Flugfreyjur þurft að þola kúgun og ógnarstjórnun „milljón krónu-mannanna“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir alla hljóta að vera hugsi eftir það sem hún kallar samstillta árás á flugfreyjur og segir ljóst að stéttaátökin fari harðnandi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Svona er ástandið í kvennaparadís­inni; vinn­andi konur eiga von á því að vera útmál­aðar sem galnar og haldnar skemmd­ar­fýsn, eiga von á því að vera hæddar og smán­aðar fyrir það eitt að reyna að standa vörð um rétt­indi sín og berj­ast fyrir eðli­legum launum fyrir sína unnu vinnu. Í þeirri atlögu taka þátt ríkir og valda­miklir karl­ar, sem svífast nákvæm­lega einskis. Ljóst er að kven-vinnu­aflið verður að standa saman nú sem aldrei fyrr.“Þetta kemur fram í ítar­legum pistli sem Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, birti á Face­book-­síðu sinni í dag. Hún segir vinn­andi fólk á Íslandi und­an­farna daga og vikur enn á ný fengið inn­sýn í „hug­ar­heim auð- og valda­stétt­ar­innar sem telja sig eig­endur íslensks sam­fé­lags­“. 

Auglýsing


Icelandair og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi gengið fram af „ótrú­legri hörku“ gagn­vart Flug­freyju­fé­lagi Íslands. Félags­menn þess hafi þurft að þola „kúgun og ógn­ar­stjórnun milljón krón­u-­mann­anna“. Hún segir kvenna­stétt sem noti „hjarta, hendur og heila við sína vinnu hefur þurft að þola það að vera sagt upp stöf­um, kastað í ruslið, vegna þess að með­limir hennar vildu ekki hlýða skip­unum frá þeim sem telja sig eig­endur alls á þess­ari eyju“.­Sól­veig heldur áfram segir Icelandair og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa gert aðför að flug­freyju­fé­lag­inu og harkan sem full­trúar þeirra sýndu hafi verið til „há­bor­innar skammar“ og verði lengi í minnum höfð. Segir hún þessa aðila skulda flug­freyjum afsök­un­ar­beiðni og að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi nú lýst yfir stríði við samn­ings­rétt vinn­andi fólks sem sé horn­steinn vinnu­mark­að­ar­ins. Fram hjá því sé ekki hægt að líta. Vegna þeirra orða er fallið hafið um hugs­an­lega þátt­töku líf­eyr­is­sjóð­anna í áform­uðu hluta­fjár­út­boði Icelandair bendir Sól­veig á að að vinn­andi fólk á Íslandi „getur ekki og mun ekki sam­þykkja að eft­ir­launa­sjóðir þess verði nýttir til að fjár­magna árásir á grunn­rétt­indi vinnu­aflsins eða til fjár­mögn­unar á fyr­ir­tækjum sem standa í far­ar­broddi slíkra árása. Að for­ystu­fólk í verka­lýðs­fé­lögum bendi á þessa aug­ljósu stað­reynd er full­kom­lega sjálf­sagt og eðli­legt. Það er ein­hvers­konar úrkynjun að skilja það ekki.“ Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent