Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi

„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu

Á gangi í Piccadily Circus í London.
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Auglýsing

Borgir og ríki víðs vegar um heim­inn hafa sett á ýmsar tak­mark­anir á ný til að berj­ast gegn fjölgun nýrra smita af kór­ónu­veirunni. Yfir 13 millj­ónir til­fella hafa greinst í heim­in­um. Fram­kvæmda­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar segir ekki hægt „að stytta sér leið“ í bar­átt­unni gegn COVID-19. Mis­vísandi skila­boð leið­toga séu eitt helsta vanda­mál­ið. Ef haldið verði áfram á sömu braut eigi far­ald­ur­inn eftir að „versna og versna og versn­a“.



Í dag voru settar á hertar tak­mark­anir í Hong Kong, þær hörð­ustu frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Yfir­völd telja hætt­una á umfangs­miklum hópsmitum mikla. Frá og með mið­nætti þurfa allir sem nota almenn­ings­sam­göngur að vera með and­lits­grím­ur. Þá er ekki hægt að borða á veit­inga­húsum eftir klukkan 18 á kvöldin – aðeins verða leyfðar heim­send­ingar eftir þann tíma.



Aðgerð­irnar eru nýjar því ekki var gripið til þeirra í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og heldur ekki þeirri sem fylgdi á eft­ir.

Auglýsing



Í höf­uð­borg Fil­ipps­eyja, Man­illa, hefur útgöngu­bann verið sett á að hluta. Það nær til um 250 þús­und íbúa. Á Fil­ipps­eyjum hafa greinst 57 þús­und til­felli og tæp­lega 1.600 hafa lát­ist vegna COVID-19.



Í Banda­ríkj­unum hafa greinst um 60 þús­und ný til­felli dag­lega í tæpa viku. Rík­is­stjóri Kali­forníu hefur ákveðið að loka öllum börum í rík­inu og engin starf­semi má fara fram inn­an­dyra í kvik­mynda­hús­um, leik­húsum og á veit­inga­stöð­um. Í 30 sýslum í Kali­forníu þarf að loka ákveðnum sam­komu­stöðum á borð við bæna­hús, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, hár­greiðslu­stofur og versl­un­ar­mið­stöðv­ar. Í kjöl­far afnáms tak­mark­ana nýverið hóf smitum að fjölga hratt í rík­inu. Yfir 8.200 ný til­felli hafa greinst dag­lega síð­ustu vik­una.



Í dag urðu tíma­mót í Ástr­alíu er til­felli af COVID-19 fóru yfir 10 þús­und. Þegar hafði verið gripið til hertra aðgerða í Mel­bo­urne en nú hafa yfir­völd í Nýja Suð­ur­-Wa­les sett á fjölda­tak­mark­an­ir. Ekki fleiri en tíu mega koma saman í hverjum hópi á börum og sam­komur tak­markast við 300 manns að hámarki. Þá er þeim sem standa að við­burðum og taka á móti við­skipta­vinum skylt að fylgja ströngum sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum og fólk á að halda tveggja metra fjar­lægð sín á milli. Ástæðan er sú að hópsmit tíu manna er rakið til bars í Sydn­ey. Heim­ilt er að sekta fólk sem ekki virðir nýju regl­urn­ar.



Ástr­a­lar höfðu náð góðum árangri í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni. Þeir vilja því tryggja að önnur bylgja far­ald­urs­ins brjót­ist ekki út.



Stjórn­völd á Englandi hafa ákveðið að við­skipta­vinir versl­ana verði að bera and­lits­grímur frá og með deg­inum í dag. Mis­vísandi skila­boð hafa borist frá rík­is­stjórn­inni varð­andi leið­bein­ingar til almenn­ings. Bretar búa sig nú undir aðra bylgju far­ald­urs­ins sem sér­fræð­ingar telja að gæti dregið 120 þús­und manns til dauða í vetur ef allt fari á versta veg.

Aðgerðir end­ur­spegla ekki hætt­una



„Ég ætla að vera hrein­skil­inn, mörg lönd eru að fara í ranga átt,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar á blaða­manna­fundi í gær. „Veiran er enn óvinur númer eitt en aðgerðir margra rík­is­stjórna end­ur­spegla það ekki. Eina mark­mið veirunnar er að finna fólk til að sýkja.“



Sagði hann að mis­vísandi skila­boð frá leið­togum væri að grafa undan því mik­il­væg­asta í bar­átt­unni: Trausti. Ef rík­is­stjórnir senda ekki skýr skila­boð til borg­ara og vinna að mark­vissum áætl­unum til að draga úr útbreiðslu veirunnar og ef almenn­ingur fylgir ekki ein­földum sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum „mun far­ald­ur­inn aðeins fara í eina átt. Hann á eftir að versna og versna og versn­a“.



Hann sagði að hægt væri að koma í veg fyrir það ef „hver ein­asti leið­togi, hver ein­asta rík­is­stjórn og hver ein­asta mann­eskja geri sitt til að rjúfa smit­keðj­una“.

Kórónuveiran er enn útbreidd í Bretlandi. Fólk sem notar almenningssamgöngur ber margt andlitsgrímur. Mynd: EPA



Fram­kvæmda­stjór­inn sagð­ist gera sér grein fyrir að verk­efnið væri ekki ein­falt og að margir þjóð­ar­leið­togar væru að vinna við mjög erf­iðar aðstæð­ur, m.a. efna­hags­legar og félags­leg­ar.



Benti hann á nýja rann­sókn Sam­ein­uðu þjóð­anna um að á síð­asta ári hafi 690 millj­ónir manna búið við sult. Enn er óljóst hver áhrif COVID-19 verða á fátækt en sér­fræð­ingar Sam­ein­uðu þjóð­anna telja að um 130 millj­ónir manna til við­bótar eigi eftir að bæt­ast í hóp hungr­aðra jarð­ar­búa.



„Það er ekki hægt að stytta sér leið út úr far­aldr­in­um,“ sagði Ghebr­eyesus. „Við vonum öll að árang­urs­ríkt bólu­efni finn­ist en við verðum að ein­beita okkur að því núna að nota þau verk­færi sem við höfum til að draga úr útbreiðsl­unni og bjarga manns­líf­um.“



Erindi sínu lauk hann á þessum orð­um: „Ég vil vera hrein­skil­inn við ykk­ur: Við munum ekki snúa til sömu lífs­hátta í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. En við höfum veg­vísi til að geta náð tökum á sjúk­dómnum og haldið áfram að lifa líf­in­u.“



Veg­vísir­inn er þrí­þætt­ur:



Í fyrsta lagi þarf að vinna að því að fækka smitum og draga úr dauðs­föllum af völdum sjúk­dóms­ins.



Í öðru lagi að vald­efla sam­fé­lög svo fólk taki per­sónu­legar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir alvar­lega og gæti að hvert öðru.



„Og í þriðja lagi þurfum við sterka þjóð­ar­leið­toga og útfærslu á aðgerð­ar­á­ætl­unum sem er komið til skila á skil­virkan og skilj­an­legan hátt. Sama hvar hvert land er statt á kúrfu far­ald­urs­ins, það er aldrei of seint að grípa til aðgerða.“



Sam­vinna væri lyk­il­at­riði og hún þyrfti að hefj­ast þegar í stað.



 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent