Sex verður „töfratalan“

Hendur – andlit – fjarlægð. Bretar munu vart komast hjá því að heyra og sjá þessi þrjú orð mörgum sinnum á dag á næstunni. Vonast er til að fólk fylgi þessu slagorði forsætisráðherrans Boris Johnson svo komast megi hjá allsherjar lokun samfélagsins á ný.

Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Auglýsing

Í júlí kynnti Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, nýtt slag­orð í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni til sög­unn­ar: Hend­ur, and­lit, fjar­lægð (e. hands, face, space). Þessi þrjú litlu orð áttu að minna landa hans á að per­sónu­legar smit­varnir væru það mik­il­væg­asta til að halda far­aldr­inum í skefj­um. En slag­orðið fór fyrir ofan garð og neðan enda var annað kynnt á sama tíma sem höfð­aði meira til fólks sem hafði þurft að lúta ströngum sam­komu- og ferða­tak­mörk­unum mán­uðum sam­an. Þess vegna hljóm­uðu hvatn­ing­ar­orð um að fara út að borða til að hjálpa atvinnu­líf­inu (e. eat out to help out) mun betur enda fylgdu þeim afslættir á veit­inga­staði.

En nú eru stjórn­völd hætt að hvetja til kvöld­verðar á veit­inga­húsum enda hafa þau ákveðið að herða og ein­falda sam­komu­reglur á Englandi til að reyna að draga úr mik­illi fjölgun smita sem orðið hefur und­an­far­ið. Aðeins sex mega koma saman frá og með næsta mánu­degi og slag­orð John­sons, „Hend­ur, and­lit, fjar­lægð“, mun óma í öllum miðl­um. Fjölda­tak­mark­anir hafa reyndar mið­ast við sex manns und­an­farið en þó mega allt að þrjá­tíu koma saman við sér­stök til­efni. Þetta hafa sam­komuglaðir nýtt sér. Stóra breyt­ingin nú er talan sex verður „töfra­talan“ og lög­reglan getur því brugð­ist við og leyst upp sam­komur sem telja fleiri.

Á þremur dögum greindust 8.500 með kór­ónu­veirusmit á Englandi. Ekki hafa svo margir greinst jákvæðir síðan í maí. Það segir þó ekki alla sög­una því eins og í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins eiga Bretar erfitt með að anna sýna­töku­þörf sem upp er komin og einnig er þan­þol smitrakn­ing­artey­manna við hættu­mörk. 

Auglýsing

Yfir­völd hafa síð­ustu vikur gripið til þess ráðs að setja á harðar en stað­bundnar reglur í þeim borgum og bæjum þar sem smitum hefur fjölgað hvað mest. Þannig bætt­ist Bolton í þann hóp í byrjun vik­unnar sem þýðir til dæmis að barir og veit­inga­staðir þurfa að loka klukkan tíu á kvöld­in. Þá má fólk sem býr í þessum „heitu reit­um“ ekki eiga í nánum sam­skiptum við aðra en þá sem það deilir heim­ili með.

Unga fólkið helst að smit­ast

Líkt og víð­ast hvar ann­ars staðar í Evr­ópu er það unga fólkið sem helst er að smit­ast af veirunni. Enn sem komið er anna sjúkra­hús vel þeim fjölda sem þurft hefur að leggja inn en ótt­ast er að eldri ætt­ingjar og vinir yngra fólks­ins verði þeir næstu sem smit­ast. Það myndi breyta mjög stöð­unni á sjúkra­hús­un­um. 

„Við verðum að bregð­ast við strax til að stöðva útbreiðslu veirunn­ar,“ sagði Boris John­son í gær en í dag hefur hann boðað til blaða­manna­fundar þar sem farið verður gaum­gæfi­lega yfir hinar nýju sam­komu­tak­mark­an­ir. 

Stærri fjöl­skyldur mega koma saman

Enn verður þó fleira fólki en sex úr sömu fjöl­skyldu og þeim sem deila sama heim­ili heim­ilt að koma sam­an, m.a. vegna brúð­kaupa, jarð­ar­fara og ann­arra við­burða. Hertar reglur eiga þó aðeins við Eng­land en ann­ars staðar á Bret­landi verða þær óbreytt­ar. Í Wales mega enn sem komið er þrjá­tíu koma saman utan dyra en fólk er almennt hvatt til að vera ekki í mik­illi nánd við aðra en þá sem það deilir heim­ili með.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent