Samherji leiðréttir „ásakanir“ Kveiks sem aldrei voru settar fram

Samherji hefur birt nýtt myndband á YouTube, þar sem fyrirtækið hafnar þremur ásökunum sem það segir hafa verið settar fram af hálfu Kveiks í nóvember í fyrra. Kveikur fullyrti þó ekkert af því sem Samherji svarar fyrir.

Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fé­lagið Sam­herji birti nýtt mynd­band á vef­síðu sinni í gær­kvöldi þar sem það seg­ist vera að „leið­rétta rang­færsl­ur“ um félagið Cape Cod FS á Mars­hall-eyj­um, sem Sam­herji segir að hafi komið fram í umfjöllun Kveiks 26. nóv­em­ber í fyrra. 

Sam­herji til­tekur í mynd­band­inu þrjár „ásak­an­ir“ úr þætti Kveiks og segir að full­yrt hafi verið í þætt­inum að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod, að pen­ingar frá Namibíu hafi streymt á reikn­inga félags­ins og verið „þvegn­ir“ og sömu­leiðis að norski rík­is­bank­inn DNB hafi á end­anum lokað á við­skipti Cape Cod af þeim sök­um.

Ekk­ert af þessu þrennu var þó í reynd full­yrt í þessum þætti Kveiks um Sam­herj­a­skjöl­in. Umfjöllun um Cape Cod og DNB hefst eftir 17:50 mín­útur í þætt­in­um, sem sjá má hér.

Auglýsing

Í fyrsta lagi full­yrti frétta­maður Kveiks ekki að Sam­herji hefði átt félagið Cape Cod, heldur sagði hann frá því að norski bank­inn DNB hefði sjálfur talið að Cape Cod væri í eigu Sam­herja, þar sem starfs­maður Sam­herja hefði verið bæði stofn­andi og pró­kúru­hafi reikn­ings Cape Cod í DNB.

Í annan stað var ekk­ert full­yrt í Kveik um að pen­ingar frá Namibíu hefðu verið „þvegn­ir“ í Nor­egi, né að það væri ástæðan fyrir því að reikn­ingi Cape Cod hefði verið lok­að.

Hins vegar var sagt frá því í þætti Kveiks að árið 2017 hefðu komið upp rauð ljós við áhættu­mat inn­an­húss hjá DNB varð­andi við­skipta­vin­inn JPC Shipmana­ga­ment, kýp­verskt móð­ur­fé­lag Cape Cod, auk þess sem sagt var frá því að þrátt fyrir það hefði bank­inn ekki gripið til aðgerða í sam­ræmi við varnir gegn pen­inga­þvætti fyrr en ári seinna, eða árið 2018.

Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja. Mynd: Samherji

Einnig kom fram í þætt­inum að Økokrim, efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar, væri með brotala­mir í vörnum DNB gegn pen­inga­þvætti til skoð­un­ar.

Kveikur greindi líka frá því að fjár­munir frá dótt­ur­fé­lögum Sam­herja á Kýp­ur, sem einnig var með reikn­inga í norska bank­an­um, hefðu runnið inn á reikn­inga í eigu Cape Cod. Sömu­leiðis hefði fé runnið frá Cape Cod og inn á reikn­inga Sam­herj­a­fé­laga, en hvergi var full­yrt að pen­inga­þvætti af hálfu Sam­herja hefði verið ástæðan fyrir því að reikn­ingum Cape Cod var lok­að.

Frétta­maður Kveiks sagði „lítið vit­að“ um það af hverju pen­ingar úr Afr­íku­starf­semi Sam­herja hefðu streymt um banka­reikn­inga í Nor­egi, en einnig var sagt frá því að norski bank­inn sjálfur hefði bent á að engin þörf virt­ist vera á því að félögin væru með banka­reikn­inga í Nor­egi.

Sam­herji segir hluti slitna úr sam­hengi

Sam­herji segir Kveik hafa „gefið í skyn að ástæða lok­un­ar­innar hefði verið mögu­leg brot í starf­semi Sam­herja í Namib­íu“ og segir hluti hafa verið slitna úr sam­hengi, þegar Kveikur fjall­aði um áhættu­mat DNB á JPC Shipmana­gement.

Sam­herji gerir athuga­semdir við að ekki hefði verið til­tekið í þætt­inum að milli­færslur til Rúss­lands og Úkra­ínu hefðu verið veiga­mikið atriði í því að rauð ljós kvikn­uðu við áhættu­mat­ið. Skjalið var birt í heild sinni í þætt­in­um.

„Ef þú lest þetta skjal sem hefur verið sýnt í Stund­inni og í Kveik, þarna er um að ræða rúss­neska sjó­menn og úkra­ínska. Það hófst stríð á Krím­skaga og þá fer Rúss­land á svartan lista. Það er í raun athuga­semdin sem DNB ger­ir. Að setja svona fram, það er tvennt sem kemur til greina. Annað hvort er það ill­vilji eða yfir­sjón. Ég vil gefa mér það að þetta hafi verið yfir­sjón,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja í mynd­band­inu.

Greiðsl­urnar sagðar til að tryggja að sjó­menn fengju borgað á réttum tíma

Sam­herji segir að gögn sem hafi mátt finna í Sam­herj­a­skjöl­unum á Wiki­leaks hafi „skýrt eign­ar­hald Cape Cod og hvernig félagið var not­að,“ en að ekk­ert hafi verið fjallað um þessi gögn í Kveik.

„Mikið hefur verið gert úr greiðslum frá dótt­ur­fé­lögum Sam­herja á Kýpur til Cape Cod, sem og greiðslum frá Cape Cod til dótt­ur­fé­lag­anna, en í þætti Sam­herja eru þessar greiðslur skýrð­ar. Um var að ræða lán­veit­ingar og var eini til­gangur þeirra að tryggja að skip­verjar frá Rúss­landi og Úkra­ínu, sem störf­uðu í útgerð­inni í Namib­íu, fengju greitt á réttum tíma,“ segir um þetta á vef Sam­herja, en rakið er í mynd­band­inu hvernig gjald­eyr­is­höft í Namibíu töfðu greiðslur til sjó­manna.

Í mynd­bandi Sam­herja, sem sjá má hér að neð­an, segir Björgólfur Jóhanns­son for­stjóri reyndar einu sinni að Cape Cod sé kýp­verskt félag og á útskýr­ing­ar­myndum sem Sam­herji birtir í mynd­band­inu er Cape Cod sömu­leiðis stað­sett á Kýp­ur. Það er ekki reynd­in, heldur var Cape Cod FS skráð á Mars­hall-eyj­um, sem eru þekkt skatta­skjól.

Norski bank­inn DNB sleit við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­asta árs, án útskýr­inga. Ekki hefur komið fram opin­ber­lega af hverju sú ákvörðun var tekin innan bank­ans, en eftir að málið rataði í norska fjöl­miðla snemma í febr­úar sagði Björgólfur að hnökra­laust hefði gengið fyrir sig að færa banka­við­skiptin ann­að.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent