Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“

Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.

Sólveig Anna Jónsdóttir - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að Íslend­ingar þurfi að við­ur­kenna að ýmis­legt mis­jafnt hafi átti sér í ferða­manna­brans­anum á árunum eftir hrun og áður en COVID-19 far­ald­ur­inn skall á. Þetta kom fram í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku.

Hún rifjar upp að þús­undir karla og kvenna hafi verið hvattir til að flytj­ast hingað til lands á góð­ær­is­tím­anum til þess að starfa í ferða­manna­iðn­að­in­um. Nú sé staðan önnur og mun gríð­ar­legur fjöldi aðflutts fólks verða atvinnu­laus. Af þessu hafi hún miklar áhyggjur og vísar hún í nýlega skýrslu um aðstæður erlends vinnu­afls í ferða­þjón­ust­unni.

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una í júlí síð­ast­liðnum en í henni kom meðal ann­ars fram að algeng­­ustu brot í ferða­­þjón­­ustu væru að fólk fengi van­greidd laun miðað við ákvæði kjara­­samn­inga um skipu­lag vakta og álags­greiðslna í vakta­vinnu eða skipt­ingu launa í dag­vinnu og eft­ir­vinnu.

Auglýsing

Höf­undar skýrsl­unnar tóku við­­töl við starfs­­fólk stétt­­ar­­fé­laga utan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og einnig við erlent starfs­­fólk í ferða­­þjón­­ustu víða um land­ið. Talað var um jafn­­að­­ar­­laun og tví­­­skiptar vaktir sem sér­­stakt vanda­­mál í ferða­­þjón­ustu, sem fæli í sér brot á kjara­­samn­ing­­um.

Eig­endum fjár­magns­ins leyft að fara sínu fram

­Sól­veig Anna segir í þessu sam­hengi að við búum í hag­kerfi sem sé knúið áfram með því að leyfa eig­endum fjár­magns­ins og atvinnu­tækj­anna að fara sínu fram með stuðn­ingi rík­is­sjóðs.

Nú hafi stjórn­völd og þeir sem hagn­ast hafa á vinnu þessa fólks tæki­færi til að sýna að það sé mik­ils metið og „sann­ar­lega ekki bara eitt­hvað einnota drasl sem hægt er að kasta í ruslið um leið og það hentar íslensku hag­kerfi – heldur að það muni fá til baka það sem það á inni hjá rík­is­sjóði og þessu sam­fé­lagi í hækkun bóta, atvinnu­skap­andi verk­efnum og í því að hér verði brugð­ist við þessu ástandi með upp­byggi­legum og skyn­sömum hætti með þarfir vinn­andi fólks í fyr­ir­rúmi.“

Hún segir að ef vinn­andi fólk á Íslandi nái að setja fram kröfur sínar með nægi­lega skýrum og ein­beittum hætti í algjörri sam­stöðu þá hafi stjórn­völd ekki mikið um annað að ræða en að fall­ast á kröf­urn­ar. Það sé lyk­il­at­rið­ið.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent