Ruth Bader Ginsburg er látin – Trump mun tilnefna nýjan dómara

Ruth Bader Ginsburg hefur verið lykildómari í frjálslynda hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna allt frá því að hún var skipuð árið 1993. Þar greiddi hún atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um. Ginsberg lést í gær.

Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg.
Auglýsing

Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, lést í gær 87 ára gömul. Banamein hennar var tengt krabbameinsæxli í brisi sem hún greindist með fyrir um ári. 

Ginsburg var skipuð í Hæstarétt Bandaríkjanna árið 1993 af Bill Clinton og tilheyrði frjálslyndari hluta réttarins. Hún var þá önnur konan frá upphafi sem setið hefur sem dómari við réttinn.

Ginsburg greiddi atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um á undanförnum áratugum. Þar ber helst að nefna í málum sem snúa að rétti kvenna til fóstureyðinga, hjónabandi samkynhneigðra, kosningarétti, í málefnum innflytjenda, heilbrigðismálum og þar sem tekist hefur verið á um jákvæða mismunum á grundvelli kynþátta. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær til að votta Ginsburg virðingu sínu eftir að fréttir bárust af andláti hennar. MYND: EPA

Ginsburg rataði í ítrekað á ýmsa lista yfir áhrifamestu konur heims á síðustu árum, og jafnvel sögunnar.

Pólitískur stormur á leiðinni

Andlát Ginsburg, tæpum sjö vikum fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, hefur strax gert skipun næsta hæstaréttardómara að kosningamáli. Þegar Antonin Scalia, íhaldssamur hæstaréttardómari við réttinn, lést í febrúar 2016, ákváðu repúblíkanar í öldungadeild Bandaríkjaþings að koma í veg fyrir að Barrack Obama gæti skipað nýjan dómara í hans stað, en þeir voru þá sem nú með meirihluta þingmanna í deildinni. Merrick Garland, sá sem Obama ætlaði sér að skipa, varð því aldrei dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. 

Auglýsing
Rökin sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblíkana í öldungadeildinni, setti fram vegna þess voru þau að rétt væri að leyfa almenningi að kjósa um hvaða forseti myndi skipa næsta dómara í réttinn, en mönnun hans getur ræður miklu um það hvernig yfirstandandi menningarstríð íhaldssamra og frjálslyndra afla í Bandaríkjunum fer. Donald Trump skipaði svo Neil Gorsurch í embættið eftir að hann varð forseti Bandaríkjanna og á fyrsta kjörtímabili sínu hefur hann líka skipað Brett Kavanaugh sem dómara við réttinn. Skipi Trump eftirmann Ginsburg mun hann hafa skipað þrjá af níu dómurum við réttinn og fjöldi dómara sem skipaðir hafa verið að forsetum úr Repúblíkanaflokknum verður sex.

Hinsta ósk hennar að nýr forseti velji eftirmanninn

Nú er annað hljóð í skrokki McConnells, þrátt fyrir að mun styttra sé til kosninga nú en þegar að Scalia lést. Hann gaf það strax út í gær að kosið yrði um þann sem Trump myndi tilnefna, sem búist er við að gerist strax í næstu viku, í öldungadeildinni áður en nýr forseti verður eiðsvarinn í embætti í janúar 2021. Í bandarískum fjölmiðlum er haft eftir fjölmörgum repúblíkönum að þeir voni að forsetakosningarnar geti nú farið að snúast meira um að velja eftirmann Ginsburg, en minna um COVID-19, kynþáttamismunun og efnahagsástandið. Það eru allt atriði sem leitt hafa til þess að Trump er, samkvæmt könnunum, nokkuð langt á eftir Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í fylgi jafnt á landsvísu og í helstu barátturíkjum sem þurfa að vinnast til að ná fleiri en 270 kjörmönnum og verða næsti forseti Bandaríkjanna.

Biden hefur þegar sagt að hann vilji að næsti forseti tilnefni næsta dómara og barnabarn Ginsburg sagði við NPR að það hefði verið helsta ósk ömmu sinnar á dánarbeði sínu að eftirmaður hennar yrði ekki valinn fyrr en nýr forseti tæki við. 

Donald Trump sagði, þegar honum var greint frá andláti Ginsburg, að hún hefði lifð ótrúlegu lífi. „Hún var ótrúleg kona hvort sem þú varst sammála henni eða ekki. Hún var ótrúleg kona sem lifði ótrúlegu lífi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent