Veldi Storytel stækkar

Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.

Storytel
Auglýsing

Í lið­inni viku keypti Storytel streym­isveitu arab­ískra hljóð­bóka og ráð­andi hlut í fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í fram­leiðslu hljóð­bóka. Fyrir hafði Storytel keypt ráð­andi hlut í For­lag­inu.Mið­viku­dag­inn 8. júlí birt­ist til­kynn­ing á vef Storytel þess efnis að félagið hefði fest kaup á einni af stærstu streym­isveitum hljóð­bóka á arab­ísku, Kitab Sawti. Í til­kynn­ing­unni segir að Kitab Sawti sé leið­andi fyr­ir­tæki á sviði fram­leiðslu og streymis á hljóð­bókum á arab­ísku en það var stofnað af sænskum frum­kvöðlum árið 2016. Vöxtur Kitab Sawti hefur verið mik­ill und­an­farið en í til­kynn­ing­unni kemur fram að sala félags­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 hafi verið 79 pró­sentum meiri en á sama tíma í fyrra. Fyr­ir­tækið hafi því verið öfl­ugur keppi­nautur Storytel á þessu mark­aðs­svæði en Storytel Arabia var sett á lagg­irnar árið 2017. Eftir sam­ein­ingu mun Storytel hafa yfir rúm­lega fimm þús­und hljóð­bókatitlum á arab­ísku að ráða, stærsta ein­staka safni hljóð­bóka á því tungu­máli.

Auglýsing


Tveimur dögum síðar birt­ist önnur til­kynn­ing á vef félags­ins um kaup á ráð­andi hlut í Ear­sel­ect AB en það er nor­rænt fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í fram­leiðslu hljóð­bóka. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 2017 og býr yfir hug­bún­aði sem auð­veldar fram­leiðslu hljóð­bóka í fjar­vinnu.Í til­kynn­ingu segir að að kaupin muni auka enn frekar skil­virkni í fram­leiðslu Storyt­el. Haft er eftir Robert Holm­ström, yfir­manni fram­leiðslu hjá Storyt­el, að tækni Ear­sel­ect muni hraða fram­leiðslu hljóð­bóka Storytel og auka hag­kvæmni í fram­leiðsl­unni sem gerir fyr­ir­tæk­inu kleift að mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir gæða­hljóð­bók­um. Þann 1. júlí keypti Storytel ráð­andi hlut í For­lag­inu. Nú, líkt og þá, er kaup­verðið trún­að­ar­mál. Fyrir 70 pró­senta hlut sinn í For­lag­inu greiðir Storytel með reiðufé en fyrir kaupin á Kitab Sawti og Ear­sel­ect greiðir Storytel að hluta til með reiðufé og að hluta til með hlutum í Storyt­el.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent