Að minnsta kosti tuttugu manns hafa verið settir í sóttkví í Færeyjum eftir að COVID-smit greindist hjá fjölskyldu sem þangað kom með flugi í fyrradag.
Færeyingum gekk sérstaklega vel að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og ekkert innanlandssmit hefur greinst þar frá 6. apríl.
Færeyingar opnuðu landamæri sín með skimunum á sama tíma og Íslendingar. Einn ferðamaður greindist með veiruna í landamæraskimun fyrir tveimur vikum en það smit reyndist gamalt og viðkomandi því ekki talinn smitandi.
Ferðamennirnir þrír sem komu til Færeyja á laugardag voru hins vegar með virk smit. Þeir fundu hins vegar ekki fyrir neinum einkennum sjúkdómsins. Yfirlæknirinn Lars Fodgaard Møller segir í samtali við Dimmalætting að fólkinu hafi því komið mjög á óvart er þeim var tilkynnt að þau væru smituð af kórónuveirunni.
Að því er fram kemur í frétt færeyska sjónvarpsins er fjölskyldan nú í einangrun í húsi sem þau höfðu tekið á leigu í Færeyjum.
Farþegar sem sátu í mestri nálægð við fólkið í flugvélinni hefur verið sett í sóttkví eða að minnsta kosti tuttugu manns.
191 tilfelli hefur greinst í Færeyjum frá upphafi faraldursins en tæplega 29 þúsund sýni hafa verið ekin.