Raunhæfur möguleiki á glundroða í kjölfar forsetakosninganna

Hvernig mun bandarískt samfélag dagsins í dag bregðast við ef svo fer, eins og margt bendir til, að úrslit forsetakosninganna þar í landi muni ekki liggja ljós fyrir á kosninganótt? Óhuggulegar sviðsmyndir eru fyrir hendi.

Donald Trump er þegar búinn að sá fræjum efa í huga almennings um lögmæti komandi kosninga. Hvað gerist ef niðurstaðan verður hreint ekki ljós á kosninganótt?
Donald Trump er þegar búinn að sá fræjum efa í huga almennings um lögmæti komandi kosninga. Hvað gerist ef niðurstaðan verður hreint ekki ljós á kosninganótt?
Auglýsing

Það er mögu­legt og meira að segja jafn­vel tölu­vert lík­legt, að nið­ur­stöður banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna í ár muni ekki liggja fyrir á kosn­inga­nótt, eins og oft­ast er. Ástæðan fyrir þessu er sú að fjöldi póst­at­kvæða í þessum kosn­ingum verður miklu mun meiri en áður hefur sést, vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Hawk­fish, töl­fræði­fyr­ir­tæki í eigu auð­kýf­ings­ins Mich­ael Bloomberg sem reyndi að verða for­seta­fram­bjóð­andi demókrata, hefur sett fram spá þar sem fram kemur að 40 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í ár verði póst­at­kvæði. Þetta gæti, sam­kvæmt sviðs­mynd fyr­ir­tæk­is­ins, leitt til þess að staða Don­ald Trumps muni virð­ast sterk­ari stöðu á kosn­inga­nótt en hann er í raun, þar sem ekki verði búið að telja öll póst­at­kvæði.

Ástæðan fyrir þessu er sú að hlut­falls­lega eru stuðn­ings­menn Joe Bidens mun lík­legri til þess hafa ætlan um að kjósa með póst­at­kvæðum en stuðn­ings­menn Trumps, sam­kvæmt John Mendelsohn fram­kvæmda­stjóra Hawk­fish, sem ræddi málið í við­tali í frétta­þætti Axios á HBO-­sjón­varps­stöð­inni í síð­ustu viku.

„Við erum að hringja við­vör­un­ar­bjöll­unni og segja að þetta sé mjög raun­veru­lega mögu­legt, að töl­urnar á kosn­inga­nótt muni sýna ótrú­legan sigur Don­alds Trump,“ sagði Mendelsohn. Hann segir jafn­framt að þegar hvert eitt og ein­asta lög­mætt atkvæði hafi verið talið gæti nið­ur­stöð­urnar sýnt fram á að það sem sást á sjón­varps­skjám lands­manna á kosn­inga­nótt hafi ein­ungis verið tál­mynd. 

„Rauð tál­mynd,“ segir hann og vísar til ein­kenn­islits Repúblikana­flokks­ins.

Dæmi frá Hawk­fish

  • Sam­kvæmt einni sviðs­mynd gæti Trump verið spáð 408 kjör­mönnum á kosn­inga­nótt, gegn 130 kjör­mönnum Bidens, ef á þeim tíma­punkti væri ein­ungis búið að telja 15 pró­sent póst­at­kvæða. 
  • Þegar 75 pró­sent póst­at­kvæða hefðu verið tal­in, til dæmis fjórum dögum seinna, gæti fjöldi kjör­manna verið búinn að snú­ast Biden í hag. 
  • Þessi sviðs­mynd hefur þá loka­nið­ur­stöðu að Biden myndi vinna risa­stóran sig­ur, með 334 kjör­menn gegn 204.

Búið að tala lög­mæti kosn­ing­anna niður

Hvernig myndi banda­rískt sam­fé­lag bregð­ast við ef svo færi að for­set­inn liti út fyrir að hafa unnið kosn­inga­sigur á kosn­inga­nótt en annað kæmi í ljós nokkrum dögum seinna, þegar öll atkvæði hefðu skilað sér? 

Þetta banda­ríska sam­fé­lag er þegar klofið í herðar niður eftir póli­tískum flokkalín­um, stór hluti þess van­treystir fjöl­miðlum og það er undir stjórn for­seta sem hefur einmitt haldið því fram marg­ít­rekað að póst­kvæði muni leiða til þess að demókratar „steli kosn­ing­un­um“ og að nið­ur­stöður þeirra verði ómark­tækar vegna póst­at­kvæða. 

Auglýsing

Það er búið að sá fræjum efans, þrátt fyrir að ekk­ert sem hald­bært er í raun­veru­leik­anum bendi til þess að póst­at­kvæði auki hætt­una á kosn­inga­svindli.

Blandan er eld­fim og af þessu hafa margir áhyggj­ur, meðal ann­ars stóru tækni­fyr­ir­tæk­in, sem telja sig bera ábyrgð á því að upp­lýs­inga­óreiða á þeirra miðlum fari ekki úr bönd­unum í kringum kosn­ing­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í lið­inni viku að Face­book ætl­aði að grípa til sér­stakra ráð­staf­ana til þess að takast á við þetta og væri meðal ann­ars komið í sér­stakt sam­starf við Reuter­s-frétta­stof­una og banda­rísk kosn­inga­yf­ir­völd til þess að tryggja að fals­fréttir um kosn­inga­nið­ur­stöð­urnar færu ekki á flug. Ef ein­hver fram­bjóð­andi eða fylk­ing reynir að lýsa yfir sigri áður en nið­ur­staðan liggur fyr­ir, þá mun Face­book merkja þá pósta sem slíka og beina not­endum sínum inn á síðu þar sem hægt er að glöggva sig á stöðu atkvæða­taln­ing­ar.

Mark Zucker­berg stofn­andi Face­book sagði við sjón­varps­þátt Axios á HBO í lok viku að það væri því miður aukin hætta á óeirðum í sam­fé­lag­inu og mik­il­vægt væri fyrir Face­book og aðra áhrifa­mikla miðla í banda­rísku sam­fé­lagi að gera sitt til þess að vekja almenn­ing til vit­undar um að það að þrátt fyrir að kosn­inga­úr­slit liggi ekki fyrir á kosn­inga­nótt, heldur kannski enn fyrr en dögum eða vikum síð­ar, þýði það ekki að það sé eitt­hvað ólög­mætt við fram­kvæmd kosn­ing­anna.

„Ég held að við þurfum að gera allt sem við getum til þess að draga úr hætt­unni á ofbeldi eða óeirðum í kringum þessar kosn­ing­ar,“ sagði Zucker­berg. Sam­kvæmt kosn­inga­lögum þurfa öll banda­rísku ríkin að vera búin að skila loka­nið­ur­stöðum þann 8. des­em­ber, rúmum mán­uði eftir kosn­ing­ar.

Biden með for­ystu í skoð­ana­könn­unum sem fyrr

Joe Biden for­seta­fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins hefur nokkra for­ystu á Don­ald Trump sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um, þrátt fyrir að dregið hafi saman með þeim und­an­farna daga. 

Sam­kvæmt kosn­inga­spá Economist, þar sem nið­ur­stöður fjölda skoð­ana­kann­ana eru vegn­ar, eru sig­ur­líkur Bidens 83 pró­sent og hann með 53,9 pró­senta stuðn­ing á lands­vísu gegn 46,1 pró­senta stuðn­ingi við Trump.

Kosn­inga­spá FiveT­hir­tyEight gefur Biden 70 pró­sent sig­ur­líkur og Trump 29 pró­sent sig­ur­líkur á móti, en í töl­fræði­út­reikn­ingum sínum setur FiveT­hir­tyEight upp 40.000 sýnd­ar­kosn­ingar sem byggja á nið­ur­stöðum nýjasta sam­an­safns skoð­ana­kann­ana hverju sinni. Sam­kvæmt sam­an­tekt FiveT­hir­tyEight myndi Biden hljóta 52,5 pró­sent atkvæða­magns­ins og Trump 46,2 pró­sent.

Eftir stendur þó spurn­ingin hvenær hvaða atkvæði verða talin og hvað myndi ger­ast ef Don­ald Trump myndi lýsa yfir sigri á kosn­inga­nótt­inni eftir tæpa tvo mán­uði, þegar alls óljóst væri hvort sig­ur­inn væri í raun hans.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent