„Við erum komin á hættuslóðir“

Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.

Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
Auglýsing

„Fólk verður að fylgja regl­unum og ef það gerir það ekki munum við bregð­ast við með miklu harð­ari aðgerð­u­m,“ sagði Matt Hancock, heil­brigð­is­ráð­herra Bret­lands, um helg­ina.Varn­að­ar­orð hans voru ekki að til­efn­is­lausu. Önnur bylgja kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins er við það að skella á. Hann úti­lokar því ekki að aftur verði gripið til útgöngu­banna og almennrar lok­unar í sam­fé­lag­inu, líkt og Bretar þurftu að búa við frá upp­hafi fyrstu bylgju og þar til í júlí.Ný aug­lýs­ing stjórn­valda gefur tón­inn. Það ætti ekki að fara fram­hjá neinum að þeim er alvara. Hún minnir einna helst á flóð­bylgju­við­vör­un. „Ef þú grein­ist með kór­ónu­veiruna eða ert beð­inn að fara í ein­angrun vegna smitrakn­ingar þá þarft þú sam­kvæmt lögum sem taka gildi 28. sept­em­ber að vera í ein­angrun til að lág­marka útbreiðsl­una.“ Auglýsing

Þeir sem brjóta lögin eiga yfir höfði sér háar fjár­sekt­ir, að minnsta kosti 1.000 pund, um 175 þús­und krón­ur. Sekt­irnar fara svo stig­hækk­andi eftir alvar­leika brot­anna.

„Ég vil ekki sjá aðra lokun sam­fé­lags­ins,“ sagði Hancock við BBC um helg­ina. „Eina leiðin til að forð­ast það er að fólk fylgi regl­un­um.“Til­efnið er aug­ljóst: Stað­festum smitum af kór­ónu­veirunni hef­ur  farið hratt fjölg­andi á Bret­landseyjum síð­ustu daga. Á laug­ar­dag greindust svo 4.422 ný til­felli og hafa þau ekki verið fleiri frá því í byrjun maí.Og vetr­ar­mán­uðir eru framund­an. Mán­uðir þar sem fólk heldur til inn­an­dyra sem skapar ákveðna hættu þegar kór­ónu­veiran er ann­ars veg­ar. „Við erum komin á hættu­slóð­ir,“ hefur Guar­dian eftir Pat­rick Vallance, helsta ráð­gjafa bresku rík­is­stjórn­ar­innar þegar kemur að far­aldr­in­um. Land­lækn­ir­inn Chris Whitty segir að meta þurfi stöð­una og aðgerðir framundan með áskorun vetr­ar­mán­að­anna í huga. Þeir munu báðir ávarpa almenn­ing á dag­legum upp­lýs­inga­fundi stjórn­valda sem þykir til marks um alvar­leika máls­ins.Borg­ar­stjóri London, Sadiq Khan, íhugar stað­bundnar aðgerð­ir. Hann vill bregð­ast við fyrr en síðar til að freista þess að ná tökum á auk­inni útbreiðslu í borg­inni.Bretar eru langt í frá einir þegar kemur að því und­ir­bún­ingi fyrir aðra bylgju far­ald­urs­ins. Önnur Evr­ópu­ríki standa frammi fyrir sama vanda: Smitum hefur fjölgað hratt í haust og vís­bend­ingar eru um að dauðs­föll­um, sem voru hlut­falls­lega mun færri í sumar en í vet­ur, fari einnig fjölg­andi.

Fjöldamótmæli vegna aðgerða breskra stjórnvalda. Fólk sem vill ekki að hörðum aðgerðum verði beitt hafa sýnt það með því að standa þétt saman í mótmælum í London. Mynd: EPASmit­sjúk­dóma­stofnun Evr­ópu, ECDC, greindi frá því í gær að dag­lega hefðu að með­al­tali yfir 45 þús­und manns greinst með veiruna í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins séu tölur síð­ustu tveggja vikna teknar sam­an. Dán­ar­tíðni af völdum COVID-19 hefur verið stöðug í 72 daga í Evr­ópu en þó hefur hún farið hækk­andi í Búlgar­íu, Króa­tíu, á Möltu, í Rúm­eníu og á Spáni.Flest ríki höfðu slakað á hömlum en stjórn­völd ótt­ast nú aukið álag á sjúkra­hús og því vofa hertar tak­mark­anir yfir á ný.Fyrir helgi ákváðu borg­ar­yf­ir­völd í Madrid á Spáni að herða aðgerðir á nýjan leik en þriðj­ungur nýrra til­fella á Spáni að und­an­förnu hefur greinst í borg­inni. Þar hafa greinst yfir 12 þús­und ný smit dag­lega um skeið og á föstu­dag voru þau 14 þús­und. Um 850 þús­und borg­ar­búa sæta nú útgöngu­banni. Allt eru það íbúar í hverfum þar sem far­ald­ur­inn er mjög útbreidd­ur. Fleiri stór­borgir en Madrid og London glíma við sam­bæri­lega „heita reit­i“. Í Vín­ar­borg hefur smitum einnig fjölgað hratt svo dæmi sé tek­ið.

Grímu­skylda og stað­bundnar aðgerðirÁhyggjur fara einnig vax­andi í Frakk­landi þar sem yfir 13 þús­und ný til­felli greindust á föstu­dag og hafa þau ekki verið fleiri frá því í apr­íl. Aukn­ing­unni hafa fylgt fleiri sjúkra­húsinn­lagn­ir. Dæmi eru um að gjör­gæslu­deildir sjúkra­húsa séu við það að fyll­ast.Tékkar ákváðu að taka upp grímu­skyldu í skólum í síð­ustu viku og hertar tak­mark­anir tóku í gær gildi á veit­inga­hús­um, kaffi­húsum og öld­ur­húsum á sex svæðum í Hollandi. „Þú þarft ekki að vera stærð­fræð­ingur eða far­alds­fræð­ingur til að skilja að þessi fjölgun mun að lokum skila sér inn á sjúkra­hús­in,“ segir Mark Rutte, for­sæt­is­ráð­herra Hollands, en smit­stuð­ul­inn þar í landi gefur til kynna að með sama áfram­haldi muni um 10 þús­und ný smit grein­ast dag­lega.

Boris Johnson, sem sjálfur veiktist alvarlega af COVID-19 vill forðast allsherjar lokun samfélagsins á ný. Mynd: EPAÍtalía varð hvað verst úti af öllum löndum Evr­ópu í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og fjöldi nýrra dag­legra smita er nú á pari við fjöld­ann í maí. Á laug­ar­dag greindust yfir þús­und smit í Pól­landi of hafa þau aldrei verið fleiri.Ýmsir þættir eru taldir geta skýrt þá stöðu sem nú er komin upp. Að ein­hverju leyti má fjölgun stað­festra smita rekja til þess að fleiri sýni eru nú tekin í mörgum löndum en í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Þegar tölur um dauðs­föll af völdum COVID-19 eru skoð­aðar kemur í ljós að um miðjan apríl er talið að um 3.500 manns hafi lát­ist í Evr­ópu dag­lega en um miðjan sept­em­ber voru um 500 and­lát á dag rakin til sjúk­dóms­ins. En þróun smita og skyndi­leg fjölgun þeirra er engu að síður vís­bend­ing um að far­ald­ur­inn sé að breið­ast hraðar út en síð­ustu vikur og mán­uði. Líkt og Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur sagt síð­ustu daga, eftir að til­fellum COVID-19 fór að fjölga hér á landi, þá hefur fólk snúið aftur í skól­ana sam­hliða því sem til­slak­anir hafa verið gerðar á ýmsum sótt­vörnum miðað við það sem var í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í vet­ur. Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, telur skýr­ing­una einnig geta falist í því að sam­hliða til­slök­unum hafi almenn­ingur sofnað á verð­inum hvað varðar ein­stak­lings­bundnar sýk­inga­varn­ir. Hér á landi líkt og víð­ast ann­ars staðar í Evr­ópu er yngra fólk að sýkj­ast frekar en það eldra líkt og í fyrstu bylgju sem skýri það að færri hafa veikst alvar­lega og þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús.

Í Svíþjóð  var ekki gripið til harðra takmarkana á samkomum og ferðalögum fólks líkt og víða annars staðar. Mynd: EPA

Í Evr­ópu búa um 750 millj­ónir manna, 4,4 millj­ónir hafa greinst með veiruna og yfir 217 þús­und lát­ist vegna COVID-19. Miðað við þær tölur er staðan í álf­unni þó betri en í Banda­ríkj­unum þar sem 6,7 millj­ónir hafa greinst með veiruna og tæp­lega 200 þús­und lát­ist af völdum sjúk­dóms­ins af um 330 millj­ónum manna sem þar búa. Miðað við opin­berar dán­ar­tölur er talið að einn af hverjum fimm sem deyja í heim­inum um þessar mundir af COVID-19 sé búsettur í Banda­ríkj­un­um.„Það er engin spurn­ing og ég hef sagt það vikum saman að við gætum séð aðra bylgju og nú erum við að sjá það ger­ast,“ sagði Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands fyrir helgi. „Við sjáum það ger­ast í Frakk­landi, á Spáni og víðar í Evr­ópu. Það var því algjör­lega óum­flýj­an­legt að það sama myndi ger­ast í okkar land­i.“Hvergi í Evr­ópu hafa fleiri lát­ist vegna COVID-19 en í Bret­landi eða yfir 40 þús­und manns. Í síð­ustu viku voru kynntar til sög­unnar hertar sam­komu­tak­mark­anir á Englandi. John­son naut mik­ils stuðn­ings þrátt fyrir harðar aðgerðir stjórn­valda í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins en nú hefur „fallið á gljá­ann“ eins og það er orðað í leið­urum blaða á hægri væng stjórn­mál­anna, s.s. Daily Tel­egraph og Times of London.Gagn­rýnin snýr aðal­lega að burðum yfir­valda til sýna­töku og smitrakn­ing­ar. Stór­kost­leg vanda­mál sköp­uð­ust í vetur vegna getu­leysis á þessu sviði og enn hefur ekki tek­ist að leysa þau flest. Það hefur John­son sjálfur við­ur­kennt.

Mót­mæla hörðum aðgerðumHópar fólks fóru út á götur Lund­úna um helg­ina til að mót­mæla því að aðgerðir yrðu hertar aft­ur. Slík mót­mæli hafa einnig farið fram í öðrum Evr­ópu­lönd­um. Einnig eru skiptar skoð­anir meðal sér­fræð­inga hvort að strangar hömlur á sam­komur og ferða­lög séu rétta leiðin á þessum tíma­punkti.Mark Wool­hou­se, pró­fessor í far­alds­fræði við Edin­borg­ar­há­skóla, segir að þótt lokun sam­fé­laga hafi hægt á útbreiðslu far­ald­urs­ins í fyrstu bylgj­unni hafi það „ein­fald­lega ýtt vand­anum til um nokkra mán­uð­i“. Hann sagði í sam­tali við CNN nýverið að svipuð staða blasi nú við og í mars: Veiran er á kreiki úti í sam­fé­lag­inu og getur valdið stór­kost­legum far­aldri rétt eins og þá. Og það að við séum í sömu stöðu þá og nú sýni ein­fald­lega að vanda­málið hafi ekki verið upp­rætt heldur því aðeins frestað.Wool­house sagði að yfir­völd hefðu nú mun meiri þekk­ingu en áður, viti hvað skili árangri og hvað ekki, og að miðað við allar þær upp­lýs­ingar sem aflað hefur verið gætu stað­bundnar aðgerðir skilað betri árangri en það að skella heilu sam­fé­lög­unum í lás líkt og gert var í vet­ur.Hann benti á að smit­stuð­ull­inn, R-stuð­ull­inn, væri sú tala sem horfa ætti á – fjöldi smita segði alls ekki alla sög­una þegar mun fleiri sýni væru tekin en áður. Í fyrstu bylgju hafi R-stuð­ull­inn farið nálægt þremur í Bret­landi og „ég sé ekki fyrir mér að því verði leyft að ger­ast aft­ur“.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar