Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“

Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.

Sólveig Anna Jónsdóttir - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að Íslend­ingar þurfi að við­ur­kenna að ýmis­legt mis­jafnt hafi átti sér í ferða­manna­brans­anum á árunum eftir hrun og áður en COVID-19 far­ald­ur­inn skall á. Þetta kom fram í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku.

Hún rifjar upp að þús­undir karla og kvenna hafi verið hvattir til að flytj­ast hingað til lands á góð­ær­is­tím­anum til þess að starfa í ferða­manna­iðn­að­in­um. Nú sé staðan önnur og mun gríð­ar­legur fjöldi aðflutts fólks verða atvinnu­laus. Af þessu hafi hún miklar áhyggjur og vísar hún í nýlega skýrslu um aðstæður erlends vinnu­afls í ferða­þjón­ust­unni.

Kjarn­inn fjall­aði um skýrsl­una í júlí síð­ast­liðnum en í henni kom meðal ann­ars fram að algeng­­ustu brot í ferða­­þjón­­ustu væru að fólk fengi van­greidd laun miðað við ákvæði kjara­­samn­inga um skipu­lag vakta og álags­greiðslna í vakta­vinnu eða skipt­ingu launa í dag­vinnu og eft­ir­vinnu.

Auglýsing

Höf­undar skýrsl­unnar tóku við­­töl við starfs­­fólk stétt­­ar­­fé­laga utan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og einnig við erlent starfs­­fólk í ferða­­þjón­­ustu víða um land­ið. Talað var um jafn­­að­­ar­­laun og tví­­­skiptar vaktir sem sér­­stakt vanda­­mál í ferða­­þjón­ustu, sem fæli í sér brot á kjara­­samn­ing­­um.

Eig­endum fjár­magns­ins leyft að fara sínu fram

­Sól­veig Anna segir í þessu sam­hengi að við búum í hag­kerfi sem sé knúið áfram með því að leyfa eig­endum fjár­magns­ins og atvinnu­tækj­anna að fara sínu fram með stuðn­ingi rík­is­sjóðs.

Nú hafi stjórn­völd og þeir sem hagn­ast hafa á vinnu þessa fólks tæki­færi til að sýna að það sé mik­ils metið og „sann­ar­lega ekki bara eitt­hvað einnota drasl sem hægt er að kasta í ruslið um leið og það hentar íslensku hag­kerfi – heldur að það muni fá til baka það sem það á inni hjá rík­is­sjóði og þessu sam­fé­lagi í hækkun bóta, atvinnu­skap­andi verk­efnum og í því að hér verði brugð­ist við þessu ástandi með upp­byggi­legum og skyn­sömum hætti með þarfir vinn­andi fólks í fyr­ir­rúmi.“

Hún segir að ef vinn­andi fólk á Íslandi nái að setja fram kröfur sínar með nægi­lega skýrum og ein­beittum hætti í algjörri sam­stöðu þá hafi stjórn­völd ekki mikið um annað að ræða en að fall­ast á kröf­urn­ar. Það sé lyk­il­at­rið­ið.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent