Flugfreyjur þurft að þola kúgun og ógnarstjórnun „milljón krónu-mannanna“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir alla hljóta að vera hugsi eftir það sem hún kallar samstillta árás á flugfreyjur og segir ljóst að stéttaátökin fari harðnandi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

„Svona er ástandið í kvennaparadís­inni; vinn­andi konur eiga von á því að vera útmál­aðar sem galnar og haldnar skemmd­ar­fýsn, eiga von á því að vera hæddar og smán­aðar fyrir það eitt að reyna að standa vörð um rétt­indi sín og berj­ast fyrir eðli­legum launum fyrir sína unnu vinnu. Í þeirri atlögu taka þátt ríkir og valda­miklir karl­ar, sem svífast nákvæm­lega einskis. Ljóst er að kven-vinnu­aflið verður að standa saman nú sem aldrei fyrr.“Þetta kemur fram í ítar­legum pistli sem Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, birti á Face­book-­síðu sinni í dag. Hún segir vinn­andi fólk á Íslandi und­an­farna daga og vikur enn á ný fengið inn­sýn í „hug­ar­heim auð- og valda­stétt­ar­innar sem telja sig eig­endur íslensks sam­fé­lags­“. 

Auglýsing


Icelandair og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi gengið fram af „ótrú­legri hörku“ gagn­vart Flug­freyju­fé­lagi Íslands. Félags­menn þess hafi þurft að þola „kúgun og ógn­ar­stjórnun milljón krón­u-­mann­anna“. Hún segir kvenna­stétt sem noti „hjarta, hendur og heila við sína vinnu hefur þurft að þola það að vera sagt upp stöf­um, kastað í ruslið, vegna þess að með­limir hennar vildu ekki hlýða skip­unum frá þeim sem telja sig eig­endur alls á þess­ari eyju“.­Sól­veig heldur áfram segir Icelandair og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa gert aðför að flug­freyju­fé­lag­inu og harkan sem full­trúar þeirra sýndu hafi verið til „há­bor­innar skammar“ og verði lengi í minnum höfð. Segir hún þessa aðila skulda flug­freyjum afsök­un­ar­beiðni og að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi nú lýst yfir stríði við samn­ings­rétt vinn­andi fólks sem sé horn­steinn vinnu­mark­að­ar­ins. Fram hjá því sé ekki hægt að líta. Vegna þeirra orða er fallið hafið um hugs­an­lega þátt­töku líf­eyr­is­sjóð­anna í áform­uðu hluta­fjár­út­boði Icelandair bendir Sól­veig á að að vinn­andi fólk á Íslandi „getur ekki og mun ekki sam­þykkja að eft­ir­launa­sjóðir þess verði nýttir til að fjár­magna árásir á grunn­rétt­indi vinnu­aflsins eða til fjár­mögn­unar á fyr­ir­tækjum sem standa í far­ar­broddi slíkra árása. Að for­ystu­fólk í verka­lýðs­fé­lögum bendi á þessa aug­ljósu stað­reynd er full­kom­lega sjálf­sagt og eðli­legt. Það er ein­hvers­konar úrkynjun að skilja það ekki.“ Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent