Ruth Bader Ginsburg er látin – Trump mun tilnefna nýjan dómara

Ruth Bader Ginsburg hefur verið lykildómari í frjálslynda hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna allt frá því að hún var skipuð árið 1993. Þar greiddi hún atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um. Ginsberg lést í gær.

Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg.
Auglýsing

Ruth Bader Gins­burg, hæsta­rétt­ar­dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna, lést í gær 87 ára göm­ul. Bana­mein hennar var tengt krabba­meinsæxli í brisi sem hún greind­ist með fyrir um ári. 

Gins­burg var skipuð í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna árið 1993 af Bill Clinton og til­heyrði frjáls­lynd­ari hluta rétt­ar­ins. Hún var þá önnur konan frá upp­hafi sem setið hefur sem dóm­ari við rétt­inn.

Gins­burg greiddi atkvæði með mörgum stærstu mann­rétt­inda­úr­bótum sem rétt­ur­inn hefur fellt dóma um á und­an­förnum ára­tug­um. Þar ber helst að nefna í málum sem snúa að rétti kvenna til fóst­ur­eyð­inga, hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra, kosn­inga­rétti, í mál­efnum inn­flytj­enda, heil­brigð­is­málum og þar sem tek­ist hefur verið á um jákvæða mis­munum á grund­velli kyn­þátta. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær til að votta Ginsburg virðingu sínu eftir að fréttir bárust af andláti hennar. MYND: EPA

Gins­burg rataði í ítrekað á ýmsa lista yfir áhrifa­mestu konur heims á síð­ustu árum, og jafn­vel sög­unn­ar.

Póli­tískur stormur á leið­inni

And­lát Gins­burg, tæpum sjö vikum fyrir kom­andi for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um, hefur strax gert skipun næsta hæsta­rétt­ar­dóm­ara að kosn­inga­máli. Þegar Ant­onin Scalia, íhalds­samur hæsta­rétt­ar­dóm­ari við rétt­inn, lést í febr­úar 2016, ákváðu repúblík­anar í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings að koma í veg fyrir að Barrack Obama gæti skipað nýjan dóm­ara í hans stað, en þeir voru þá sem nú með meiri­hluta þing­manna í deild­inni. Merrick Gar­land, sá sem Obama ætl­aði sér að skipa, varð því aldrei dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna. 

Auglýsing
Rökin sem Mitch McConn­ell, leið­togi Repúblík­ana í öld­unga­deild­inni, setti fram vegna þess voru þau að rétt væri að leyfa almenn­ingi að kjósa um hvaða for­seti myndi skipa næsta dóm­ara í rétt­inn, en mönnun hans getur ræður miklu um það hvernig yfir­stand­andi menn­ing­ar­stríð íhalds­samra og frjáls­lyndra afla í Banda­ríkj­unum fer. Don­ald Trump skip­aði svo Neil Gors­urch í emb­ættið eftir að hann varð for­seti Banda­ríkj­anna og á fyrsta kjör­tíma­bili sínu hefur hann líka skipað Brett Kavan­augh sem dóm­ara við rétt­inn. Skipi Trump eft­ir­mann Gins­burg mun hann hafa skipað þrjá af níu dóm­urum við rétt­inn og fjöldi dóm­ara sem skip­aðir hafa verið að for­setum úr Repúblíkana­flokknum verður sex.

Hinsta ósk hennar að nýr for­seti velji eft­ir­mann­inn

Nú er annað hljóð í skrokki McConn­ells, þrátt fyrir að mun styttra sé til kosn­inga nú en þegar að Scalia lést. Hann gaf það strax út í gær að kosið yrði um þann sem Trump myndi til­nefna, sem búist er við að ger­ist strax í næstu viku, í öld­unga­deild­inni áður en nýr for­seti verður eið­svar­inn í emb­ætti í jan­úar 2021. Í banda­rískum fjöl­miðlum er haft eftir fjöl­mörgum repúblík­önum að þeir voni að for­seta­kosn­ing­arnar geti nú farið að snú­ast meira um að velja eft­ir­mann Gins­burg, en minna um COVID-19, kyn­þátta­mis­munun og efna­hags­á­stand­ið. Það eru allt atriði sem leitt hafa til þess að Trump er, sam­kvæmt könn­un­um, nokkuð langt á eftir Joe Biden, for­seta­fram­bjóð­anda Demókra­ta­flokks­ins, í fylgi jafnt á lands­vísu og í helstu bar­áttu­ríkjum sem þurfa að vinn­ast til að ná fleiri en 270 kjör­mönnum og verða næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Biden hefur þegar sagt að hann vilji að næsti for­seti til­nefni næsta dóm­ara og barna­barn Gins­burg sagði við NPR að það hefði verið helsta ósk ömmu sinnar á dán­ar­beði sínu að eft­ir­maður hennar yrði ekki val­inn fyrr en nýr for­seti tæki við. 

Don­ald Trump sagði, þegar honum var greint frá and­láti Gins­burg, að hún hefði lifð ótrú­legu lífi. „Hún var ótrú­leg kona hvort sem þú varst sam­mála henni eða ekki. Hún var ótrú­leg kona sem lifði ótrú­legu líf­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent