Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkomandi. Hæfnisnefnd sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra mat Páleyju hæfasta umsækjenda.
Páley hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum frá 2002 til 2007 og starfaði sem lögmaður frá 2007 til 2014.
Fimm umsóknir bárust dómsmálaráðuneytinu um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra.
Umsóknarfrestur rann út 25. maí. Halla Bergþóra Björnsdóttir sem gegndi starfi lögreglustjóra á Norðurlandi eystra tók nýverið við stöðu lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir sem gegndi þeirri stöðu tók við sem ríkislögreglustjóri af Haraldi Johannessen.
Eftirtaldir sóttu um embættið á Norðurlandi eystra:
Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara.
Halldóra Kristín Hauksdótti, lögmaður hjá Akureyrarbæ.
Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur hjá Fiskistofu.
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi og staðgengill lögreglustjóra á Norðurlandi vestra.