Halldór Benjamín og Davíð biðja Ragnar Þór um að draga „órökstuddar dylgjur“ til baka

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA segja Ragnar Þór Ingólfsson formann VR hafa farið fram með órökstuddar dylgjur um þá og fleiri og óska eftir því að hann dragi orð sín til baka.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) og Davíð Þor­láks­son for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs SA beina því til Ragn­ars Þór Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR að draga full­yrð­ingar sínar um þrýst­ing af hálfu þeirra tveggja vegna fjár­mögn­unar fram­kvæmda á hinum svo­kall­aða Land­símareit til baka.

Einnig fara þeir fram á að Ragnar biðj­ist afsök­un­ar, ella sé „óhjá­kvæmi­legt að þau sem hafa orðið fyrir órök­studdum dylgjum hans íhugi rétt­ar­stöðu sína.“

„Það getur ein­fald­lega ekki annað verið að hann geri það því það er skýrt brot á lands­lögum að ásaka sak­laust fólk um svo alvar­lega hátt­semi sem hann hefur nú gert,“ skrifa Hall­dór Benja­mín og Davíð í grein sem birt­ist í dag á vef Sam­taka atvinnu­lífsins, en til­efnið eru sögð orð Ragnar Þórs í við­tali við Frétta­blaðið á fimmtu­dag­inn.

Auglýsing

Blaðið hafði óbeint eftir honum í inn­gangi greinar sem birt­ist á vef þess að verka­lýðs­for­ing­inn teldi að margt benti til þess að þeir Hall­dór Benja­mín og Davíð hefðu beitt sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóð­irnir settu pen­ing inn í Lind­ar­vatn ehf. Ragnar Þór sagð­ist þó ekk­ert vera að full­yrða um það, en sagði að fara þyrfti fram „óháð rann­sókn“ á því hver bæri ábyrgð á mál­inu, sem hann hefur tjáð sig um í löngu máli í Face­book-­færslum að und­an­förnu. Ragnar Þór hefur gert miklar athuga­semdir við stöðu verk­efn­is­ins á Lands­símareitnum og sagt það dæmi um „spill­ingu“ innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins.

 Jó­hannes Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns ehf., sagði í vik­unni að full­yrð­ingar hans stæð­ust ekki skoð­un. Ragnar Þór svar­aði um hæl og sagði óreiðu hafa verið í rekstri Lind­ar­vatns und­an­farin ár, líf­eyr­is­sjóð­irnir væru lík­lega að fara að tapa fé á fjár­fest­ingu sinni í verk­efn­inu og á því bæru ein­hverjir ábyrgð.

Jóhannes Stef­áns­son fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns ehf. svarar af veikum mætti spurn­ingum mínum um fram­kvæmd­ina á...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Tues­day, July 21, 2020

„Er það Hall­­dór Benja­mín eða Davíð Þor­láks­­son? Ég veit það ekki. Eru það stjórn­­endur Icelanda­ir?“ sagði Ragnar Þór, í sam­tali sínu við blaða­mann Frétta­blaðs­ins. „Ég veit ekki hver söku­dólg­ur­inn er í þessu máli en al­­mennt séð er saga at­vinn­u­lífs­ins blóði drifin innan ís­­lenska líf­eyr­is­­­sjóða­­kerf­is­ins,“ bætti hann við. 

Bæði Hall­dór Benja­mín og Davíð störf­uðu áður hjá Icelandair Group, en þeir fara yfir málið í grein sinni í dag og segja að í störfum sínum fyrir félagið hafi þeir hvergi nær komið nálægt kaupum Icelandair á helm­ing hluta­fjár í Linda­vatni árið 2015. „Það voru aðrir starfs­menn félags­ins, auk ytri ráð­gjafa, sem sáu algjör­lega um þetta verk­efn­i,“ segja Hall­dór og Dav­íð, sem segja líka ein­falt að benda á að þeir hafi ekki beitt sér innan SA fyrir því að líf­eyr­is­sjóð­irnir tækju þátt í end­ur­fjár­mögnun Lind­ar­vatns í lok mars árið 2016, enda hafi hvor­ugur þeirra verið byrj­aður að starfa fyrir SA á þeim tíma­punkti.

„Öll þurfum við að þola gagn­rýni. Ekki síst stór­fyr­ir­tæki, stórir fjár­magns­eig­endur eins og líf­eyr­is­sjóð­ir, sam­tök sem til­nefna stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóða, sem og stjórn­endur slíkra sam­taka. Þegar þú hins vegar brigslar fólki um óheið­ar­leika og alvar­leg lög­brot, án þess að hafa nokkuð fyrir þér, þá ertu komin út fyrir öll mörk. Ekki síst ef þú ert aðili með greiðan aðgang að fjöl­miðlum og að fjölda fólks sem treystir þér og leggur trúnað á orð þín,“ segja Hall­dór Benja­mín og Davíð um orð Ragn­ars Þórs.

Þeir bæta því við að það sé „sorg­leg stað­reynd“ og „um­hugs­un­ar­efni fyrir alla sem styðja opna og lýð­ræð­is­lega umræðu í sam­fé­lag­inu“ að Ragnar Þór hafi ekki aflað sér upp­lýs­inga um málið hjá þeim sjálfum eða nokkrum sem því teng­ist, „áður en hann fór fram með þessar alvar­legu ásak­anir á opin­berum vett­vang­i.“   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent