„Faraldurinn er í vexti“ – Fólk á þrítugsaldri á sjúkrahúsi

Dæmi eru um að fólk á þrítugsaldri hafi lagst inn á sjúkrahús í þessari þriðju bylgju faraldursins. Engin merki eru um að veiran sé vægari nú en áður. Í gær greindust 59 smit – og vísbendingar eru um að faraldurinn sé í veldisvexti.

Sýnataka
Auglýsing

Vinnu­stað­ir, sam­komur vina og fjöl­skyldna, krár og lík­ams­rækt­ar­stöðvar eru þeir staðir og aðstæður þar sem fólk er helst að smit­ast af kór­ónu­veirunni þessa dag­ana. „Far­ald­ur­inn er í vext­i,“ segir sótt­varna­læknir og að yfi­r­á­lag gæti orðið á heil­brigð­is­kerfið ef ekk­ert verður að gert. Engin merki eru um að veiran sé veik­ari nú en áður.



670 eru nú með COVID-19 og í ein­angr­un. Fimmtán eru á sjúkra­húsi, þar af þrír á gjör­gæslu­deild. Í gær greindust 59 ný smit en meiri­hlut­inn var í sótt­kví við grein­ingu. Fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þús­und íbúa er nú 156,3.



„Far­ald­ur­inn er áfram í vext­i,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í morg­un. Stundum virð­ist hann vera að fara í veld­is­vöxt, sagði hann.

Auglýsing


Hópar sem hafa verið að smit­ast síð­ustu daga hafa gert það á vinnu­stöð­um, innan fjöl­skyldna, í vina­hóp­um, á lík­ams­rækt­ar­stöðvum og krám. Þá hefur ekki tek­ist að rekja öll smit. „Þetta eru upp­lýs­ingar sem við höfum notað til að ákveða þær tak­mark­anir sem hefur verið ráð­ist í,“ sagði Þórólf­ur.



2.980 manns hafa frá upp­hafi far­ald­urs­ins greinst með COVID-19 hér á land­i. Þann 18. sept­em­ber fjölg­aði greindum smitum snögg­lega og voru þann dag­inn 75. Frá þeim tíma hafa þau verið á bil­inu 20-61. ­Þriðja bylgja far­ald­urs­ins hófst að mati vís­inda­fólks við Háskóla Íslands þann 11. sept­em­ber. Um það leyti kom upp hópsmit á vín­veit­inga­stöðum í mið­borg Reykja­vík­ur. Nýtt afbrigði veirunnar var þar á ferð sem rakið er til tveggja franskra ferða­manna sem komu hingað til lands í ágúst. Í kjöl­farið var tekin sú ákvörðun að loka börum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í nokkra daga. Nú hefur börum aftur verið lokað en um allt land og gilda þær hertu aðgerðir í tvær vik­ur.



T­hor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði sem fer fyrir rann­sókn­arteymi Háskóla Íslands, sagði í við­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að þriðja bylgjan gæti mögu­lega staðið í fimm vikur í við­bót og að smit­fjöld­inn í heild­ina gæti orðið hár. Hann sagði í við­tali við RÚV í morgun að smit­stuð­ull­inn, sem segir til um hversu marga hver og einn smit­ar, sé nú komin yfir 2.



Hertar tak­mark­anir á sam­komum, m.a. skóla­haldi, tóku gildi á mið­nætti. Meg­in­reglan er að ekki mega fleiri en tutt­ugu koma saman en und­an­þágur frá hámarks­fjölda eru nokkr­ar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Lögreglan



Hús­næði lík­ams­rækt­ar­stöðva skulu vera lokuð og krár, skemmti- og spila­staðir eru einnig lok­að­ir. Gestir á sund­stöðum mega að hámarki vera 50% pró­sent af leyfi­legum fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi. Fjar­lægð­ar­mörk eru áfram einn metri og við aðstæður þar sem slíkt er ekki mögu­legt er skylt að nota grím­ur.



Mikið álag er nú á Land­spít­al­anum vegna COVID-19 og ann­arra sjúk­dóma. Smit hafa komið upp á tveimur hjúkr­un­ar­heim­il­um, á Eir og Hrafn­istu.



Sagði Þórólfur að ýmis „rauð flögg“ væru uppi og „við gætum farið að sjá hér alvar­legri far­aldur ef ekki verður gripið inn í.“



Aðgerð­irnar núna eru harð­ari en þær hafa verið frá því að fyrsta bylgjan var kveðin nið­ur. Gripið var til stað­bund­inna aðgerða í sept­em­ber, börum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var lok­að, og var von­ast til þess að smitum myndi fækka. „Það hefur því miður ekki gerst að miklu leyti og því ekki annað í stöð­unni að grípa til hert­ari aðgerða og tak­markana,“ sagði Þórólf­ur.



Sótt­varna­læknir segir að „eðli­lega“ hafi komið gagn­rýni á aðgerð­irn­ar, sumir vilji að þær séu harð­ari og aðrir að þær séu væg­ari. En á end­anum þurfi að taka ákvörðun og nú hafi rík­is­stjórnin gert það.

Alma Möller landlæknir. Mynd: Lögreglan



Meðal þess sem hefur verið gagn­rýnt er að aðgerð­irnar nái til alls lands­ins þó að lang­flest smitin séu að grein­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þórólfur benti á að veiran væri vissu­lega að grein­ast úti á landi – hún hefði þegar greinst í öllum lands­hlut­um. Hann telji ekki væn­legt til árang­urs að beita mis­mun­andi aðgerðum á þessum tíma­punkti. Þá gæti haf­ist elt­inga­leikur við far­ald­ur­inn og tölu­vert lengri tíma en ella. „Þessi nálg­un, að láta aðgerðir gilda á öllu land­inu, þá getum við kveðið far­ald­ur­inn niður eins fljótt og auðið er. Svo hægt sé að aflétta aðgerðum fljótt.“



Þórólfur segir far­ald­ur­inn nú öðru­vísi en í vet­ur. Hann er útbreidd­ari. Hann biðlar til lands­manna að standa saman um þessar aðgerð­ir. Það skipti mestu. „Þannig náum við árangri og þannig mun okkur takast að kveða þennan far­aldur nið­ur.“



Alma Möller land­læknir tal­aði um hina svoköll­uðu far­sótt­ar­þreytu sem margir væru að finna fyr­ir. Hún sagði ekki hægt að setja á tak­mark­anir sem allir eru sáttir við. „Þraut­seigja og þol­in­mæli er það sem öllu skipt­ir,“ sagði Alma. „Við höfum þegar gengið í gegnum erf­iða tíma í þessum far­aldri og gerðum það með glæsi­brag.“



Við þurfum að reyna að hjálp­ast að við að stjórna far­sótt­inni með ábyrgri og agaðri hegðun en láta far­sótt­ina ekki stjórna okk­ur, sagði land­lækn­ir. „Stöndum áfram saman og leggjum að mörkum hvert og eitt eins og við get­u­m.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent