Ruth Bader Ginsburg er látin – Trump mun tilnefna nýjan dómara

Ruth Bader Ginsburg hefur verið lykildómari í frjálslynda hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna allt frá því að hún var skipuð árið 1993. Þar greiddi hún atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um. Ginsberg lést í gær.

Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg.
Auglýsing

Ruth Bader Gins­burg, hæsta­rétt­ar­dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna, lést í gær 87 ára göm­ul. Bana­mein hennar var tengt krabba­meinsæxli í brisi sem hún greind­ist með fyrir um ári. 

Gins­burg var skipuð í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna árið 1993 af Bill Clinton og til­heyrði frjáls­lynd­ari hluta rétt­ar­ins. Hún var þá önnur konan frá upp­hafi sem setið hefur sem dóm­ari við rétt­inn.

Gins­burg greiddi atkvæði með mörgum stærstu mann­rétt­inda­úr­bótum sem rétt­ur­inn hefur fellt dóma um á und­an­förnum ára­tug­um. Þar ber helst að nefna í málum sem snúa að rétti kvenna til fóst­ur­eyð­inga, hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra, kosn­inga­rétti, í mál­efnum inn­flytj­enda, heil­brigð­is­málum og þar sem tek­ist hefur verið á um jákvæða mis­munum á grund­velli kyn­þátta. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær til að votta Ginsburg virðingu sínu eftir að fréttir bárust af andláti hennar. MYND: EPA

Gins­burg rataði í ítrekað á ýmsa lista yfir áhrifa­mestu konur heims á síð­ustu árum, og jafn­vel sög­unn­ar.

Póli­tískur stormur á leið­inni

And­lát Gins­burg, tæpum sjö vikum fyrir kom­andi for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um, hefur strax gert skipun næsta hæsta­rétt­ar­dóm­ara að kosn­inga­máli. Þegar Ant­onin Scalia, íhalds­samur hæsta­rétt­ar­dóm­ari við rétt­inn, lést í febr­úar 2016, ákváðu repúblík­anar í öld­unga­deild Banda­ríkja­þings að koma í veg fyrir að Barrack Obama gæti skipað nýjan dóm­ara í hans stað, en þeir voru þá sem nú með meiri­hluta þing­manna í deild­inni. Merrick Gar­land, sá sem Obama ætl­aði sér að skipa, varð því aldrei dóm­ari við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna. 

Auglýsing
Rökin sem Mitch McConn­ell, leið­togi Repúblík­ana í öld­unga­deild­inni, setti fram vegna þess voru þau að rétt væri að leyfa almenn­ingi að kjósa um hvaða for­seti myndi skipa næsta dóm­ara í rétt­inn, en mönnun hans getur ræður miklu um það hvernig yfir­stand­andi menn­ing­ar­stríð íhalds­samra og frjáls­lyndra afla í Banda­ríkj­unum fer. Don­ald Trump skip­aði svo Neil Gors­urch í emb­ættið eftir að hann varð for­seti Banda­ríkj­anna og á fyrsta kjör­tíma­bili sínu hefur hann líka skipað Brett Kavan­augh sem dóm­ara við rétt­inn. Skipi Trump eft­ir­mann Gins­burg mun hann hafa skipað þrjá af níu dóm­urum við rétt­inn og fjöldi dóm­ara sem skip­aðir hafa verið að for­setum úr Repúblíkana­flokknum verður sex.

Hinsta ósk hennar að nýr for­seti velji eft­ir­mann­inn

Nú er annað hljóð í skrokki McConn­ells, þrátt fyrir að mun styttra sé til kosn­inga nú en þegar að Scalia lést. Hann gaf það strax út í gær að kosið yrði um þann sem Trump myndi til­nefna, sem búist er við að ger­ist strax í næstu viku, í öld­unga­deild­inni áður en nýr for­seti verður eið­svar­inn í emb­ætti í jan­úar 2021. Í banda­rískum fjöl­miðlum er haft eftir fjöl­mörgum repúblík­önum að þeir voni að for­seta­kosn­ing­arnar geti nú farið að snú­ast meira um að velja eft­ir­mann Gins­burg, en minna um COVID-19, kyn­þátta­mis­munun og efna­hags­á­stand­ið. Það eru allt atriði sem leitt hafa til þess að Trump er, sam­kvæmt könn­un­um, nokkuð langt á eftir Joe Biden, for­seta­fram­bjóð­anda Demókra­ta­flokks­ins, í fylgi jafnt á lands­vísu og í helstu bar­áttu­ríkjum sem þurfa að vinn­ast til að ná fleiri en 270 kjör­mönnum og verða næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Biden hefur þegar sagt að hann vilji að næsti for­seti til­nefni næsta dóm­ara og barna­barn Gins­burg sagði við NPR að það hefði verið helsta ósk ömmu sinnar á dán­ar­beði sínu að eft­ir­maður hennar yrði ekki val­inn fyrr en nýr for­seti tæki við. 

Don­ald Trump sagði, þegar honum var greint frá and­láti Gins­burg, að hún hefði lifð ótrú­legu lífi. „Hún var ótrú­leg kona hvort sem þú varst sam­mála henni eða ekki. Hún var ótrú­leg kona sem lifði ótrú­legu líf­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent