til heilsu­gæsl­unnar og ann­arra heil­brigð­is­stofn­ana í land­inu.

Miðað við við­veru starfs­manna í mars og apríl



Síðar til­kynnti Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, að allt starfs­fólk sjúkra­húss­ins fengi greitt vegna álags­ins en mis­mikið eftir því á hvaða deildum það vinn­ur. Og á hvaða tíma. Þannig var ákveðið að upp­hæðin færi eftir við­veru starfs­manns í mars og apr­íl.



„Ég heyrði þessar fréttir og hugs­aði svo sem ekk­ert mikið út í þetta. Ég vissi að hvað hver og einn myndi fá yrði útfærslu­at­rið­i,“ segir Arna. „En svo fór ég að sjá umræðu á Face­book í gær­kvöldi frá bak­vörðum sem fannst upp­hæðin sem þeir fengu skrít­in.“



Einn bak­vörð­ur­inn, kona sem hafði komið fyrr úr fæð­ing­ar­or­lofi til aðstoðar á gjör­gæslu­deild­inni, fékk svo dæmi sé tekið 6.775 krónur í umbun. Eftir skatt fær hún 1.094 krónur í sinn hlut.



Fleiri svip­aðar sögur fóru að heyr­ast.



„Þá fór ég að kíkja hvort ég hefði fengið sendan launa­seð­il. Hann var kom­inn og þar stendur ein­fald­lega: Launa­upp­bót A: 26.938 krón­ur. Útborg­að: 16.100,“ segir Arna.

Arna Rut að störfum á gjörgæsludeild Landspítalans í faraldrinum. Mynd: Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Hún seg­ist hafa farið að skoða málið og telur skýr­ing­una á þessum lágu greiðslum fel­ast í því að umbunin er reiknuð út frá föstu starfs­hlut­falli í mars og apr­íl, en bak­verðir eru fæstir með fast­ráðn­ingu heldur var gert við þá tíma­vinnu­samn­ing­ur. Þannig virð­ist launa­upp­bótin ekki end­ur­spegla vinnu­fram­lag starfs­manna með neinum hætti, heldur ein­göngu ráðn­inga­sam­band þeirra til Land­spít­al­ans þessa tvo mán­uði.



Sumir starfs­menn í hluta­starfi sem ákváðu að vinna meira þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst til að létta undir með sam­starfs­fólki, virð­ast ekki fá það metið inn í launa­upp­bót­ina og Arna og fleiri bak­verð­ir, sem komu margir hverjir til aðstoðar í apríl – er flestir lágu inni á sjúkra­hús­um, þar af margir í önd­un­ar­vél – fengu þá mun lægri upp­hæð. Þrátt fyrir að hafa skilað yfir 170 vinnu­stundum á stuttu tíma­bili.



 „Ég tók allan mesta álags­tím­ann,“ segir Arna. „Og nið­ur­staðan er þessi upp­hæð.“

Son­ur­inn fékk fullt af gjafa­bréfum



Hún seg­ist alls ekki vilja vera van­þakk­lát. En henni finnst upp­hæðin engu að síður van­virð­ing við sig og sitt fram­lag. „Mér finnst þetta nið­ur­lægj­andi. Ég gaf mig alla í þetta, gekk mjög nærri sjálfri mér í vinnu við þessar ótrú­lega erf­iðu aðstæð­ur. Þetta end­ur­speglar engan veg­inn þá áhættu og það álag sem starfs­menn unnu í og þar með ekki fram­lag hvers og eins. Ég vann ígildi mán­að­ar­vinnu í mesta álag­inu en fæ samt ekki helm­ing­inn af upp­hæð­inni. Þetta er ósann­gjarnt gagn­vart okkur sem komum inn á þessum tíma­punkti og kláruðum okkur hrein­lega í vinnu á nokkrum vik­um.“



Sextán ára sonur Örnu fór að vinna fyrir Nettó á Akur­eyri í sam­komu­bann­inu. „Hann kom heim um dag­inn með umslag sem í var fjöldi gjafa­bréfa, fyrir hót­elgist­ingum og margt fleira. Þannig þakk­aði Nettó starfs­fólki sínu fyrir vel unnin störf í COVID. Sem er auð­vitað til mik­illar fyr­ir­mynd­ar. Ég hefði verið þakk­lát­ari ef Land­spít­al­inn hefði sent mér gjafa­bréf í hót­elgist­ingu eina nótt að and­virði 26 þús­und króna.“

Myndi aftur aðstoða



Nýverið fékk Arna sím­tal frá Land­spít­al­anum þar sem hún var spurð hvort hún gæti verið á útkalls­lista yfir þá bak­verði sem yrðu fyrst kall­aðir til ef önnur bylgja far­ald­urs­ins gangi yfir. „Ég sagði eins og var að það væri mikið að gera í vinn­unni hjá mér en að ég myndi skoða þetta. Ég vona að næsta bylgja, komi hún upp, verði ekki eins alvar­leg og sú fyrsta. En ef virki­lega þyrfti þá myndi ég örugg­lega fara og aðstoða. En ég myndi aldrei taka tíu daga tarnir aftur eða 12-16 tíma vinnu­daga.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent