Sex verður „töfratalan“

Hendur – andlit – fjarlægð. Bretar munu vart komast hjá því að heyra og sjá þessi þrjú orð mörgum sinnum á dag á næstunni. Vonast er til að fólk fylgi þessu slagorði forsætisráðherrans Boris Johnson svo komast megi hjá allsherjar lokun samfélagsins á ný.

Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Auglýsing

Í júlí kynnti Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, nýtt slag­orð í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni til sög­unn­ar: Hend­ur, and­lit, fjar­lægð (e. hands, face, space). Þessi þrjú litlu orð áttu að minna landa hans á að per­sónu­legar smit­varnir væru það mik­il­væg­asta til að halda far­aldr­inum í skefj­um. En slag­orðið fór fyrir ofan garð og neðan enda var annað kynnt á sama tíma sem höfð­aði meira til fólks sem hafði þurft að lúta ströngum sam­komu- og ferða­tak­mörk­unum mán­uðum sam­an. Þess vegna hljóm­uðu hvatn­ing­ar­orð um að fara út að borða til að hjálpa atvinnu­líf­inu (e. eat out to help out) mun betur enda fylgdu þeim afslættir á veit­inga­staði.

En nú eru stjórn­völd hætt að hvetja til kvöld­verðar á veit­inga­húsum enda hafa þau ákveðið að herða og ein­falda sam­komu­reglur á Englandi til að reyna að draga úr mik­illi fjölgun smita sem orðið hefur und­an­far­ið. Aðeins sex mega koma saman frá og með næsta mánu­degi og slag­orð John­sons, „Hend­ur, and­lit, fjar­lægð“, mun óma í öllum miðl­um. Fjölda­tak­mark­anir hafa reyndar mið­ast við sex manns und­an­farið en þó mega allt að þrjá­tíu koma saman við sér­stök til­efni. Þetta hafa sam­komuglaðir nýtt sér. Stóra breyt­ingin nú er talan sex verður „töfra­talan“ og lög­reglan getur því brugð­ist við og leyst upp sam­komur sem telja fleiri.

Á þremur dögum greindust 8.500 með kór­ónu­veirusmit á Englandi. Ekki hafa svo margir greinst jákvæðir síðan í maí. Það segir þó ekki alla sög­una því eins og í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins eiga Bretar erfitt með að anna sýna­töku­þörf sem upp er komin og einnig er þan­þol smitrakn­ing­artey­manna við hættu­mörk. 

Auglýsing

Yfir­völd hafa síð­ustu vikur gripið til þess ráðs að setja á harðar en stað­bundnar reglur í þeim borgum og bæjum þar sem smitum hefur fjölgað hvað mest. Þannig bætt­ist Bolton í þann hóp í byrjun vik­unnar sem þýðir til dæmis að barir og veit­inga­staðir þurfa að loka klukkan tíu á kvöld­in. Þá má fólk sem býr í þessum „heitu reit­um“ ekki eiga í nánum sam­skiptum við aðra en þá sem það deilir heim­ili með.

Unga fólkið helst að smit­ast

Líkt og víð­ast hvar ann­ars staðar í Evr­ópu er það unga fólkið sem helst er að smit­ast af veirunni. Enn sem komið er anna sjúkra­hús vel þeim fjölda sem þurft hefur að leggja inn en ótt­ast er að eldri ætt­ingjar og vinir yngra fólks­ins verði þeir næstu sem smit­ast. Það myndi breyta mjög stöð­unni á sjúkra­hús­un­um. 

„Við verðum að bregð­ast við strax til að stöðva útbreiðslu veirunn­ar,“ sagði Boris John­son í gær en í dag hefur hann boðað til blaða­manna­fundar þar sem farið verður gaum­gæfi­lega yfir hinar nýju sam­komu­tak­mark­an­ir. 

Stærri fjöl­skyldur mega koma saman

Enn verður þó fleira fólki en sex úr sömu fjöl­skyldu og þeim sem deila sama heim­ili heim­ilt að koma sam­an, m.a. vegna brúð­kaupa, jarð­ar­fara og ann­arra við­burða. Hertar reglur eiga þó aðeins við Eng­land en ann­ars staðar á Bret­landi verða þær óbreytt­ar. Í Wales mega enn sem komið er þrjá­tíu koma saman utan dyra en fólk er almennt hvatt til að vera ekki í mik­illi nánd við aðra en þá sem það deilir heim­ili með.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent