Stefnt að frekari tilslökunum eftir 2-3 vikur

Sóttvarnalæknir segir að með sama áframhaldi sé stefnt að því að gera frekari tilslakanir á takmörkunum hér innanlands eftir um 2-3 vikur. Útbreiðsla faraldursins sé að aukast erlendis og því ekki tímabært að hans mati að losa um aðgerðir á landamærunum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Enn eru að grein­ast nokkur til­felli af kór­ónu­veirunni inn­an­lands á hverjum degi, oft­ast milli 2-6 dag­lega. Virkum smitum í heild hefur fækkað hægt en örugg­lega og sömu­leiðis þeim fjölda sem er í sótt­kví hverju sinni. „Þetta er það sem við getum búist við að sjá áfram, nokkra ein­stak­linga að grein­ast á hverjum degi og litlar hóp­sýk­ing­ar,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.Nokkuð stöð­ugur fjöldi er einnig að grein­ast við landa­mærin þrátt fyrir tölu­verða fækkun far­þega. Þar grein­ast nú dag­lega allt frá engum og upp í sex. En hlut­fall far­þega með virkt smit fer vax­andi. Þórólfur sagði að í júní og júlí hafi 0,03 pró­sent far­þega verið með virkt smit en síð­ustu þrjár vikur hefur hlut­fallið verið 0,3 pró­sent. Vax­andi útbreiðsla far­ald­urs­ins erlendis er lík­leg­asta skýr­ing­in.60 pró­sent þeirra sem grein­ast á landa­mærum eiga lög­heim­ili á Íslandi.

Auglýsing


Þórólfur benti á að útbreiðsla kór­ónu­veirunnar í nálægum löndum fari vax­andi og tók hann Dan­mörku, Noreg og Bret­land sem dæmi. Í hans huga þýði þetta auknar líkur á því að veiran ber­ist hingað til lands. Hann und­ir­býr nú minn­is­blað til heil­brigð­is­ráð­herra varð­andi til­lögur að aðgerðum við landa­mærin en núgild­andi reglur sem fel­ast í tveimur sýna­tökum með nokk­urra daga sótt­kví á milli, gilda til 15. sept­em­ber. Þórólfur vildi ekki fara í smá­at­riðum ofan efni minn­is­blaðs­ins en ítrek­aði það sem hann hafi áður sagt um að ekki sé rétt að aflétta sam­tímis aðgerðum á landa­mærum og inn­an­lands því það gæti skapað tölu­verða hættu á útbreiðslu veirunnar á ný.„Mín afstaða hefur í raun ekk­ert breyst frá síð­asta minn­is­blaði. Það er áfram mitt hlut­verk að benda á ýmsar útfærslur og sótt­varnir og þá áhættu sem felst í því að grípa til þeirra aðgerða. Svo þurfa stjórn­völd að meta það í ljósi heild­ar­hags­muna. Þannig að ég er enn á þeim nót­um. Held að við eigum ekki að breyta miklu núna á meðan erum að feta okkur áfram hér inn­an­lands.“­Staðan erlendis hafi versnað frá því hann sendi ráð­herra síð­ast minn­is­blað um aðgerðir á landa­mær­um. Í sam­tölum við kollega sína í Evr­ópu hafi hann kom­ist að því að allir standi frammi fyrir svip­uðum spurn­ingum og þær snú­ist aðal­lega um hvað eigi að gera á landa­mær­un­um. Ein­hverjir séu að íhuga tvö­falda skimun með sótt­kví á milli líkt og gert er hér á landi. Hins vegar benti hann á að ytra sé ekki verið að rað­greina veiruna eins ítar­lega og hér er gert til að kom­ast að upp­runa henn­ar. Því er ekki alltaf vitað hvort að aukn­ing í smitum sé út frá sömu veiru­af­brigð­unum inn­an­lands eða hvort ný afbrigði séu að koma inn erlendis frá.Tak­mark­anir inn­an­lands sem tóku gildi nýverið gilda til 27. Sept­em­ber. Í þeim felst að 200 mega koma saman og var eins metra regla tekin upp í stað tveggja metra áður. „Eins metra reglan er mjög mik­il­væg og kannski sú mik­il­væg­asta í okkar sam­skiptum í því að hefta útbreiðslu veirunn­ar,“ sagði Þórólf­ur.Hann vill sjá árangur á hverju skrefi í aflétt­ingu tak­mark­ana áður en næstu skref verða tekin en að ef allt gangi vel sé stefnt að því að slaka enn frekar á tak­mörk­unum inn­an­lands eftir 2-3 vik­ur.Þá greindi Þórólfur frá því á fund­inum að hann hefði nú sent heil­brigð­is­ráð­herra minn­is­blað um að stytta fjórtán daga sótt­kví sem fólk inn­an­lands þarf að fara í ef það hefur orðið útsett fyrir veirunni. „Ég held að að gögn og rann­sóknir sýni að við getum stytt þessa sótt­kví með sýna­töku á sjö­unda deg­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent