Atlas hristir upp í ráðgjafateymi Trumps

Nýjasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta varðandi kórónuveirufaraldurinn gengur langt í frá í takt við þá sem fyrir eru í teyminu. Hann hefur viðrað þá skoðun sína að stefna eigi að hjarðónæmi með því að aflétta takmörkunum.

Læknirinn Scott Atlas á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á dögunum.
Læknirinn Scott Atlas á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á dögunum.
Auglýsing

Tauga­lækn­ir­inn Scott Atlas, sem bætt­ist í ráð­gjafa­hóp Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta í ágúst, hefur talað fyrir því að væn­leg­asta leiðin í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veiru­far­aldr­inum sé að leyfa veirunni að breið­ast út í sam­fé­lag­inu en á sama tíma að vernda íbúa hjúkr­un­ar­heim­ila og aðra við­kvæma hópa. Atlas hefur viðrað þessa skoðun sína síð­ustu mán­uði og Was­hington Post hefur eftir heim­ild­ar­mönnum sínum að þessa leið hafi hann nú einnig lagt til við for­set­ann. Tals­menn Hvíta húss­ins hafa þó ítrekað að stefna Trump sé óbreytt, von­ast sé til þess að árang­urs­ríkt bólu­efni komi sem fyrst á markað sem muni leiða banda­rísku þjóð­ina út úr hömlum far­ald­urs­ins. Engu að síður herma heim­ildir Was­hington Post að und­ir­bún­ingur aðgerða í takt við ráð­legg­ingar Atlas sé þegar haf­inn og benda breyt­ingar á fram­kvæmd skimunar fyrir veirunni í þá átt.

Hin umdeilda leið að hjarð­ó­næmi sem Atlas leggur til er oft kennd við Sví­þjóð. Í henni felst að setja litlar sam­fé­lags­legar hömlur og að heil­brigt fólk sýk­ist og myndi mótefni í stað þess að tak­marka sam­neyti fólks og reyna þannig að koma í veg fyrir útbreiðsl­una.

Auglýsing

Sænsk yfir­völd hafa allt frá upp­hafi far­ald­urs­ins verið harð­lega gagn­rýnd fyrir sínar slöku aðgerðir og á það bent að þar í landi sé dán­ar­tíðni vegna COVID-19 einna hæst í heim­in­um. Á sama tíma hafi Svíum ekki tek­ist að kom­ast hjá efna­hagslægð frekar en öðrum ríkjum sem völdu harð­ari aðgerðir og tak­mark­an­ir.

Sænska leiðin á sér þó stuðn­ings­menn víða. Þeir hafa bent á að þó að sam­dráttur í hag­kerfi Sví­þjóðar hafi verið 8,6 pró­sent á tíma­bil­inu apríl til júní miðað við mán­uð­ina þrjá þar á undan hafi hann verið minni en í öðrum löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Að auki vilja þeir meina að harðar aðgerðir séu skerð­ing á frelsi ein­stak­ling­anna og að slíkt sé ekki létt­vægt í stóru mynd­inni.

Deborah Birx er einn af ráðgjöfum Trumps. Hún hefur talað fyrir grimuskyldu í Bandaríkjunum en Sott Atlas gegn henni. Mynd: EPA

Scott Gott­lieb, fyrr­ver­andi for­stjóri Mat­væla- og lyfja­stofn­unar Banda­ríkj­anna, skrif­aði grein í The Wall Street Journal á sunnu­dag­inn þar sem hann var­aði ein­dregið við sænsku leið­inni. Fylgja ætti áfram þeirri aðferð að tak­marka útbreiðsl­una eins og hægt er. „Sænsk stjórn­völd leyfðu veirunni að mestu að breið­ast út í upp­hafi á sama tíma og skref voru tekin til að vernda aldr­aða,“ skrif­aði Gott­lieb. Stefnt hafi verið að hjarð­ó­næmi til að koma í veg fyrir efna­hags­legar þreng­ing­ar. En ýmis­legt hafi gerst í Sví­þjóð sem verði að fylgja umræð­unni um sænsku leið­ina.  Eitt af því sé að þó að ekki hafi verið gripið til harðra tak­mark­ana á sam­komum hafi Svíar margir hverjir haldið sig til hlés, jafn­vel ungt og heil­brigt fólk. Þar hafi yfir 5.800 manns lát­ist vegna COVID-19 og þrátt fyrir allt sé hjarð­ó­næmi langt frá því náð.

Ýmsir sér­fræð­ing­ar, m.a. Paul Romer, hag­fræð­ingur sem hlaut Nóbels­verð­launin árið 2018, hafa tekið í sama streng og líst engan veg­inn á að sænska leiðin verði farin í Banda­ríkj­un­um. Romer bendir á að reynslan hafi ítrekað sýnt að ef smit í sam­fé­lag­inu verði almennt sé ekki hægt að hindra að það ber­ist í við­kvæma hópa, þrátt fyrir við­leitni í þá átt. Fórn­ar­kostn­að­ur­inn gæti orðið gríð­ar­legur og hund­ruð þús­unda manna, jafn­vel millj­ón­ir, dáið. 

Í ráð­gjafateymi Trumps vegna far­ald­urs­ins eru ýmsir sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum og þó að Atlas sé læknir er hann ekki sér­fræð­ingur á því sviði. En líkt og víð­ast hvar í heim­inum eru stjórn­völd nú farin að taka fleiri þætti inn í mynd­ina en sótt­varna­sjón­ar­mið. Trump vildi fá fleiri sjón­ar­horn inn í teymið og Atlas, sem hefur tjáð sig oft­sinnis um aðferða­fræð­ina í sum­ar, var því feng­inn að borð­inu.

Trump vill aflétta tak­mörk­unum sem fyrst

Eftir að frétta­skýr­ing Was­hington Post var birt í gær sendi hann frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann sagð­ist ekki hafa lagt form­lega til að hjarð­ó­næm­is­leiðin yrði far­in. Hins vegar hefur Trump óskað eftir upp­lýs­ingum um áhrif þeirrar leið­ar, ekki síst hver þau yrðu á efna­hags­líf lands­ins. Í vik­unni sagði hann á fundi Repúblikana­flokks­ins að leita yrði leiða til að opna skóla og fyr­ir­tæki. „Við viljum hafa [skóla og fyr­ir­tæki] opin. Þau verða að hafa opið. Fólk verður að kom­ast aftur í vinn­una.“

Trump hefur hingað til fyrst og fremst reitt sig á ráð­gjöf Ant­hony Fauci, helsta sér­fræð­ings Banda­ríkj­anna í smit­sjúk­dóm­um, og Deboruh Birx, sem leitt hefur sam­hæf­ingu aðgerða stjórn­valda í far­aldr­in­um. Þau hafa bæði sagt að hjarð­ó­næm­is­leiðin sé ekki væn­leg til árang­urs. Atlas hefur hins vegar sagt opin­ber­lega að fjölgun smita muni verða til þess að ónæmi meðal þjóð­ar­innar náist fyrr og að því þurfi ekki að fylgja stór­kost­leg fjölgun dauðs­falla svo lengi sem það tak­ist að vernda við­kvæma hópa.  

Anthony Fauci er helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í smitsjúkdómum. Mynd: EPA

Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum hafa á sama tíma vakið athygli á því að 25 þús­und Banda­ríkja­menn yngri en 65 ára hafi lát­ist vegna COVID-19. Þeir hafa einnig bent á að í Banda­ríkj­unum er offita, sem talin er áhættu­þátt­ur, útbreidd og að sömu sögu megi segja um hjarta- og lungna­sjúk­dóma. Allt til­heyri þetta fólk við­kvæmum hópum þegar komi að far­aldr­inum og að stór hluti búi utan hjúkr­un­ar­heim­ila.

„Þegar ungt og heil­brigt fólk fær sjúk­dóminn, þá veldur hann því ekki erf­ið­leik­um,“ sagði Atlas í við­tali við Fox-frétta­stof­una í júlí. „Þegar þetta fólk fær sjúk­dóm­inn er það ekki raun­veru­legt vanda­mál, og í reynd, eins og við sögðum fyrir mörgum mán­uðum síð­an, þegar þú ein­angrar alla, líka heil­brigða fólk­ið, þá ertu að fram­lengja vand­ann því þú ert að koma í veg fyrir ónæmi í sam­fé­lag­inu. Það að fólk sem ekki er í áhættu­hópum fái sýk­ing­una er ekki vanda­mál.“

Óþarfi að skima meðal ein­kenna­lausra

Smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna, CDC, upp­færði nýverið leið­bein­ingar sínar um skimun fyrir veirunni. Sam­kvæmt þeim þarf nú ekki að skima meðal ein­kenna­lausra, jafn­vel þótt að þeir hafi umgeng­ist sýkta. Stofn­unin telur að um 40 pró­sent þeirra sem sýkst hafa af COVID-19 séu ein­kenna­lausir og fram hefur komið að stór hluti smita sem greinst hafi í sumar séu vegna ungs fólks sem ekki hefur fundið ein­kenni.

Tæp­lega 6 millj­ónir manna hafa greinst með veiruna í Banda­ríkj­unum til þessa og að minnsta kosti 180 þús­und hafa lát­ist vegna COVID-19.

Atlas telur að hjarð­ó­næmi hafi þegar mynd­ast í New York, Chicago og New Orleans en því eru Fauci og Birx ósam­mála. Áfram ætti að fara var­lega í að aflétta tak­mörk­un­um.

Hvenær næst hjarð­ó­næmi?

Einn óvissu­þátt­ur­inn er sá hversu margir þurfi að sýkj­ast svo hægt sé að tala um hjarð­ó­næmi sem leiði til þess að smitum muni fækka stór­lega. Sumir vilja meina að 20 pró­sent sam­fé­lags sé nóg en aðrir að talan þurfi að vera mun nærri, jafn­vel um 70 pró­sent. Á þeirri línu eru t.d. sér­fræð­ingar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar. 

Í frétta­skýr­ingu Was­hington Post segir að ef 65 pró­sent banda­rísku þjóð­ar­inn­ar, sem telur 328 millj­ónir manna, þurfi að smit­ast til að ná hjarð­ó­næmi myndu mögu­lega yfir tvær millj­ónir manna deyja vegna COVID-19.

Og óvissu­þætt­irnir eru fleiri. Lang­tíma­ein­kenni kór­ónu­veiru­sýk­ingar eru nú að koma í ljós. Fólk sem veikt­ist af COVID-19 hefur margt hvert mán­uðum saman verið að fást við verki ýmis­konar og þrek­leysi. Ef sækj­ast á eftir hjarð­ó­næmi án bólu­efnis þarf einnig að taka það með í reikn­ing­inn.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent