Sex verður „töfratalan“

Hendur – andlit – fjarlægð. Bretar munu vart komast hjá því að heyra og sjá þessi þrjú orð mörgum sinnum á dag á næstunni. Vonast er til að fólk fylgi þessu slagorði forsætisráðherrans Boris Johnson svo komast megi hjá allsherjar lokun samfélagsins á ný.

Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Boris Johnson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Auglýsing

Í júlí kynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, nýtt slagorð í baráttunni gegn kórónuveirunni til sögunnar: Hendur, andlit, fjarlægð (e. hands, face, space). Þessi þrjú litlu orð áttu að minna landa hans á að persónulegar smitvarnir væru það mikilvægasta til að halda faraldrinum í skefjum. En slagorðið fór fyrir ofan garð og neðan enda var annað kynnt á sama tíma sem höfðaði meira til fólks sem hafði þurft að lúta ströngum samkomu- og ferðatakmörkunum mánuðum saman. Þess vegna hljómuðu hvatningarorð um að fara út að borða til að hjálpa atvinnulífinu (e. eat out to help out) mun betur enda fylgdu þeim afslættir á veitingastaði.

En nú eru stjórnvöld hætt að hvetja til kvöldverðar á veitingahúsum enda hafa þau ákveðið að herða og einfalda samkomureglur á Englandi til að reyna að draga úr mikilli fjölgun smita sem orðið hefur undanfarið. Aðeins sex mega koma saman frá og með næsta mánudegi og slagorð Johnsons, „Hendur, andlit, fjarlægð“, mun óma í öllum miðlum. Fjöldatakmarkanir hafa reyndar miðast við sex manns undanfarið en þó mega allt að þrjátíu koma saman við sérstök tilefni. Þetta hafa samkomuglaðir nýtt sér. Stóra breytingin nú er talan sex verður „töfratalan“ og lögreglan getur því brugðist við og leyst upp samkomur sem telja fleiri.

Á þremur dögum greindust 8.500 með kórónuveirusmit á Englandi. Ekki hafa svo margir greinst jákvæðir síðan í maí. Það segir þó ekki alla söguna því eins og í fyrstu bylgju faraldursins eiga Bretar erfitt með að anna sýnatökuþörf sem upp er komin og einnig er þanþol smitrakningarteymanna við hættumörk. 

Auglýsing

Yfirvöld hafa síðustu vikur gripið til þess ráðs að setja á harðar en staðbundnar reglur í þeim borgum og bæjum þar sem smitum hefur fjölgað hvað mest. Þannig bættist Bolton í þann hóp í byrjun vikunnar sem þýðir til dæmis að barir og veitingastaðir þurfa að loka klukkan tíu á kvöldin. Þá má fólk sem býr í þessum „heitu reitum“ ekki eiga í nánum samskiptum við aðra en þá sem það deilir heimili með.

Unga fólkið helst að smitast

Líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu er það unga fólkið sem helst er að smitast af veirunni. Enn sem komið er anna sjúkrahús vel þeim fjölda sem þurft hefur að leggja inn en óttast er að eldri ættingjar og vinir yngra fólksins verði þeir næstu sem smitast. Það myndi breyta mjög stöðunni á sjúkrahúsunum. 

„Við verðum að bregðast við strax til að stöðva útbreiðslu veirunnar,“ sagði Boris Johnson í gær en í dag hefur hann boðað til blaðamannafundar þar sem farið verður gaumgæfilega yfir hinar nýju samkomutakmarkanir. 

Stærri fjölskyldur mega koma saman

Enn verður þó fleira fólki en sex úr sömu fjölskyldu og þeim sem deila sama heimili heimilt að koma saman, m.a. vegna brúðkaupa, jarðarfara og annarra viðburða. Hertar reglur eiga þó aðeins við England en annars staðar á Bretlandi verða þær óbreyttar. Í Wales mega enn sem komið er þrjátíu koma saman utan dyra en fólk er almennt hvatt til að vera ekki í mikilli nánd við aðra en þá sem það deilir heimili með.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent