Ruth Bader Ginsburg er látin – Trump mun tilnefna nýjan dómara

Ruth Bader Ginsburg hefur verið lykildómari í frjálslynda hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna allt frá því að hún var skipuð árið 1993. Þar greiddi hún atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um. Ginsberg lést í gær.

Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg.
Auglýsing

Ruth Bader Gins­burg, hæsta­rétt­ar­dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna, lést í gær 87 ára göm­ul. Bana­mein hennar var tengt krabba­meinsæxli í brisi sem hún greind­ist með fyrir um ári. 

Gins­burg var skipuð í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna árið 1993 af Bill Clinton og til­heyrði frjáls­lynd­ari hluta rétt­ar­ins. Hún var þá önnur konan frá upp­hafi sem setið hefur sem dóm­ari við rétt­inn.

Gins­burg greiddi atkvæði með mörgum stærstu mann­rétt­inda­úr­bótum sem rétt­ur­inn hefur fellt dóma um á und­an­förnum ára­tug­um. Þar ber helst að nefna í málum sem snúa að rétti kvenna til fóst­ur­eyð­inga, hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra, kosn­inga­rétti, í mál­efnum inn­flytj­enda, heil­brigð­is­málum og þar sem tek­ist hefur verið á um jákvæða mis­munum á grund­velli kyn­þátta. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær til að votta Ginsburg virðingu sínu eftir að fréttir bárust af andláti hennar. MYND: EPA

Gins­burg rataði í ítrekað á ýmsa lista yfir áhrifa­mestu konur heims á síð­ustu árum, og jafn­vel sög­unn­ar.

Póli­tískur stormur á leið­inni

And­lát Gins­burg, tæpum sjö vikum fyrir kom­andi for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um, hefur strax gert skipun næsta hæsta­rétt­ar­dóm­ara að kosn­inga­máli. Þegar Ant­onin Scalia, íhalds­samur hæsta­rétt­ar­dóm­ari við rétt­inn, lést í febr­úar 2016, ákváðu repúblík­anar í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings að koma í veg fyrir að Barrack Obama gæti skipað nýjan dóm­ara í hans stað, en þeir voru þá sem nú með meiri­hluta þing­manna í deild­inni. Merrick Gar­land, sá sem Obama ætl­aði sér að skipa, varð því aldrei dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna. 

Auglýsing
Rökin sem Mitch McConn­ell, leið­togi Repúblík­ana í öld­unga­deild­inni, setti fram vegna þess voru þau að rétt væri að leyfa almenn­ingi að kjósa um hvaða for­seti myndi skipa næsta dóm­ara í rétt­inn, en mönnun hans getur ræður miklu um það hvernig yfir­stand­andi menn­ing­ar­stríð íhalds­samra og frjáls­lyndra afla í Banda­ríkj­unum fer. Don­ald Trump skip­aði svo Neil Gors­urch í emb­ættið eftir að hann varð for­seti Banda­ríkj­anna og á fyrsta kjör­tíma­bili sínu hefur hann líka skipað Brett Kavan­augh sem dóm­ara við rétt­inn. Skipi Trump eft­ir­mann Gins­burg mun hann hafa skipað þrjá af níu dóm­urum við rétt­inn og fjöldi dóm­ara sem skip­aðir hafa verið að for­setum úr Repúblíkana­flokknum verður sex.

Hinsta ósk hennar að nýr for­seti velji eft­ir­mann­inn

Nú er annað hljóð í skrokki McConn­ells, þrátt fyrir að mun styttra sé til kosn­inga nú en þegar að Scalia lést. Hann gaf það strax út í gær að kosið yrði um þann sem Trump myndi til­nefna, sem búist er við að ger­ist strax í næstu viku, í öld­unga­deild­inni áður en nýr for­seti verður eið­svar­inn í emb­ætti í jan­úar 2021. Í banda­rískum fjöl­miðlum er haft eftir fjöl­mörgum repúblík­önum að þeir voni að for­seta­kosn­ing­arnar geti nú farið að snú­ast meira um að velja eft­ir­mann Gins­burg, en minna um COVID-19, kyn­þátta­mis­munun og efna­hags­á­stand­ið. Það eru allt atriði sem leitt hafa til þess að Trump er, sam­kvæmt könn­un­um, nokkuð langt á eftir Joe Biden, for­seta­fram­bjóð­anda Demókra­ta­flokks­ins, í fylgi jafnt á lands­vísu og í helstu bar­áttu­ríkjum sem þurfa að vinn­ast til að ná fleiri en 270 kjör­mönnum og verða næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Biden hefur þegar sagt að hann vilji að næsti for­seti til­nefni næsta dóm­ara og barna­barn Gins­burg sagði við NPR að það hefði verið helsta ósk ömmu sinnar á dán­ar­beði sínu að eft­ir­maður hennar yrði ekki val­inn fyrr en nýr for­seti tæki við. 

Don­ald Trump sagði, þegar honum var greint frá and­láti Gins­burg, að hún hefði lifð ótrú­legu lífi. „Hún var ótrú­leg kona hvort sem þú varst sam­mála henni eða ekki. Hún var ótrú­leg kona sem lifði ótrú­legu líf­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent