Um klukkan 23.36 í kvöld varð jarðskjálfti norður af
Fagradalsfjalli á Reykjanesi og samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum á vef
Veðurstofunnar var hann um 4,4 stig. Við yfirferð Veðurstofunnar kom í ljós að hann reyndist 5 stig. Skjálftinn fannst vel í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrir minni skjálftar hafa þegar fylgt í kjölfarið á svipuðum slóðum, þar af einn af stærðinni 2,8.
Í janúar varð vart við landris skammt frá fellinu Þorbirni við Grindavík. Síðan þá hefur land risið þar um að minnsta kosti 12 sentímetra.
Auglýsing
Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til nýjustu upplýsinga Veðurstofunnar um stærð skjálftans.