Yfir 130 milljónir af skaðabótakröfu Samherja vegna vinnu Jóns Óttars Ólafssonar

Alls eru yfir 130 milljónir króna af 306 milljón króna skaðabótakröfu Samherja á hendur Seðlabanka Íslands vegna greiðslna sem fóru til félaga tengdum rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Jóni Óttari Ólafssyni.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómsal í dag.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómsal í dag.
Auglýsing

Sam­herji hf. krefst þess að Seðla­banki Íslands greiði sér 306 millj­ónir króna í skaða­bætur vegna til­fall­ins kostn­aðar sem rann­sókn bank­ans á fyr­ir­tæk­inu olli. Þar af vill Sam­herji fá 124 millj­ónir króna vegna vinnu félags­ins Juralis-ráð­gjaf­ar­stofa slhf. fyrir sig vegna máls­ins og sjö millj­ónir króna vegna vinnu félags­ins eftir að það breytti nafni sínu í PPP sf. 

Þessar greiðslur voru vegna vinnu Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­manns, sem starf­aði hefur fyrir Sam­herja árum sam­an. Jón Óttar sagði sjálf­ur, þegar hann bar vitni, að hann hafi skrifað út reikn­inga fyrir 135 millj­ónum króna vegna vinnu sinnar fyrir Sam­herja í tengslum við Seðla­banka­mál­ið.

Því er yfir 40 pró­sent af skaða­bóta­kröfu Sam­herja vegna greiðslna til félaga sem tengj­ast Jóni Ótt­ari.

Þetta kom fram í máli Örnu McClure, yfir­lög­fræð­ings Sam­herja, þegar hún bar vitni í bóta­máli Sam­herja og Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, gegn Seðla­bank­anum í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í morg­un.

Sam­herji stefndi í fyrra Seðla­banka Íslands til greiðslu skaða- og miska­bóta vegna rann­sóknar þess síð­ar­nefnda á ýmsum ætl­uðum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði á Íslandi. Sam­herji fór fram á 306 millj­ónir króna í skaða­bætur og tíu millj­ónir króna í miska­bætur vegna rann­sóknar Seðla­bank­ans á fyr­ir­tæk­inu fyrir nokkrum árum, í máli sem var að lokum fellt nið­ur, auk þess sem Þor­steinn Már stefndi per­sónu­lega og fer einnig fram á 6,5 millj­ónir króna í bæt­ur.

Margir lög­menn í vinnu

Arna sagði að Jón Óttar hefði unnið mjög náið með sér, einkum og sér í lagi inn­an­húss, til að fara yfir rekstur Sam­herja þannig að málið myndi bitna sem minnst á almennum starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins. Hann ferð­að­ist meðal ann­ars erlendis ásamt henni vegna máls­ins auk þess sem hann greindi með Örnu rann­sókn­ar­skýrslur Seðla­bank­ans. 

Auglýsing
Samherji keypti auk þess lög­manns­þjón­ustu víða, sem fyr­ir­tækið vill að Seðla­bank­inn greiði fyr­ir. Á meðal þeirra sem störf­uðu fyrir Sam­herja á meðan að á rann­sókn­inni stóð voru Lex lög­manns­stof­an, sem hélt utan um málið og sá um sam­skipti við stjórn­völd, Cato lög­menn, sem hafi létt undir þannig að almennir starfs­menn Sam­herja gætu sinnt sínum dag­lega rekstri, BBA Legal, sem séu sér­fræð­ingar í reglu­verki gjald­eyr­is­hafta, Pacta lög­menn, sem unnu fyrir Sam­herja á upp­hafs­stigum máls­ins, Logos, sem veitti ráð­gjöf, og JSG ráð­gjöf í eigu Jóns Stein­ars Guð­laugs­son­ar, sem veitt hafi ráð­gjöf. 

Þor­steinn Már bar einnig vitni og sagði að Sam­herji hefði lagst í „botn­lausa vinnu“ vegna máls­ins.

Kostn­aður vegna eins manns veiga­mik­ill hluti

Kjarn­inn fjall­aði um grein­ar­gerð Jóhann­esar Karls Sveins­sonar, lög­manns Seðla­bank­ans í mál­inu í frétta­skýr­ingu í lok ágúst, sem var skilað inn til dóm­stóla í októ­ber 2019 og Kjarn­inn fékk nýlega afhenta hjá bank­an­um, eru mála­vextir raktir og fjár­krafa Sam­herja útskýrð. 

Í grein­ar­gerð­inni segir lög­maður Seðla­bank­ans að tjónið sem Sam­herji seg­ist hafa orðið fyrir sé ósann­að. Í stefnu Sam­herja sé ekki að finna sund­ur­liðun eða nán­ari til­grein­ingu á því tjóni sem kraf­ist sé undir liðnum skaða­bætur og eig­in­leg sönn­un­ar­gögn ekki lögð fram. „Þannig er ekk­ert reifað hvenær ein­stakir kostn­að­ar­liðir féllu til eða af hvaða til­efni var til þeirra stofn­að.“Jón Óttar Ólafsson. Mynd: Skjáskot/Samherji

Hvorki kvitt­anir né greiðslu­stað­fest­ingar hafi verið lagðar fram til sönn­unar á þessum útlagða kostn­aði. Í grein­ar­gerð­inni seg­ir: „Ekki er skýr­ing á því í stefn­unni hvers vegna þetta mál er höfðað til inn­heimtu rúm­lega 300 millj­óna króna í skaða­bætur án þess að sönn­un­ar­gögn fyrir því tjóni séu lögð fram eða að reifun eða sund­ur­liðun á því tjóni sé að finna í stefn­unn­i.“

Meðal ann­ars væri farið fram á „bætur vegna heild­ar­launa eins starfs­manns um tveggja ára skeið (frá maí 2013 til maí 2015)“. Í grein­ar­gerð­inni segir að engin reifun sé á því hvað umræddur starfs­maður gerði né hvernig Seðla­banki Íslands eigi að bera ábyrgð á því. „Þá verður að taka sér­stak­lega fram að á þessu tíma­bili var málið til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara en ekki til með­ferðar hjá stefnda“.

Áreitti blaða­mann mán­uðum saman

Jón Óttar hélt áfram að starfa fyrir Sam­herja eftir að vinnu hans við Seðla­banka­málið lauk. Jón Óttar hefur til að mynda komið að gerð mynd­banda sem Sam­herji hefur látið fram­leiða fyrir sig, og birt á Youtu­be, und­an­farið þar sem spjótum fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið beint að RÚV og starfs­mönnum þess fjöl­mið­ils. 

Kjarn­inn greindi frá því 27. ágúst síð­ast­lið­inn að Jón Óttar hefði allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar um við­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu birt­ist þann 12. nóv­­em­ber á síð­­asta ári verið tíður gestur á Kaffi­­­fé­lag­inu, kaffi­­­húsi í miðbæ Reykja­vík­­­ur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan – en þar hitt­ist hópur fólks iðu­­lega á morgn­ana til að spjalla um dag­inn og veg­inn. 

Kjarn­inn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hefði ítrekað sent Helga skila­­boð, bæði í gegnum SMS og Face­book-­­reikn­ing eig­in­­konu sinn­­ar. Ingi Freyr Vil­hjálms­­son, blaða­­maður á Stund­inni sem fjallað hefur um Sam­herja, fékk einnig send skila­­boð þar sem honum var hótað „um­­fjöll­un“.

Jón Óttar sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­far umfjöll­un­ar­innar og sagði að það hefði verið rangt af sér að senda Helga SMS-skila­­boð. Þau end­­ur­­spegl­uðu dóm­­greind­­ar­brest af hans hálfu og hann sagð­ist sjá mikið eftir að hafa sent þau. Jóni Ótt­­ari fannst miður ef þessi gagn­rýn­i­verða hátt­­semi hans yrði á ein­hvern hátt bendluð við Sam­herja „og starfs­­fólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent