Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir

„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Álagið hefur auk­ist mjög harka­lega síð­ustu tíu daga um svipað leyti og við erum að sjá far­ald­ur­inn blossa upp í meira mæli en fólk von­að­ist til,“ sagði Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Róð­ur­inn hefði þyngst nokkuð hratt og taka þyrfti í brems­una. Þrettán liggja nú á Land­spít­ala vegna COVID-19, þar af tveir á gjör­gæslu­deild. Tveir hafa því lagst inn á síð­ustu klukku­stundum „svo þetta er ákveðin hol­skefla“.



Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði frá því á fundi dags­ins að hann hefði beðið stjórn­endur Land­spít­al­ans að svara þeirri spurn­ingu hvort að sjúkra­húsið gæti sinnt öllum COVID-­sjúkum miðað við svört­ustu spár. Hann greindi ekki frá því hver sú spá væri en benti á að vís­inda­fólk við Háskóla Íslands, sem gerir spálíkanið sem stuðst er við, muni fljót­lega birta sviðs­myndir um það álag sem gæti orðið á sjúkra­hús­um.



Páll rakti styrk­leika spít­al­ans og sagði þá fjöl­marga. Þar væri komið á gott verk­lag, til staðar væri gríð­ar­lega öfl­ugt starfs­fólk sem byggi yfir nýrri og vax­andi þekk­ingu á því hvernig best er að sinna fólki með COVID-veik­indi. Hlífð­ar­bún­að­ur, lyf og önd­un­ar­vélar væru til stað­ar. En hins vegar væru áskor­anir það einnig. „Til að Land­spít­al­inn geti sinnt sínum sér­hæfðu verk­efnum þarf hann að geta útskrifað fólk sem ekki þarf lengur á þjón­ustu hans að halda hratt og vel,“ sagði Páll.

Auglýsing


Í vetur hafi viljað svo vel til að nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili var opnað áður en hol­skefla inn­lagna vegna COVID skall á. „Um slíkt er ekki að ræða nú,“ sagði hann. Unnið er nú að því með „miklum hraði“ að leysa þennan frá­flæð­is­vanda undir stjórn heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og með ráð­gjöf land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Páll hefur fulla trú á að það tak­ist.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd: Lögreglan



„Hin áskor­unin fellst í mönn­un,“ sagði for­stjór­inn og tók sér­stak­lega fram mönnun á COVID-­göngu­deild­inni og á gjör­gæslu. „Ég vil koma með ákall til heil­brigð­is­starfs­fólks: Mál hafa þró­ast mjög hratt. Bylgjan núna er ekki minni  en í vet­ur. Við þurfum alla á dekk.“



Ekki tíma­bært að herða



Um 560 eru nú með COVID-19 hér á landi og hefur veiran náð að stinga sér niður víða um land­ið. Þórólfur sagði það þó sitt mat að ekki væri tíma­bært að svo stöddu að herða aðgerð­ir. Til­hneig­ingin væri í þá átt að nýgrein­ingum væri að fækka þó að það gengi ekki eins hratt og von­ast var til. Hvort herða beri aðgerðir eður ei er í sífelldri end­ur­skoðun að hans sögn og dag­lega ræðir hann við margt fólk um stöð­una og að sitt sýnd­ist hverj­um. Hann liti ekki endi­lega svo á að verið væri að beita hann þrýst­ingi en hann hlust­aði á margar raddir og gerði svo upp hug sinn. Það er tvennt sem hann horfir helst til þegar meta á hvort herða skuli aðgerð­ir: Hver þróun far­ald­urs­ins er og hvernig heil­brigð­is­kerfið sé í stakk búið að takast á við álag­ið.



„Far­ald­ur­inn hefur verið stöð­ugur og í hægri nið­ur­sveiflu ef eitt­hvað er,“ sagði hann. „Hann er ekki veld­is­vexti og á meðan svo er er ekki ástæða til harð­ari sam­fé­lags­legra aðgerða.“



Ýmsar afleið­ing­ar, bæði heilsu­fars­legar og félags­leg­ar, gætu fylgt hörðum aðgerð­um. „Þetta snýst ekki bara um veiruna sjálfa,“ sagði hann. „Erum við að gera rétt eða rangt? Það verður bara að koma í ljós.“



Mall­aði en tók svo á rás



Þórólfur hefur oft­sinnis sagt að það taki tvær vikur að sjá árangur af hert­ari aðgerð­um. Á fundi dags­ins sagði hann svo að það væri alls ekk­ert víst að sam­bæri­legar aðgerðir og gripið var til í vetur myndu skila sama árangri og náð­ist þá. Bylgj­urnar væru um margt ólík­ar, t.d. að veiran hefði fyrst mallað í ein­hvern tíma en væri núna búin að taka á rás. Þó væri far­ald­ur­inn ekki í veld­is­vexti.



En hins vegar þarf að mati sótt­varna­læknis að skoða málin gaum­gæfi­lega og ef kúrfan fer „í ranga átt“ þarf að end­ur­skoða málin með stjórn­völdum og þá hvort að grípa beri til harð­ari aðgerða. Það væri hins vegar erfitt fyrir alla – allt sam­fé­lag­ið. „Það er lík­legt að við munum þurfa að við­hafa þessar aðgerðir næstu mán­uði því það er ljóst að þessi veira er ekk­ert að fara.“



Hópsmit eða bylgjur væru fram­tíðin sem við stæðum frammi fyr­ir. „Við eigum eftir að fá fleiri bylgj­ur, alveg örugg­lega, þangað til við fáum bólu­efni eða eitt­hvað annað ger­ist sem mun hægja á og virki­lega slökkva á þess­ari veiru. Ætlum við að gera það í hvert skipti sem við fáum ein­hvern topp að slökkva á öllu hérna inn­an­lands,“ spurði hann og hélt svo áfram: „Ég játa það að ég er alveg á nipp­inu [að grípa til harð­ari aðgerða] og er búinn að vera þar lengi og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið og sendi það áfram.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent